Vilja leggja réttarríkið til hliðar Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2025 13:23 Donald Trump, forseti, og Stephen Miller, einn æðsti ráðgjafi hans. AP/Paul Sancya Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. Umrædd réttindi kallast „habeas corpus“ og fela í sér að ekki sé hægt að fangelsa einstaklinga án þess að þeir séu leiddir fyrir dómara og án þess að viðkomandi fái réttlæta málsmeðferð. Kveðið er á um þennan rétt í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta á við alla sem eru í Bandaríkjunum, hvort sem þeir eru borgarar eða ekki. Trump sagði í viðtali á dögunum að þessir réttur fólks stæði í vegi hans varðandi ætlanir hans um að vísa milljónum manna úr landi. „Ég veit ekki. Mér sýnist, það gæti staðið þarna en ef við erum að tala um það, þá þyrftum við að hafa milljón, eða tvær milljónir, eða þrjár milljónir réttarhalda. Við erum með þúsundir manna og þar á meðal morðingja og fíkniefnasala og suma af verstu mönnum jarðarinnar,“ sagði Trump í áðurnefndu viðtali. Sjá einnig: Segir réttarríkið standa í vegi sínum Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Trumps, sagði á föstudagskvöldið að stjórnarskráin væri skýr og æðstu lög landsins. Hins vegar væri hægt að leggja þessi réttindi til hliðar á tímum innrásar. „Svo við erum að skoða það,“ sagði Miller. „Það veltur að miklu leyti á því hvort dómstólar geri hið rétta í stöðunni eða ekki.“ Trump og ráðgjafar hans hafa ítrekað haldið því fram að flæði farand- og flóttafólks yfir landamæri Bandaríkjanna sé í raun innrás. Á þeim grunni hefur ríkisstjórnin notast við aldagömul lög sem á ensku kallast „Alien enemies act“ til að vísa fólki úr landi og í mörgum tilfellum án þess að það hafi fengið réttmæta málsmeðferð. Sjá einnig: Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Lög þessi eru helst þekkt fyrir að hafa verið notuð á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar til að setja bandaríska ríkisborgara sem áttu rætur að rekja til Japan, Þýskalands eða Ítalíu í fangabúðir. Það fólk þurfti þó á sínum tíma að færa fyrir dómara fyrst, til að sanna að þau ættu í raun rætur að rekja til þessara ríkja. Dómstólar standa í vegi Trumps Dómarar hafa þó ítrekað staðið í vegi þessa, í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Nú síðast í síðustu viku sagði dómari frá Texas, sem Trump skipaði í embætti, að ríkisstjórninni hefði ekki sannað tilvist „innrásar“ eða annarskonar neyðarástands eða átaka sem gæti réttlæt notkun laganna, samkvæmt frétt Washington Post. Trump liðar hafa brugðist reiðir við því hvernig dómarar hafa hægt á brottvísunum og hafa áköll Repúblikana eftir því að dómurum verði vikið úr embætti orðið háværari. Þá kemur fram í frétt miðilsins að stjórnarskrá Bandaríkjanna heimili ekki það að leggja habeas corpus til hliðar á grunni yfirlýsinga um innrás frá Hvíta húsinu. Fram komi í stjórnarskránni að réttindi þessi megi eingöngu leggja til hliðar í tilfelli uppreisnar eða innrásar og þegar öryggi almennings krefjist þess. Í frétt BBC um málið segir að Abraham Lincoln hafi verið fyrstur til að leggja réttindin til hliðar í borgarastyrjöldinni á árum áður. Það leiddi til mikilla deilna við Hæstarétt Bandaríkjanna, sem komst að þeirri niðurstöðu að það væri eingöngu bandaríska þingið, ekki alríkisyfirvöld, sem gætu yfir höfuð lagt réttindin til hliðar. AP fréttaveitan segir svo að áður en Trump skipaði hana í hæstarétt skrifaði Amy Coney Barret grein þar sem hún sagði að þó það kæmi ekki skýrt fram hvaða armur yfirvalda í Bandaríkjunum gæti lagt réttindin hliðar væru „flestir sammála“ um að einungis þingið gæti það. Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Umrædd réttindi kallast „habeas corpus“ og fela í sér að ekki sé hægt að fangelsa einstaklinga án þess að þeir séu leiddir fyrir dómara og án þess að viðkomandi fái réttlæta málsmeðferð. Kveðið er á um þennan rétt í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta á við alla sem eru í Bandaríkjunum, hvort sem þeir eru borgarar eða ekki. Trump sagði í viðtali á dögunum að þessir réttur fólks stæði í vegi hans varðandi ætlanir hans um að vísa milljónum manna úr landi. „Ég veit ekki. Mér sýnist, það gæti staðið þarna en ef við erum að tala um það, þá þyrftum við að hafa milljón, eða tvær milljónir, eða þrjár milljónir réttarhalda. Við erum með þúsundir manna og þar á meðal morðingja og fíkniefnasala og suma af verstu mönnum jarðarinnar,“ sagði Trump í áðurnefndu viðtali. Sjá einnig: Segir réttarríkið standa í vegi sínum Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Trumps, sagði á föstudagskvöldið að stjórnarskráin væri skýr og æðstu lög landsins. Hins vegar væri hægt að leggja þessi réttindi til hliðar á tímum innrásar. „Svo við erum að skoða það,“ sagði Miller. „Það veltur að miklu leyti á því hvort dómstólar geri hið rétta í stöðunni eða ekki.“ Trump og ráðgjafar hans hafa ítrekað haldið því fram að flæði farand- og flóttafólks yfir landamæri Bandaríkjanna sé í raun innrás. Á þeim grunni hefur ríkisstjórnin notast við aldagömul lög sem á ensku kallast „Alien enemies act“ til að vísa fólki úr landi og í mörgum tilfellum án þess að það hafi fengið réttmæta málsmeðferð. Sjá einnig: Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Lög þessi eru helst þekkt fyrir að hafa verið notuð á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar til að setja bandaríska ríkisborgara sem áttu rætur að rekja til Japan, Þýskalands eða Ítalíu í fangabúðir. Það fólk þurfti þó á sínum tíma að færa fyrir dómara fyrst, til að sanna að þau ættu í raun rætur að rekja til þessara ríkja. Dómstólar standa í vegi Trumps Dómarar hafa þó ítrekað staðið í vegi þessa, í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Nú síðast í síðustu viku sagði dómari frá Texas, sem Trump skipaði í embætti, að ríkisstjórninni hefði ekki sannað tilvist „innrásar“ eða annarskonar neyðarástands eða átaka sem gæti réttlæt notkun laganna, samkvæmt frétt Washington Post. Trump liðar hafa brugðist reiðir við því hvernig dómarar hafa hægt á brottvísunum og hafa áköll Repúblikana eftir því að dómurum verði vikið úr embætti orðið háværari. Þá kemur fram í frétt miðilsins að stjórnarskrá Bandaríkjanna heimili ekki það að leggja habeas corpus til hliðar á grunni yfirlýsinga um innrás frá Hvíta húsinu. Fram komi í stjórnarskránni að réttindi þessi megi eingöngu leggja til hliðar í tilfelli uppreisnar eða innrásar og þegar öryggi almennings krefjist þess. Í frétt BBC um málið segir að Abraham Lincoln hafi verið fyrstur til að leggja réttindin til hliðar í borgarastyrjöldinni á árum áður. Það leiddi til mikilla deilna við Hæstarétt Bandaríkjanna, sem komst að þeirri niðurstöðu að það væri eingöngu bandaríska þingið, ekki alríkisyfirvöld, sem gætu yfir höfuð lagt réttindin til hliðar. AP fréttaveitan segir svo að áður en Trump skipaði hana í hæstarétt skrifaði Amy Coney Barret grein þar sem hún sagði að þó það kæmi ekki skýrt fram hvaða armur yfirvalda í Bandaríkjunum gæti lagt réttindin hliðar væru „flestir sammála“ um að einungis þingið gæti það.
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira