Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Jón Þór Stefánsson skrifar 6. maí 2025 11:37 Inga Sæland segist tilbúin að leiðrétta ákvarðanir sínar fari þær ekki að lögum. Vísir/Vilhelm Inga Sæland húsnæðismálaráðherra segist líta það alvarlegum augum hafi hún ekki farið að lögum við skipun á nýrri stjórn Húsnæðis og mannvirkjastofnunnar. Hún muni leiðrétta ákvarðanir sínar fari þær ekki eftir lögum. Skipun Ingu í stjórn HMS hefur vakið athygli en þar var stjórn stofnunnarinnar skipt út. Jafnréttisstofa hefur gert athugasemd við skipunina og telur hana stangast á við jafnréttislög og Verkfræðingafélags Íslands hefur einnig gert athugasemdir en það er mat félagsins að stjórnarmenn skorti fagþekkingu. „Ég lít grafalvarlegum augum þau vinnubrögð ráðherra að fara ekki að lögum. Þannig ef svo er, þetta er núna í skoðun í mínu ráðuneyti, þá verður það svo sannarlega leiðrétt. Það er ekki neinum blöðum um það að fletta,“ sagði Inga að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ef við þurfum að leiðrétta eitthvað til að fara að lögum þá auðvitað gerum við það. Því við viljum alltaf fara að lögum. Við ætlumst til þess að landsmenn geri það og við viljum gera það líka.“ Í síðustu viku var Inga spurð út í skipunina og þá sagðist hún stolt af henni. „Í tilviki skipunar stjórnar HMS nýverið skipaði ég þá aðila sem ég taldi hæfasta til að fylgja þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur í húsnæðismálum. Nefndin er pólitískt skipuð enda eru verkefni stjórnarinnar af pólitískum toga, það er, að fylgja eftir húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar,“ sagði Inga í ræðustól Alþingis. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær sagðist Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra treysta Ingu til að meta hæfi þeirra einstaklinga sem hún hefur skipað. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Skipun Ingu í stjórn HMS hefur vakið athygli en þar var stjórn stofnunnarinnar skipt út. Jafnréttisstofa hefur gert athugasemd við skipunina og telur hana stangast á við jafnréttislög og Verkfræðingafélags Íslands hefur einnig gert athugasemdir en það er mat félagsins að stjórnarmenn skorti fagþekkingu. „Ég lít grafalvarlegum augum þau vinnubrögð ráðherra að fara ekki að lögum. Þannig ef svo er, þetta er núna í skoðun í mínu ráðuneyti, þá verður það svo sannarlega leiðrétt. Það er ekki neinum blöðum um það að fletta,“ sagði Inga að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ef við þurfum að leiðrétta eitthvað til að fara að lögum þá auðvitað gerum við það. Því við viljum alltaf fara að lögum. Við ætlumst til þess að landsmenn geri það og við viljum gera það líka.“ Í síðustu viku var Inga spurð út í skipunina og þá sagðist hún stolt af henni. „Í tilviki skipunar stjórnar HMS nýverið skipaði ég þá aðila sem ég taldi hæfasta til að fylgja þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur í húsnæðismálum. Nefndin er pólitískt skipuð enda eru verkefni stjórnarinnar af pólitískum toga, það er, að fylgja eftir húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar,“ sagði Inga í ræðustól Alþingis. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær sagðist Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra treysta Ingu til að meta hæfi þeirra einstaklinga sem hún hefur skipað.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira