Williams bræður ekki til Manchester Valur Páll Eiríksson skrifar 7. maí 2025 14:33 Nico og Inaki Williams verður hvorugur með á Old Trafford. Jay Barratt - AMA/Getty Images Athletic Bilbao verður án sterkra pósta þegar liðið sækir Manchester United heim í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á Old Trafford annað kvöld. United leiðir einvígið 3-0. Leikmenn Manchester United hafa fyrir töluverðu síðan sett öll sín egg í sömu körfuna. Enska úrvalsdeildin er aukaatriði og allt kapp er lagt á Evrópudeildina. Sigur þar mun skila sæti í Meistaradeild Evrópu að ári, sama hversu neðarlega liðið endar í deildinni. Rúben Amorim, þjálfari liðsins, hvíldi fjölmarga leikmenn í 4-3 tapi fyrir Brentford í deildinni um helgina og mun stilla upp sínu sterkasta liði annað kvöld. Manchester United stendur vel að vígi eftir 3-0 sigur í Baskalandi fyrir tæpri viku síðan. Athletic Bilbao mætir aftur á móti með vængbrotið lið til leiks. Bræðurnir Inaki og Nico Williams, sem eru helstu sóknarógnir Baskaliðsins, eru hvergi sjáanlegir í leikmannahópi liðsins sem heldur til Manchester í dag. Þá er Oihan Sanchet, lykilmaður á miðju liðsins, einnig fjarverandi. Nico, sá yngri, missti af grannaslag helgarinnar við Real Sociedad á meðan Inaki var skipt af velli eftir rúman klukkutíma. Hvorugur er klár í slaginn á morgun og verða þeir eftir í Bilbao. Ljóst er að brekkan verður þannig enn brattari fyrir lið Athletic sem vonast eftir því að geta spilað úrslitaleik keppninnar á heimavelli, en úrslitaleikurinn fer fram á San Mamés-vellinum í Bilbao þann 21. maí. Sigurlið einvígisins mætir annað hvort Tottenham Hotspur eða Bodö/Glimt frá Noregi í úrslitum. Tottenham leiðir 3-1 fyrir leik morgundagsins í Noregi og er útlit fyrir enskan úrslitaleik. Leikur Manchester United og Athletic Bilbao er klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sjá meira
Leikmenn Manchester United hafa fyrir töluverðu síðan sett öll sín egg í sömu körfuna. Enska úrvalsdeildin er aukaatriði og allt kapp er lagt á Evrópudeildina. Sigur þar mun skila sæti í Meistaradeild Evrópu að ári, sama hversu neðarlega liðið endar í deildinni. Rúben Amorim, þjálfari liðsins, hvíldi fjölmarga leikmenn í 4-3 tapi fyrir Brentford í deildinni um helgina og mun stilla upp sínu sterkasta liði annað kvöld. Manchester United stendur vel að vígi eftir 3-0 sigur í Baskalandi fyrir tæpri viku síðan. Athletic Bilbao mætir aftur á móti með vængbrotið lið til leiks. Bræðurnir Inaki og Nico Williams, sem eru helstu sóknarógnir Baskaliðsins, eru hvergi sjáanlegir í leikmannahópi liðsins sem heldur til Manchester í dag. Þá er Oihan Sanchet, lykilmaður á miðju liðsins, einnig fjarverandi. Nico, sá yngri, missti af grannaslag helgarinnar við Real Sociedad á meðan Inaki var skipt af velli eftir rúman klukkutíma. Hvorugur er klár í slaginn á morgun og verða þeir eftir í Bilbao. Ljóst er að brekkan verður þannig enn brattari fyrir lið Athletic sem vonast eftir því að geta spilað úrslitaleik keppninnar á heimavelli, en úrslitaleikurinn fer fram á San Mamés-vellinum í Bilbao þann 21. maí. Sigurlið einvígisins mætir annað hvort Tottenham Hotspur eða Bodö/Glimt frá Noregi í úrslitum. Tottenham leiðir 3-1 fyrir leik morgundagsins í Noregi og er útlit fyrir enskan úrslitaleik. Leikur Manchester United og Athletic Bilbao er klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sjá meira