Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2025 10:22 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ferðaðist til Ankara í morgun. AP/Evgeniy Maloletka Sendinefndir frá bæði Úkraínu og Rússlandi verða í Tyrklandi í dag en óljóst er hvort þær munu í raun hittast. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, neitaði að hitta Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í persónu og sendi þess í stað tiltölulega lágt setta erindreka. Viðræður áttu að hefjast í morgun en þeim ku hafa verið frestað. Ekki liggur fyrir af hverju en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir Tyrki hafa lagt til að viðræðurnar færu fram seinni partinn í dag. Pútín hafnaði aftur á dögunum ákalli eftir almennu þrjátíu daga vopnahlé á átökunum í Úkraínu og lagði þess í stað fram tillögu að viðræðum í Istanbúl. Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra hafa sagt að áður en viðræður hefjist þurfi fyrst að koma á vopnahlé. Selenskí lýsti því þó yfir að hann væri tilbúinn til að mæta til Istanbúl, þar sem viðræðurnar eiga að fara fram, og ræða persónulega við Pútín en hann sagðist ekki ætla að ræða við neinn annan en rússneska forsetann. Hann sagði þegar flugvél hans lenti í Anakara í morgun að rússneska sendinefndin væri til lítils annars en skrauts. Ekki væri búið að taka loka ákvörðun um viðræður og meðal annars væri verið að ræða málið við Bandaríkjamenn. First and foremost, I want to thank President @RTErdogan for organizing the opportunity for direct negotiations – that was exactly the signal we had received. The Ukrainian side confirmed its readiness, and today, we are here in the capital, in Ankara.Ukraine is represented by… pic.twitter.com/P0uFaOSlhj— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) May 15, 2025 Utanríkisráðuneyti Rússlands sendi í kjölfarið út yfirlýsingu um að Selenskí væri „trúður“ og „glataður“ og hefði ekki rétt á því að tala svona um hæft fólk. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, kallaði Selenskí í kjölfarið „aumkunarverðan mann“ vegna þess að hann krafðist þess að Pútín mætti til Tyrklands. Eins og frægt er sendi Pútín sérsveitarmenn til Kænugarð í upphafi innrásar Rússa í febrúar 2022, sem höfðu það markmið að handsama Selenskí eða ráða hann af dögum. Úkraínumenn segja banatilræði gegn Selenskí hafa verið tíð síðan þá. Selenskí mun í dag hitta Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í Ankara en hann mun, samkvæmt starfsmönnum hans, kalla eftir vopnahléi í Úkraínu og friðarviðræðum. Viðræður ekki líklegar til árangurs New York Times segir blaðamenn, ljósmyndara og tökumenn bíða fyrir utan Dolmbabache höllina í Istanbúl, þar sem viðræður ríkjanna fóru fram 2022, eftir að rússneskir ríkismiðlar sögðu að viðræðurnar ættu að fara fram þar. Hins vegar sé óljóst hvort viðræðurnar muni eiga sér stað og jafnvel hvort úkraínskir erindrekar séu yfir höfuð í borginni. Meðal þeirra sem Pútín sendi til Tyrklands eru Vladimír Medínskí, aðstoðarmaður hans, og Alexander Fomin, aðstoðarvarnarmálaráðherra. Það eru sömu menn og forsetinn sendi til Tyrklands í mars 2022 til að ræða uppgjöf Úkraínu. Í sendinefndinni eru einnig aðstoðarutanríkisráðherra og yfirmaður GRU, leyniþjónustu Rússneska hersins. Sjá einnig: Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Þeim viðræðum var hætt þegar rússneskir hermenn hörfuðu frá Kænugarði og norðurhluta Úkraínu og ódæði rússneskra hermanna í bæjum eins og Bucha litu dagsins ljós. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Í grein Wall Street Journal segir að sú ákvörðun Pútíns að senda tiltölulega lágt setta erindreka til viðræða þyki benda til þess að þær séu ekki líklegar til árangurs. Það að Medinsky leiði sendinefndina gefi til kynna að kröfur Pútíns séu engu minni en þær voru 2022. Þær feli í raun í sér endalok Úkraínu sem fullvelda ríkis og að gera Úkraínumönnum ómögulegt að verja sig í framtíðinni. Rússar hafa ítrekað lagt fram umfangsmiklar kröfur sem skilyrði fyrir friði og hafa þær tekið litlum breytingum frá upphafi innrásar þeirra. Má þar nefna að Úkraína verði ekki aðili að NATO, lýsi yfir ævarandi hlutleysi, leggi niður vopn og takmarki stærð herja sinna verulega. Einnig krefjast Rússar fullrar stjórnar á öllum svæðum sem þeir stjórna og meira en það. Auk þess eiga Úkraínumenn að gangast „afnasistavæðingu“. Rússar hafa lengi haldið því fram að Úkraínu sé stýrt af nasistum en það er rangt. Bæði Rússar og Úkraínumenn eru í raun að reyna að sýna Trump að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna en andstæðingar þeirra séu það ekki. Trump og hans ráðgjafar hafa gefið til kynna að þeir séu tilbúnir til að stíga frá samningaborðinu og hafa einnig gefið til kynna að þeir gætu hætt stuðningi við Úkraínu, sem yrði mikill sigur fyrir Pútín. Þrír fundir eiga í raun að eiga sér stað í Tyrklandi í dag. Í Ankara hittir Selenskí Erdogan. Svo eiga erindrekarnir að hittast í Istanbú. Þar að auki funda utanríkisráðherrar NATO-ríkja í Antalya við strendur Miðjarðarhafsins. Tyrkland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Donald Trump Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Viðræður áttu að hefjast í morgun en þeim ku hafa verið frestað. Ekki liggur fyrir af hverju en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir Tyrki hafa lagt til að viðræðurnar færu fram seinni partinn í dag. Pútín hafnaði aftur á dögunum ákalli eftir almennu þrjátíu daga vopnahlé á átökunum í Úkraínu og lagði þess í stað fram tillögu að viðræðum í Istanbúl. Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra hafa sagt að áður en viðræður hefjist þurfi fyrst að koma á vopnahlé. Selenskí lýsti því þó yfir að hann væri tilbúinn til að mæta til Istanbúl, þar sem viðræðurnar eiga að fara fram, og ræða persónulega við Pútín en hann sagðist ekki ætla að ræða við neinn annan en rússneska forsetann. Hann sagði þegar flugvél hans lenti í Anakara í morgun að rússneska sendinefndin væri til lítils annars en skrauts. Ekki væri búið að taka loka ákvörðun um viðræður og meðal annars væri verið að ræða málið við Bandaríkjamenn. First and foremost, I want to thank President @RTErdogan for organizing the opportunity for direct negotiations – that was exactly the signal we had received. The Ukrainian side confirmed its readiness, and today, we are here in the capital, in Ankara.Ukraine is represented by… pic.twitter.com/P0uFaOSlhj— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) May 15, 2025 Utanríkisráðuneyti Rússlands sendi í kjölfarið út yfirlýsingu um að Selenskí væri „trúður“ og „glataður“ og hefði ekki rétt á því að tala svona um hæft fólk. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, kallaði Selenskí í kjölfarið „aumkunarverðan mann“ vegna þess að hann krafðist þess að Pútín mætti til Tyrklands. Eins og frægt er sendi Pútín sérsveitarmenn til Kænugarð í upphafi innrásar Rússa í febrúar 2022, sem höfðu það markmið að handsama Selenskí eða ráða hann af dögum. Úkraínumenn segja banatilræði gegn Selenskí hafa verið tíð síðan þá. Selenskí mun í dag hitta Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í Ankara en hann mun, samkvæmt starfsmönnum hans, kalla eftir vopnahléi í Úkraínu og friðarviðræðum. Viðræður ekki líklegar til árangurs New York Times segir blaðamenn, ljósmyndara og tökumenn bíða fyrir utan Dolmbabache höllina í Istanbúl, þar sem viðræður ríkjanna fóru fram 2022, eftir að rússneskir ríkismiðlar sögðu að viðræðurnar ættu að fara fram þar. Hins vegar sé óljóst hvort viðræðurnar muni eiga sér stað og jafnvel hvort úkraínskir erindrekar séu yfir höfuð í borginni. Meðal þeirra sem Pútín sendi til Tyrklands eru Vladimír Medínskí, aðstoðarmaður hans, og Alexander Fomin, aðstoðarvarnarmálaráðherra. Það eru sömu menn og forsetinn sendi til Tyrklands í mars 2022 til að ræða uppgjöf Úkraínu. Í sendinefndinni eru einnig aðstoðarutanríkisráðherra og yfirmaður GRU, leyniþjónustu Rússneska hersins. Sjá einnig: Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Þeim viðræðum var hætt þegar rússneskir hermenn hörfuðu frá Kænugarði og norðurhluta Úkraínu og ódæði rússneskra hermanna í bæjum eins og Bucha litu dagsins ljós. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Í grein Wall Street Journal segir að sú ákvörðun Pútíns að senda tiltölulega lágt setta erindreka til viðræða þyki benda til þess að þær séu ekki líklegar til árangurs. Það að Medinsky leiði sendinefndina gefi til kynna að kröfur Pútíns séu engu minni en þær voru 2022. Þær feli í raun í sér endalok Úkraínu sem fullvelda ríkis og að gera Úkraínumönnum ómögulegt að verja sig í framtíðinni. Rússar hafa ítrekað lagt fram umfangsmiklar kröfur sem skilyrði fyrir friði og hafa þær tekið litlum breytingum frá upphafi innrásar þeirra. Má þar nefna að Úkraína verði ekki aðili að NATO, lýsi yfir ævarandi hlutleysi, leggi niður vopn og takmarki stærð herja sinna verulega. Einnig krefjast Rússar fullrar stjórnar á öllum svæðum sem þeir stjórna og meira en það. Auk þess eiga Úkraínumenn að gangast „afnasistavæðingu“. Rússar hafa lengi haldið því fram að Úkraínu sé stýrt af nasistum en það er rangt. Bæði Rússar og Úkraínumenn eru í raun að reyna að sýna Trump að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna en andstæðingar þeirra séu það ekki. Trump og hans ráðgjafar hafa gefið til kynna að þeir séu tilbúnir til að stíga frá samningaborðinu og hafa einnig gefið til kynna að þeir gætu hætt stuðningi við Úkraínu, sem yrði mikill sigur fyrir Pútín. Þrír fundir eiga í raun að eiga sér stað í Tyrklandi í dag. Í Ankara hittir Selenskí Erdogan. Svo eiga erindrekarnir að hittast í Istanbú. Þar að auki funda utanríkisráðherrar NATO-ríkja í Antalya við strendur Miðjarðarhafsins.
Tyrkland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Donald Trump Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira