Fótbolti

Dramatísk endur­koma Real hélt veikum vonum á lífi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óvænt hetja kvöldsins.
Óvænt hetja kvöldsins. EPA-EFE/Chema Moya

Real Madríd kom til baka eftir að lenda undir gegn Mallorca og heldur enn í þá veiku von að standa uppi sem Spánarmeistari karla í fótbolta.

Martin Valjent kom gestunum frá Mallorca yfir á 11. mínútu og þó heimamenn hafi fengið fjölda færa til að jafna metin var staðan enn markalaus að loknum fyrri hálfleik. Það var svo á 68. mínútu sem Kylian Mbappé jafnaði metin eftir undirbúning hins síunga Luka Modrić.

Hinn tvítugi Jacobo Ramon reyndist svo hetja Real Madríd en varnarmaðurinn skoraði það sem reyndist sigurmarkið á fimmtu mínútu uppbótartíma.

Lokatölur 2-1 sem þýðir að Real Madríd er nú með fjórum stigum minna en Barcelona þegar tvær umferðir eru eftir. Börsungar þurfa aðeins einn sigur til að tryggja sér titilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×