Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Árni Sæberg skrifar 8. maí 2025 11:03 Þorbjörg Sigríður segir afstöðu sína til málsins skýra. Vísir/Anton Dómsmálaráðherra segist upplifa framferði forsvarsmanna PPP, sem lýst var í Ríkissjónvarpinu í gær, sem svik. Svik við almenning, kerfið og samstarfsmenn í réttarkerfinu. Ríkisútvarpið greindi frá því í gærkvöldi að gögn úr símahlerunum í tengslum við rannsóknir sérstaks saksóknara hefðu verið í höndum eigenda fyrirtækis fyrrverandi lögreglumanna. Gögn sem aldrei hafi átt að fara í dreifingu. Fyrirtækið, PPP, hefði reynt að selja þjónustu sína á grundvelli „þekkingar á afbrotaheiminum“. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, beindi fyrirspurn að Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um málið í opnum fyrirspurnartíma í þinginu í morgun. Hvað henni þætti um það og hvort hún teldi málið benda til þess að réttaröryggi, persónuvernd og traust til lögreglu væru í hættu. Lítur málið alvarlegum augum Þorbjörg Sigríður þakkaði Ingibjörgu fyrir fyrirspurnina en sagðist þegar hafa svarað henni. Hún vildi þó gjarnan vilja endurtaka svarið. „Ég lít þetta mál mjög alvarlegum augum. Ég lít á þetta sem svik þeirra sem að þessu máli stóðu. Svik við það fólk sem um ræðir. Þetta eru svik við kerfið, þetta eru svik við samstarfsfólk, sem vinnur af heilindum innan kerfisins við að vinna að mikilvægum verkefnum í þágu samfélagsins alls og þetta eru svik við allan almenning.“ Málið liggi ekki ljóst fyrir en það sé þó nægilega upplýst til þess að unnt sé að fullyrða þetta Verkefni ráðherra að tryggja upplýsingaöryggi Þorbjörg Sigríður segir að verkefni hennar sem dómsmálaráðherra sé fyrst og fremst að vera með hugann við það alla daga að tryggja öryggi fólksins í landinu. „Það varðar líka að við tryggjum öryggi upplýsinga um fólk og mitt verkefni er að verja og tryggja traust almennings til réttarkerfisins. Það sorglega við svona mál er að þegar eitthvað af þessum toga kemur upp, þá er það allt kerfið sem tekur reikninginn. Ég veit og átta mig á því að það verður mitt verkefni, meðal annarra, að svara fyrir þetta.“ Málið til skoðunar hjá nefndinni og Ríkissaksóknara Hún segir að það sem blasi við henni sé að gögn hafi komist í hendur manna sem ekki hafi átt að hafa þau í höndum og að þau hafi verið hagnýtt með einhverjum hætti. „Til viðbótar vil ég árétta að málið er til skoðunar hjá Nefnd um eftirlit með lögreglu og það er til skoðunar hjá embætti Ríkissaksóknara. Það eru þær stofnanir sem fara með málið sem stendur en afstaða mín er algerlega skýr um alvarleika málsins.“ Alþingi Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Tengdar fréttir „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í Stím-málinu svokallaða, kallar eftir því að dómsmálaráðherra gangist í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2020 og draga menn til ábyrgðar. Hann spyr hvort uppgjör á uppgjöri við Hrunið sé kannski loksins byrjað? 8. maí 2025 10:02 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því í gærkvöldi að gögn úr símahlerunum í tengslum við rannsóknir sérstaks saksóknara hefðu verið í höndum eigenda fyrirtækis fyrrverandi lögreglumanna. Gögn sem aldrei hafi átt að fara í dreifingu. Fyrirtækið, PPP, hefði reynt að selja þjónustu sína á grundvelli „þekkingar á afbrotaheiminum“. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, beindi fyrirspurn að Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um málið í opnum fyrirspurnartíma í þinginu í morgun. Hvað henni þætti um það og hvort hún teldi málið benda til þess að réttaröryggi, persónuvernd og traust til lögreglu væru í hættu. Lítur málið alvarlegum augum Þorbjörg Sigríður þakkaði Ingibjörgu fyrir fyrirspurnina en sagðist þegar hafa svarað henni. Hún vildi þó gjarnan vilja endurtaka svarið. „Ég lít þetta mál mjög alvarlegum augum. Ég lít á þetta sem svik þeirra sem að þessu máli stóðu. Svik við það fólk sem um ræðir. Þetta eru svik við kerfið, þetta eru svik við samstarfsfólk, sem vinnur af heilindum innan kerfisins við að vinna að mikilvægum verkefnum í þágu samfélagsins alls og þetta eru svik við allan almenning.“ Málið liggi ekki ljóst fyrir en það sé þó nægilega upplýst til þess að unnt sé að fullyrða þetta Verkefni ráðherra að tryggja upplýsingaöryggi Þorbjörg Sigríður segir að verkefni hennar sem dómsmálaráðherra sé fyrst og fremst að vera með hugann við það alla daga að tryggja öryggi fólksins í landinu. „Það varðar líka að við tryggjum öryggi upplýsinga um fólk og mitt verkefni er að verja og tryggja traust almennings til réttarkerfisins. Það sorglega við svona mál er að þegar eitthvað af þessum toga kemur upp, þá er það allt kerfið sem tekur reikninginn. Ég veit og átta mig á því að það verður mitt verkefni, meðal annarra, að svara fyrir þetta.“ Málið til skoðunar hjá nefndinni og Ríkissaksóknara Hún segir að það sem blasi við henni sé að gögn hafi komist í hendur manna sem ekki hafi átt að hafa þau í höndum og að þau hafi verið hagnýtt með einhverjum hætti. „Til viðbótar vil ég árétta að málið er til skoðunar hjá Nefnd um eftirlit með lögreglu og það er til skoðunar hjá embætti Ríkissaksóknara. Það eru þær stofnanir sem fara með málið sem stendur en afstaða mín er algerlega skýr um alvarleika málsins.“
Alþingi Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Tengdar fréttir „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í Stím-málinu svokallaða, kallar eftir því að dómsmálaráðherra gangist í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2020 og draga menn til ábyrgðar. Hann spyr hvort uppgjör á uppgjöri við Hrunið sé kannski loksins byrjað? 8. maí 2025 10:02 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
„Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í Stím-málinu svokallaða, kallar eftir því að dómsmálaráðherra gangist í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2020 og draga menn til ábyrgðar. Hann spyr hvort uppgjör á uppgjöri við Hrunið sé kannski loksins byrjað? 8. maí 2025 10:02