Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. maí 2025 09:02 Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðukona Árbæjarlaugar, sem hefur sérstaklega gaman af því að hafa laupinn á sundlaugarsvæðinu og hrafnana tvo, sem skiptast á að liggja í laupnum og hugsa um ungana þegar þar að kemur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sundlaugargestir Árbæjarlaugar hafa varla tíma þessa dagana til að synda því það er svo mikil spennan og áhugi hjá gestum laugarinnar að fylgjast með hrafnapari, sem hefur komið sér upp laup í tré á sundlaugarsvæðinu. Árbæjarlaug er ein af vinsælustu sundlaugum höfuðborgarinnar en nú er það hins vegar laupur hrafnapars í sitkagrenitré á sundlaugalóðinni, sem á hug allra, sem fara í laugina. Laupurinn er reyndar mjög ofarlega í trénu svo það er erfitt að sjá hann en það leynir sér ekki að hann er þarna enda skiptast fuglarnir á að liggja á eggjunum. „Það er rosalega gaman hjá okkur þessa dagana og gestir og starfsfólk, við höfum öll gaman af því að fylgjast með parinu athafna sig hérna á sundlaugasvæðinu. Við sjáum fuglana fljúga og að vera að leita sér ætis og byggja meira við laupinn,“ segir Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðukona Árbæjarlaugar. Og þeir hugsa greinilega mjög vel um laupinn eða hvað? „Já, það virðist vera, það er alltaf verið að græja og gera á þessu heimili. Við erum öll bara mjög ánægð með þetta. Sundlaugargestir hafa alveg orð á því að það sé skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ bætir Vala Bjarney við. Fuglarnir passa mjög vel upp á laupinn og sinna honum vel í trénu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á þetta ekki eftir að auka aðsóknina að lauginni? „Já það gæti verið. Við allavega fögnum þeim, sem koma og það er allavega nóg að gera hérna að fylgjast með hröfnum og taka því rólega í lauginni á meðan. Kannski sjáum við nokkra hrafnsunga vera hérna á sveimi á næstunni,“ segir Vala Bjarney. En hvað segja sundlaugargestir við Laupnum? „Það er algjört æði að hafa hrafnana hérna. Þeir eru hér á hverjum morgni með okkur“, segir Anna Helga Höskuldsdóttir, sundlaugargestur. Anna Helga Höskuldsdóttir, sundlaugargestur í Árbæjarlaug, sem segir æðislegt að hafa laupinn á laugarsvæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, já, ég hef orðið var við krumman, þeir láta vita af sér þarna, þeir er ekkert að fela sig. Þetta er virkilega gaman,“ segir Gunnar Haraldsson, sundlaugargestur. Gunnar Haraldsson, sundlaugargestur, segir virkilega gaman að fylgjast með fuglunum við laupinn þegar setið er í heita pottinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og talandi um laupinn í Árbæjarlaug þá má geta þess að hrafnapar hefur líka komið sér upp laup við Byko á Selfossi en þar er hægt að fylgjast með parinu í beinni útsendingu í laupnum allan sólarhringinn í vefmyndavél frá Byko á heimasíðu fyrirtækisins. Laupurinn við verslun Byko á Selfossi en þar hefur verið laupur á vorin í nokkur ár með einhverjum hléum þó.Magnús Hlynur Hreiðarsson Laupurinn á Selfossi í beinni útsendingu allan sólarhringinn Hér er líka Laupur á mjög athyglisverðum stað eða á niðurfallsröri á Austurbæjarskóla í Reykjavík. Spurning hvernig fuglanir fengu fyrstu stráin til að tolla til að hlaða Laupnum upp,Jóhannes Hreiðar Símonarson Reykjavík Fuglar Sundlaugar og baðlón Dýr Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Árbæjarlaug er ein af vinsælustu sundlaugum höfuðborgarinnar en nú er það hins vegar laupur hrafnapars í sitkagrenitré á sundlaugalóðinni, sem á hug allra, sem fara í laugina. Laupurinn er reyndar mjög ofarlega í trénu svo það er erfitt að sjá hann en það leynir sér ekki að hann er þarna enda skiptast fuglarnir á að liggja á eggjunum. „Það er rosalega gaman hjá okkur þessa dagana og gestir og starfsfólk, við höfum öll gaman af því að fylgjast með parinu athafna sig hérna á sundlaugasvæðinu. Við sjáum fuglana fljúga og að vera að leita sér ætis og byggja meira við laupinn,“ segir Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðukona Árbæjarlaugar. Og þeir hugsa greinilega mjög vel um laupinn eða hvað? „Já, það virðist vera, það er alltaf verið að græja og gera á þessu heimili. Við erum öll bara mjög ánægð með þetta. Sundlaugargestir hafa alveg orð á því að það sé skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ bætir Vala Bjarney við. Fuglarnir passa mjög vel upp á laupinn og sinna honum vel í trénu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á þetta ekki eftir að auka aðsóknina að lauginni? „Já það gæti verið. Við allavega fögnum þeim, sem koma og það er allavega nóg að gera hérna að fylgjast með hröfnum og taka því rólega í lauginni á meðan. Kannski sjáum við nokkra hrafnsunga vera hérna á sveimi á næstunni,“ segir Vala Bjarney. En hvað segja sundlaugargestir við Laupnum? „Það er algjört æði að hafa hrafnana hérna. Þeir eru hér á hverjum morgni með okkur“, segir Anna Helga Höskuldsdóttir, sundlaugargestur. Anna Helga Höskuldsdóttir, sundlaugargestur í Árbæjarlaug, sem segir æðislegt að hafa laupinn á laugarsvæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, já, ég hef orðið var við krumman, þeir láta vita af sér þarna, þeir er ekkert að fela sig. Þetta er virkilega gaman,“ segir Gunnar Haraldsson, sundlaugargestur. Gunnar Haraldsson, sundlaugargestur, segir virkilega gaman að fylgjast með fuglunum við laupinn þegar setið er í heita pottinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og talandi um laupinn í Árbæjarlaug þá má geta þess að hrafnapar hefur líka komið sér upp laup við Byko á Selfossi en þar er hægt að fylgjast með parinu í beinni útsendingu í laupnum allan sólarhringinn í vefmyndavél frá Byko á heimasíðu fyrirtækisins. Laupurinn við verslun Byko á Selfossi en þar hefur verið laupur á vorin í nokkur ár með einhverjum hléum þó.Magnús Hlynur Hreiðarsson Laupurinn á Selfossi í beinni útsendingu allan sólarhringinn Hér er líka Laupur á mjög athyglisverðum stað eða á niðurfallsröri á Austurbæjarskóla í Reykjavík. Spurning hvernig fuglanir fengu fyrstu stráin til að tolla til að hlaða Laupnum upp,Jóhannes Hreiðar Símonarson
Reykjavík Fuglar Sundlaugar og baðlón Dýr Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira