Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Atli Ísleifsson skrifar 9. maí 2025 14:12 Hólminn í Tjörninni. Myndin var tekin í dag. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdir hafa staðið síðustu vikur og mánuði í stóra hólmanum í Reykjavíkurtjörn. Lag af sandi hefur nú verið komið fyrir eftir vinnu síðustu vikna. Enn á eftir að koma upp grjótkanti til að auðvelda uppgöngu fugla og sömuleiðis jarðvegi á hólmanum. Markmið framkvæmdanna er að styrkja fuglalífið á Tjörninni en með framkvæmdunum er ætlað að bæta varpland í hólmanum, fyrir til að mynda endur, og sömuleiðis verða bakkavarnir endurnýjaðar. Eitt markmiða framkvæmdanna í hólmanum var að skafa í burtu jarðveg sem innihélt mikið af ágengu illgresi og hvönn. Á vef borgarinnar segir að áður hafi verið farið í svipaðar framkvæmdir í Þorfinnstjörn í Hljómskálagarðinum með góðum árangri þar sem kríuvarp hafi merkjanlega eflst. Með aðgerðunum er verið að fylgja ráðleggingum líffræðinga sem vaktað hafi lífríki Tjarnarinnar um árabil. „Fjarlægja á efsta hluta núverandi yfirborðs af hólmanum, leggja út jarðvegsdúk, möl og jarðveg. Hluti hólmans verður þökulagður á ný. Það er gert til þess að draga úr sókn hvannar og annarra stórvaxinna tegunda sem draga úr gæðum varplands í hólmanum. Grjótkantur umhverfis hólmann verður endurhlaðinn til þess að draga úr rofi,“ sagði á vef borgarinnar. Verklok eru eru sögð áætluð í lok þessa mánaðar. Hugmyndir eru uppi um að gera þyrpingu af hólmum, á svæðinu þar sem litla hólmann er að finna (fjær og til hægri) sem myndi nýtast fuglalífinu betur.Reykjavíkurborg Saga fuglalífs og hólmans Um Tjörnina og hólmann segir að sjálfsagt séu fáir staðir á Íslandi með jafnlanga sögu samfelldrar byggðar eins og í námunda við Tjörnina. „Áður fyrr var Tjörnin sjávarlón en það lokaðist af fyrir um 1200 árum en hefur með tímanum orðið að ferskvatnstjörn. Við upphaf 20. aldar var fuglalíf á Tjörninni mjög takmarkað þar sem flestir fuglar voru veiddir en frá 1919 hafa þeir verið friðaðir. Samhliða friðun var sett á siglingabann og gátu þá fuglar orpið óáreittir í hólmum Tjarnarinnar, en þeir eru enn þann dag í dag mikilvægustu varpstaðir svæðisins. Tjörnin og Vatnsmýrin eru á C-hluta Náttúruminjaskrár og Friðland fyrir fugla var stofnað 1984 í norðanverðri Vatnsmýrinni. Stóri hólminn í Tjörninni hefur verið á kortum af Reykjavík frá því um 1800 og hefur hann í tímans rás verið bæði stækkaður og hlaðið í kringum hann. Þá hafa ýmsar hugmyndir verið uppi um notagildi hans en í lok 19. aldar stóð til að þar yrði byggt veitingahús og þangað lögð brú. Þá var þar sett upp sleðahringekja á vetrum á svipuðum tíma.“ Reykjavík Fuglar Dýr Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Markmið framkvæmdanna er að styrkja fuglalífið á Tjörninni en með framkvæmdunum er ætlað að bæta varpland í hólmanum, fyrir til að mynda endur, og sömuleiðis verða bakkavarnir endurnýjaðar. Eitt markmiða framkvæmdanna í hólmanum var að skafa í burtu jarðveg sem innihélt mikið af ágengu illgresi og hvönn. Á vef borgarinnar segir að áður hafi verið farið í svipaðar framkvæmdir í Þorfinnstjörn í Hljómskálagarðinum með góðum árangri þar sem kríuvarp hafi merkjanlega eflst. Með aðgerðunum er verið að fylgja ráðleggingum líffræðinga sem vaktað hafi lífríki Tjarnarinnar um árabil. „Fjarlægja á efsta hluta núverandi yfirborðs af hólmanum, leggja út jarðvegsdúk, möl og jarðveg. Hluti hólmans verður þökulagður á ný. Það er gert til þess að draga úr sókn hvannar og annarra stórvaxinna tegunda sem draga úr gæðum varplands í hólmanum. Grjótkantur umhverfis hólmann verður endurhlaðinn til þess að draga úr rofi,“ sagði á vef borgarinnar. Verklok eru eru sögð áætluð í lok þessa mánaðar. Hugmyndir eru uppi um að gera þyrpingu af hólmum, á svæðinu þar sem litla hólmann er að finna (fjær og til hægri) sem myndi nýtast fuglalífinu betur.Reykjavíkurborg Saga fuglalífs og hólmans Um Tjörnina og hólmann segir að sjálfsagt séu fáir staðir á Íslandi með jafnlanga sögu samfelldrar byggðar eins og í námunda við Tjörnina. „Áður fyrr var Tjörnin sjávarlón en það lokaðist af fyrir um 1200 árum en hefur með tímanum orðið að ferskvatnstjörn. Við upphaf 20. aldar var fuglalíf á Tjörninni mjög takmarkað þar sem flestir fuglar voru veiddir en frá 1919 hafa þeir verið friðaðir. Samhliða friðun var sett á siglingabann og gátu þá fuglar orpið óáreittir í hólmum Tjarnarinnar, en þeir eru enn þann dag í dag mikilvægustu varpstaðir svæðisins. Tjörnin og Vatnsmýrin eru á C-hluta Náttúruminjaskrár og Friðland fyrir fugla var stofnað 1984 í norðanverðri Vatnsmýrinni. Stóri hólminn í Tjörninni hefur verið á kortum af Reykjavík frá því um 1800 og hefur hann í tímans rás verið bæði stækkaður og hlaðið í kringum hann. Þá hafa ýmsar hugmyndir verið uppi um notagildi hans en í lok 19. aldar stóð til að þar yrði byggt veitingahús og þangað lögð brú. Þá var þar sett upp sleðahringekja á vetrum á svipuðum tíma.“
Reykjavík Fuglar Dýr Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira