Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Lovísa Arnardóttir skrifar 13. maí 2025 14:37 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir er formaður velferðarnefndar og hafnaði því að ekki væri hlustað á minnihlutann. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu í dag undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta undan því að nefndarstarf gangi illa í sumum nefndum, sérstaklega í velferðarnefnd. Formaður nefndarinnar er Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sem er þingkona Flokks fólksins. Fram kom í umræðum á þingi í dag að minnihluti lagði fram bókun á fundi nefndarinnar í gær þar sem þau lögðust gegn því að nefndin hefði afgreitt úr nefnd frumvarp um lögfestingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hildur Sverrisdóttir tók fyrst til máls um fundarstjórn forseta og minnti á að lögin í landinu væru sniðin í þingsal. Hún sagði hafa borið á því að kvartað væri undan starfi í nefndum. Þar fari fram takmörkuð umræða og gestir fái lítinn tíma. Hildur óskaði eftir því að forseti þingsins hlutaðist til um það að nefndarvinna fengi að fara fram eins og hún þarf að fara fram svo nefndir geti unnið sitt starf eins og þær eigi að gera. Ingibjörg Isaksen, þingkona Framsóknarflokksins, tók næst til máls og tók undir þessi orð Hildar. Hún sagði þetta tilfinningu fleiri einstaklinga innan stjórnarandstöðunnar. Þetta gilti ekki um allar nefndir en hún sé í tveimur og þar gangi vel í annarri en illa í hinni. Sem dæmi hafi formaður velferðarnefndar neitað að fara yfir nefndarálit minnihlutans á fundi í gær en það hafi verið verklag á síðasta kjörtímabili að gera það alltaf. Hún minnti á að ríkisstjórnin verði ekki dæmd af fjölda mála, heldur gæðum þeirra. Hildur Sverrisdóttir kallaði eftir því að forseti þingsins hlutaðist til um það að nefndarstarf.Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, tók næstur til máls og sagði dagskrá skipulagða nokkuð þétta í nefndum. Gestakomum ljúki oft þannig að gestir þurfa að koma aftur því ekki hafi verið gefið svigrúm í dagskrá fyrir spurningum og svörum. Hann hvatti forseta til að ræða við nefndarformenn til að hvetja þá til að ætla sér ekki um of. Það verði frekar til þess að málin vinnist hægar. Rósa Guðbjartsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, tók undir og kvartaði sérstaklega undan því að ekki hafi verið hægt að fá fulltrúa fjármálaráðuneytisins á fund velferðarnefndar til að ræða frumvarp um lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hún sagði að í nefnd hafi verið gert lítið úr því að lögfesting geti haft áhrif á kostnað sveitarfélaga og að um þetta hafi verið bókað í nefndinni. Fundarstjórn forseta sé orðinn helsti kvörtunarliður Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins og formaður nefndarinnar, sagði dagskrárliðinn fundarstjórn forseta alltaf taka á sig ótrúlegri mynd. „Þetta er orðinn helsti kvörtunarliðurinn hérna á þingi. Ef að stjórnarandstöðunni mislíkar eitthvað við okkur í meirihlutanum að þá er komið hérna og grátið í pontu fyrir framan alþjóð,“ sagði Kolbrún á þingi í dag en hún er formaður velferðarnefndar. Hún sagði að þingmenn væru að vísa til þess að ákvörðun hefði verið tekin í nefnd um að afgreiða frumvarpið úr nefnd þó svo að ósætti væri um það. „Þó það hefðu komið hundrað gestir í viðbót hefði það ekki varpað ljósi á hvað þetta gæti kostað næstu fimmtíu árin,“ segir Kolbrún og að stjórnarandstaðan sé að nota þennan dagskrárlið til að tefja dagskrá þingsins. Ingibjörg Isaksen þingkona Framsóknarflokksins sagði umræðuna ekkis snúast um minni- eða meirihluta heldur góð vinnubrögð. Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að í bókun minnihlutans hefði minnihlutinn lagst gegn því að málið yrði tekið úr nefnd og að nefndin hafi óskað eftir frekari upplýsingum eins og fjárhagslegu mati og að fá fulltrúa fjármálaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis á fund nefndarinnar. Bergþór fór svo aftur í pontu og sagði viðbrögð formanns nefndarinnar endurspegla þann vanda sem nefndin hafi staðið fyrir. Kolbrún tók aftur til máls og hafnaði því að ekki væri hlustað á óskir minnihlutans. Hún sagði það liggja fyrir að ekki væri hægt að reikna út kostnaðinn við samninginn næstu tíu ár og málið væri ekki þannig „klippt og skorið“ að hægt væri að gera það. Hefur fundað með formönnum þrisvar Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingar og forseti þingsins, tók svo til máls og sagðist hafa fundað þrisvar með nefndarformönnum síðustu vikur. Allir þingmenn hafi metnað til að sinna sinni vinnu vel og hún myndi gera sitt til að tryggja að vinnubrögðin yrðu góð. Það hafi 33 nýir þingmenn sest á þing og fólk sé að tileinka sér ný hlutverk. Hún sagðist taka fullt tillit til ábendinga þingmanna. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók næstur til máls og sagði með ólíkindum að Kolbrún hafi fullyrt að ekki væri hægt að reikna kostnaðinn við frumvarpið. Það sé lögfest að það eigi að reikna út kostnað sem lendir á sveitarfélögum og það sé óásættanlegt að þingið samþykki „opinn tékka“ inn í framtíðina. Hann sagði að áætlun um til dæmis kostnað við NPA hafi verið áætlaður einn og hálfur milljarður en kostnaðurinn hafi verið tífaldur. Sumt nefndarstarf gangi afar vel Þó nokkrir þingmenn tóku svo til máls og hrósuðu formönnum nefnda þar sem vel gengur. Sérstaklega voru nefnd Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar, Guðbrandur Einarsson, formaður umhverfis – og samgöngunefndar og Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Ingibjörg tók svo aftur til máls og sagði þetta ekki snúast um minni- eða meirihluta. Heldur snúist þetta um vinnubrögð. Sé skortur á gögnum til að taka upplýsta ákvörðun um að styðja mál úr nefnd sé mikilvægt að geta kallað eftir þeim. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Fram kom í umræðum á þingi í dag að minnihluti lagði fram bókun á fundi nefndarinnar í gær þar sem þau lögðust gegn því að nefndin hefði afgreitt úr nefnd frumvarp um lögfestingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hildur Sverrisdóttir tók fyrst til máls um fundarstjórn forseta og minnti á að lögin í landinu væru sniðin í þingsal. Hún sagði hafa borið á því að kvartað væri undan starfi í nefndum. Þar fari fram takmörkuð umræða og gestir fái lítinn tíma. Hildur óskaði eftir því að forseti þingsins hlutaðist til um það að nefndarvinna fengi að fara fram eins og hún þarf að fara fram svo nefndir geti unnið sitt starf eins og þær eigi að gera. Ingibjörg Isaksen, þingkona Framsóknarflokksins, tók næst til máls og tók undir þessi orð Hildar. Hún sagði þetta tilfinningu fleiri einstaklinga innan stjórnarandstöðunnar. Þetta gilti ekki um allar nefndir en hún sé í tveimur og þar gangi vel í annarri en illa í hinni. Sem dæmi hafi formaður velferðarnefndar neitað að fara yfir nefndarálit minnihlutans á fundi í gær en það hafi verið verklag á síðasta kjörtímabili að gera það alltaf. Hún minnti á að ríkisstjórnin verði ekki dæmd af fjölda mála, heldur gæðum þeirra. Hildur Sverrisdóttir kallaði eftir því að forseti þingsins hlutaðist til um það að nefndarstarf.Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, tók næstur til máls og sagði dagskrá skipulagða nokkuð þétta í nefndum. Gestakomum ljúki oft þannig að gestir þurfa að koma aftur því ekki hafi verið gefið svigrúm í dagskrá fyrir spurningum og svörum. Hann hvatti forseta til að ræða við nefndarformenn til að hvetja þá til að ætla sér ekki um of. Það verði frekar til þess að málin vinnist hægar. Rósa Guðbjartsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, tók undir og kvartaði sérstaklega undan því að ekki hafi verið hægt að fá fulltrúa fjármálaráðuneytisins á fund velferðarnefndar til að ræða frumvarp um lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hún sagði að í nefnd hafi verið gert lítið úr því að lögfesting geti haft áhrif á kostnað sveitarfélaga og að um þetta hafi verið bókað í nefndinni. Fundarstjórn forseta sé orðinn helsti kvörtunarliður Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins og formaður nefndarinnar, sagði dagskrárliðinn fundarstjórn forseta alltaf taka á sig ótrúlegri mynd. „Þetta er orðinn helsti kvörtunarliðurinn hérna á þingi. Ef að stjórnarandstöðunni mislíkar eitthvað við okkur í meirihlutanum að þá er komið hérna og grátið í pontu fyrir framan alþjóð,“ sagði Kolbrún á þingi í dag en hún er formaður velferðarnefndar. Hún sagði að þingmenn væru að vísa til þess að ákvörðun hefði verið tekin í nefnd um að afgreiða frumvarpið úr nefnd þó svo að ósætti væri um það. „Þó það hefðu komið hundrað gestir í viðbót hefði það ekki varpað ljósi á hvað þetta gæti kostað næstu fimmtíu árin,“ segir Kolbrún og að stjórnarandstaðan sé að nota þennan dagskrárlið til að tefja dagskrá þingsins. Ingibjörg Isaksen þingkona Framsóknarflokksins sagði umræðuna ekkis snúast um minni- eða meirihluta heldur góð vinnubrögð. Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að í bókun minnihlutans hefði minnihlutinn lagst gegn því að málið yrði tekið úr nefnd og að nefndin hafi óskað eftir frekari upplýsingum eins og fjárhagslegu mati og að fá fulltrúa fjármálaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis á fund nefndarinnar. Bergþór fór svo aftur í pontu og sagði viðbrögð formanns nefndarinnar endurspegla þann vanda sem nefndin hafi staðið fyrir. Kolbrún tók aftur til máls og hafnaði því að ekki væri hlustað á óskir minnihlutans. Hún sagði það liggja fyrir að ekki væri hægt að reikna út kostnaðinn við samninginn næstu tíu ár og málið væri ekki þannig „klippt og skorið“ að hægt væri að gera það. Hefur fundað með formönnum þrisvar Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingar og forseti þingsins, tók svo til máls og sagðist hafa fundað þrisvar með nefndarformönnum síðustu vikur. Allir þingmenn hafi metnað til að sinna sinni vinnu vel og hún myndi gera sitt til að tryggja að vinnubrögðin yrðu góð. Það hafi 33 nýir þingmenn sest á þing og fólk sé að tileinka sér ný hlutverk. Hún sagðist taka fullt tillit til ábendinga þingmanna. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók næstur til máls og sagði með ólíkindum að Kolbrún hafi fullyrt að ekki væri hægt að reikna kostnaðinn við frumvarpið. Það sé lögfest að það eigi að reikna út kostnað sem lendir á sveitarfélögum og það sé óásættanlegt að þingið samþykki „opinn tékka“ inn í framtíðina. Hann sagði að áætlun um til dæmis kostnað við NPA hafi verið áætlaður einn og hálfur milljarður en kostnaðurinn hafi verið tífaldur. Sumt nefndarstarf gangi afar vel Þó nokkrir þingmenn tóku svo til máls og hrósuðu formönnum nefnda þar sem vel gengur. Sérstaklega voru nefnd Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar, Guðbrandur Einarsson, formaður umhverfis – og samgöngunefndar og Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Ingibjörg tók svo aftur til máls og sagði þetta ekki snúast um minni- eða meirihluta. Heldur snúist þetta um vinnubrögð. Sé skortur á gögnum til að taka upplýsta ákvörðun um að styðja mál úr nefnd sé mikilvægt að geta kallað eftir þeim.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira