Viðskipti innlent

Sveinn verður við­skipta­stjóri hjá Styrkás

Atli Ísleifsson skrifar
Sveinn Símonarson.
Sveinn Símonarson.

Sveinn Símonarson, einn af stofnendum og fyrri eigendum Kletts, hefur tekið við nýju hlutverki sem viðskiptastjóri hjá Styrkás.

Í tilkynningu segir að samstæða Styrkás samanstanndi af þremur kjarnasviðum, það eru orka og efnavara sem sé starfrækt af Skeljungi, tæki og búnaður sem sé starfrækt af Kletti og eignaumsýsla og leigustarfsemi sem sé starfrækt af Stólpa.

Í nýju hlutverki mun Sveinn vinna að mótun og þróun langtímasamskipta við lykilviðskiptavini samstæðunnar og styðja við samþættingu sölu og þjónustu á milli kjarnasviðanna.

„Styrkás hf. er rekstrarfélag sem stofnað var árið 2022 og hóf rekstur í ársbyrjun 2023. Skeljungur ehf., Klettur - sala og þjónusta ehf. og Stólpi ehf. eru dótturfélög Styrkás og saman mynda þessi félög samstæðu Styrkás. Það er stefna félagsins að verða leiðandi þjónustufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði með styrk til að þjónusta innviða- og atvinnuvegafjárfestingu á Íslandi. Markmið Styrkás er að byggja ofan á sterkar stoðir með innri og ytri vexti á fimm kjarnasviðum; orku og efnavöru, tækjum og búnaði, eignaumsýslu og leigustarfsemi, umhverfisþjónustu og iðnaði. Bæði með innri vexti á núverandi kjarnasviðum og með uppbyggingu nýrra kjarnasviða. Stefnt er að skráningu Styrkás í kauphöll Íslands fyrir árslok 2027.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×