Vilja leggja réttarríkið til hliðar Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2025 13:23 Donald Trump, forseti, og Stephen Miller, einn æðsti ráðgjafi hans. AP/Paul Sancya Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. Umrædd réttindi kallast „habeas corpus“ og fela í sér að ekki sé hægt að fangelsa einstaklinga án þess að þeir séu leiddir fyrir dómara og án þess að viðkomandi fái réttlæta málsmeðferð. Kveðið er á um þennan rétt í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta á við alla sem eru í Bandaríkjunum, hvort sem þeir eru borgarar eða ekki. Trump sagði í viðtali á dögunum að þessir réttur fólks stæði í vegi hans varðandi ætlanir hans um að vísa milljónum manna úr landi. „Ég veit ekki. Mér sýnist, það gæti staðið þarna en ef við erum að tala um það, þá þyrftum við að hafa milljón, eða tvær milljónir, eða þrjár milljónir réttarhalda. Við erum með þúsundir manna og þar á meðal morðingja og fíkniefnasala og suma af verstu mönnum jarðarinnar,“ sagði Trump í áðurnefndu viðtali. Sjá einnig: Segir réttarríkið standa í vegi sínum Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Trumps, sagði á föstudagskvöldið að stjórnarskráin væri skýr og æðstu lög landsins. Hins vegar væri hægt að leggja þessi réttindi til hliðar á tímum innrásar. „Svo við erum að skoða það,“ sagði Miller. „Það veltur að miklu leyti á því hvort dómstólar geri hið rétta í stöðunni eða ekki.“ Trump og ráðgjafar hans hafa ítrekað haldið því fram að flæði farand- og flóttafólks yfir landamæri Bandaríkjanna sé í raun innrás. Á þeim grunni hefur ríkisstjórnin notast við aldagömul lög sem á ensku kallast „Alien enemies act“ til að vísa fólki úr landi og í mörgum tilfellum án þess að það hafi fengið réttmæta málsmeðferð. Sjá einnig: Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Lög þessi eru helst þekkt fyrir að hafa verið notuð á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar til að setja bandaríska ríkisborgara sem áttu rætur að rekja til Japan, Þýskalands eða Ítalíu í fangabúðir. Það fólk þurfti þó á sínum tíma að færa fyrir dómara fyrst, til að sanna að þau ættu í raun rætur að rekja til þessara ríkja. Dómstólar standa í vegi Trumps Dómarar hafa þó ítrekað staðið í vegi þessa, í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Nú síðast í síðustu viku sagði dómari frá Texas, sem Trump skipaði í embætti, að ríkisstjórninni hefði ekki sannað tilvist „innrásar“ eða annarskonar neyðarástands eða átaka sem gæti réttlæt notkun laganna, samkvæmt frétt Washington Post. Trump liðar hafa brugðist reiðir við því hvernig dómarar hafa hægt á brottvísunum og hafa áköll Repúblikana eftir því að dómurum verði vikið úr embætti orðið háværari. Þá kemur fram í frétt miðilsins að stjórnarskrá Bandaríkjanna heimili ekki það að leggja habeas corpus til hliðar á grunni yfirlýsinga um innrás frá Hvíta húsinu. Fram komi í stjórnarskránni að réttindi þessi megi eingöngu leggja til hliðar í tilfelli uppreisnar eða innrásar og þegar öryggi almennings krefjist þess. Í frétt BBC um málið segir að Abraham Lincoln hafi verið fyrstur til að leggja réttindin til hliðar í borgarastyrjöldinni á árum áður. Það leiddi til mikilla deilna við Hæstarétt Bandaríkjanna, sem komst að þeirri niðurstöðu að það væri eingöngu bandaríska þingið, ekki alríkisyfirvöld, sem gætu yfir höfuð lagt réttindin til hliðar. AP fréttaveitan segir svo að áður en Trump skipaði hana í hæstarétt skrifaði Amy Coney Barret grein þar sem hún sagði að þó það kæmi ekki skýrt fram hvaða armur yfirvalda í Bandaríkjunum gæti lagt réttindin hliðar væru „flestir sammála“ um að einungis þingið gæti það. Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Umrædd réttindi kallast „habeas corpus“ og fela í sér að ekki sé hægt að fangelsa einstaklinga án þess að þeir séu leiddir fyrir dómara og án þess að viðkomandi fái réttlæta málsmeðferð. Kveðið er á um þennan rétt í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta á við alla sem eru í Bandaríkjunum, hvort sem þeir eru borgarar eða ekki. Trump sagði í viðtali á dögunum að þessir réttur fólks stæði í vegi hans varðandi ætlanir hans um að vísa milljónum manna úr landi. „Ég veit ekki. Mér sýnist, það gæti staðið þarna en ef við erum að tala um það, þá þyrftum við að hafa milljón, eða tvær milljónir, eða þrjár milljónir réttarhalda. Við erum með þúsundir manna og þar á meðal morðingja og fíkniefnasala og suma af verstu mönnum jarðarinnar,“ sagði Trump í áðurnefndu viðtali. Sjá einnig: Segir réttarríkið standa í vegi sínum Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Trumps, sagði á föstudagskvöldið að stjórnarskráin væri skýr og æðstu lög landsins. Hins vegar væri hægt að leggja þessi réttindi til hliðar á tímum innrásar. „Svo við erum að skoða það,“ sagði Miller. „Það veltur að miklu leyti á því hvort dómstólar geri hið rétta í stöðunni eða ekki.“ Trump og ráðgjafar hans hafa ítrekað haldið því fram að flæði farand- og flóttafólks yfir landamæri Bandaríkjanna sé í raun innrás. Á þeim grunni hefur ríkisstjórnin notast við aldagömul lög sem á ensku kallast „Alien enemies act“ til að vísa fólki úr landi og í mörgum tilfellum án þess að það hafi fengið réttmæta málsmeðferð. Sjá einnig: Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Lög þessi eru helst þekkt fyrir að hafa verið notuð á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar til að setja bandaríska ríkisborgara sem áttu rætur að rekja til Japan, Þýskalands eða Ítalíu í fangabúðir. Það fólk þurfti þó á sínum tíma að færa fyrir dómara fyrst, til að sanna að þau ættu í raun rætur að rekja til þessara ríkja. Dómstólar standa í vegi Trumps Dómarar hafa þó ítrekað staðið í vegi þessa, í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Nú síðast í síðustu viku sagði dómari frá Texas, sem Trump skipaði í embætti, að ríkisstjórninni hefði ekki sannað tilvist „innrásar“ eða annarskonar neyðarástands eða átaka sem gæti réttlæt notkun laganna, samkvæmt frétt Washington Post. Trump liðar hafa brugðist reiðir við því hvernig dómarar hafa hægt á brottvísunum og hafa áköll Repúblikana eftir því að dómurum verði vikið úr embætti orðið háværari. Þá kemur fram í frétt miðilsins að stjórnarskrá Bandaríkjanna heimili ekki það að leggja habeas corpus til hliðar á grunni yfirlýsinga um innrás frá Hvíta húsinu. Fram komi í stjórnarskránni að réttindi þessi megi eingöngu leggja til hliðar í tilfelli uppreisnar eða innrásar og þegar öryggi almennings krefjist þess. Í frétt BBC um málið segir að Abraham Lincoln hafi verið fyrstur til að leggja réttindin til hliðar í borgarastyrjöldinni á árum áður. Það leiddi til mikilla deilna við Hæstarétt Bandaríkjanna, sem komst að þeirri niðurstöðu að það væri eingöngu bandaríska þingið, ekki alríkisyfirvöld, sem gætu yfir höfuð lagt réttindin til hliðar. AP fréttaveitan segir svo að áður en Trump skipaði hana í hæstarétt skrifaði Amy Coney Barret grein þar sem hún sagði að þó það kæmi ekki skýrt fram hvaða armur yfirvalda í Bandaríkjunum gæti lagt réttindin hliðar væru „flestir sammála“ um að einungis þingið gæti það.
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira