Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. maí 2025 21:58 Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá 1717. Vísir/Einar Símtölum frá fólki í sjálfsvígshugleiðingum til Rauða krossins hefur stórfjölgað á milli ára. Verkefnastjóri segir alvarlegar afleiðingar blasa við ef ekki næst að rétta af yfirvofandi hallarekstur á næstu mánuðum. Metfjöldi sjálfsvígssímtala hefur borist neyðarsíma Rauða krossins 1717 það sem af er ári. Samtölin eru jafnframt sögð þyngri og flóknari en áður. „Það voru um 430 sjálfsvígssamtöl fyrir þetta tímabil í fyrra en í ár eru þau komin rúmlega 600 fyrir þetta sama tímabil,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá 1717. Markið þið einhverja ástæðu fyrir því að þeim hafi fjölgað svona mikið á milil ára? „Nei í rauninni er erfitt að segja hver ástæðan er. Fólk er auðvitað kannski frekar að leita sér hjálpar sem er gott. Það er auðvitað bara margt um að vera í heiminum og í samfélaginu og það getur valdið einhverju af þessu.“ Sex hundruð símtöl á fjórum mánuðum gerir um fimm símtöl á dag. Á fyrstu 23 dögum marsmánaðar hafði starfsfólk samband við Neyðarlínu oftar en tuttugu sinnum. Það sé aðeins gert ef talið er að viðkomandi sé í bráðri hættu. „Við erum auðvitað með opið allan sólarhringinn alla daga ársins og þetta er allt að þyngjast. Við þurfum að auka stuðning við okkar sjálfboðaliða og okkar starfsfólk. Við fáum líka mjög mikið af samtölum til okkar á nóttinni. Það eru oft alvarleg og þyngri samtöl sem eru þá að berast,“ segir Sandra Björk. 1717 er oft eina þjónustan sem er í boði á kvöldin og á næturnar sem að börn og ungmenni nýta sér meira en aðrir. Tugi milljóna vanti til að rétta af yfirvofandi hallarekstur. Sandra telur að tryggja ætti reksturinn í fjárlögum þar sem styrkir og önnur framlög dugi ekki til. Alvarlegar afleiðingar blasi við ef ekki næst að brúa bilið. „Þá gætum við þurft að skera niður þessa þjónustu og gætum mögulega þurft að loka á nóttunni. Sem við viljum ekki gera því það eru mikið af samtölum að berast á nóttunni og mjög alvarlegum samtölum.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Metfjöldi sjálfsvígssímtala hefur borist neyðarsíma Rauða krossins 1717 það sem af er ári. Samtölin eru jafnframt sögð þyngri og flóknari en áður. „Það voru um 430 sjálfsvígssamtöl fyrir þetta tímabil í fyrra en í ár eru þau komin rúmlega 600 fyrir þetta sama tímabil,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá 1717. Markið þið einhverja ástæðu fyrir því að þeim hafi fjölgað svona mikið á milil ára? „Nei í rauninni er erfitt að segja hver ástæðan er. Fólk er auðvitað kannski frekar að leita sér hjálpar sem er gott. Það er auðvitað bara margt um að vera í heiminum og í samfélaginu og það getur valdið einhverju af þessu.“ Sex hundruð símtöl á fjórum mánuðum gerir um fimm símtöl á dag. Á fyrstu 23 dögum marsmánaðar hafði starfsfólk samband við Neyðarlínu oftar en tuttugu sinnum. Það sé aðeins gert ef talið er að viðkomandi sé í bráðri hættu. „Við erum auðvitað með opið allan sólarhringinn alla daga ársins og þetta er allt að þyngjast. Við þurfum að auka stuðning við okkar sjálfboðaliða og okkar starfsfólk. Við fáum líka mjög mikið af samtölum til okkar á nóttinni. Það eru oft alvarleg og þyngri samtöl sem eru þá að berast,“ segir Sandra Björk. 1717 er oft eina þjónustan sem er í boði á kvöldin og á næturnar sem að börn og ungmenni nýta sér meira en aðrir. Tugi milljóna vanti til að rétta af yfirvofandi hallarekstur. Sandra telur að tryggja ætti reksturinn í fjárlögum þar sem styrkir og önnur framlög dugi ekki til. Alvarlegar afleiðingar blasi við ef ekki næst að brúa bilið. „Þá gætum við þurft að skera niður þessa þjónustu og gætum mögulega þurft að loka á nóttunni. Sem við viljum ekki gera því það eru mikið af samtölum að berast á nóttunni og mjög alvarlegum samtölum.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira