Fækkar herforingjum um fimmtung Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2025 07:12 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar að fækka fjögurra stjörnu herforingjum í herafla Bandaríkjanna um tuttugu prósent. Hann hefur einnig skipað þjóðvarðliði Bandaríkjanna að gera það sama og að gefið út skipun um að heilt yfir verði háttsettum yfirmönnum í heraflanum fækkað um tíu prósent. Markmið þessara niðurskurðar er að draga úr sóun og auka skilvirkni en gagnrýnendur óttast, samkvæmt AP fréttaveitunni, að niðurskurðinn muni leiða til aukinna áhrifa stjórnamála á heraflan. Í yfirlýsingu frá ráðherranum segir að með þessu vilji hann draga úr skriffinnsku. Hegseth hefur þegar sagt upp fjölmörgum yfirmönnum í herafla Bandaríkjanna sem margir eiga það sameiginlegt að vera þeldökkir menn eða konur. Það hefur hann gert með því yfirlýsta markmiði að berjast gegn svokölluðum „vókisma“ innan hersins. Þá gaf Hegseth í síðustu viku skipun um umfangsmiklar breytingar á herafla Bandaríkjanna. Meðal þeirra er að sameina yfirstjórnir, fækka stjórnendum, hætta notkun gamalla farartækja og fækka. Á sama tíma og sú skipun var gefin út tilkynntu forsvarsmenn hersins að halda ætti skrúðgöngu á afmælisdegi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í næsta mánuði, sem kosta mun tugi milljónir dala. Stendur sjálfur frammi fyrir áköllum um afsögn Hegseth stendur sjálfur frammi fyrir áköllum um að hann segi af sér eða verði vikið úr starfi og þá sérstaklega vegna notkunar hans á samskiptamiðlinum Signal. Meðal annars sagði hann frá væntanlegum árásum á Húta í Jemen í spjallhópi sem innihélt fyrir mistök blaðamann. Stjórn hans í Pentagon (ráðuneytinu) er sögð hafa einkennst af mikilli óreiðu og deilum meðal hans nánustu ráðgjafa og undirmanna. Notkun Hegseths á Signal hefur samkvæmt grein Wall Street Journal verið meiri en áður hefur komið fram. Heimildarmenn miðilsins segja hann hafa rætt opinber mál í á annan tug spjallhópa á Signal. Í einu tilfelli skipaði hann aðstoðarmönnum sínum að segja erlendum erindrekum frá yfirstandandi hernaðaraðgerð og hefur hann einnig notað Signal til að tala um ferðalög sín, dagskrá og önnur viðkvæm en þó ekki leynileg mál. Fregnir hafa borist af því að sett hafi verið upp sérstök nettenging innan Pentagon, sem færi gegn netvörnum ráðuneytisins fyrir Hegseth. Sjá einnig: Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Notkun ráðherrans á Signal er nú til rannsóknar hjá innri endurskoðanda Pentagon. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Markmið þessara niðurskurðar er að draga úr sóun og auka skilvirkni en gagnrýnendur óttast, samkvæmt AP fréttaveitunni, að niðurskurðinn muni leiða til aukinna áhrifa stjórnamála á heraflan. Í yfirlýsingu frá ráðherranum segir að með þessu vilji hann draga úr skriffinnsku. Hegseth hefur þegar sagt upp fjölmörgum yfirmönnum í herafla Bandaríkjanna sem margir eiga það sameiginlegt að vera þeldökkir menn eða konur. Það hefur hann gert með því yfirlýsta markmiði að berjast gegn svokölluðum „vókisma“ innan hersins. Þá gaf Hegseth í síðustu viku skipun um umfangsmiklar breytingar á herafla Bandaríkjanna. Meðal þeirra er að sameina yfirstjórnir, fækka stjórnendum, hætta notkun gamalla farartækja og fækka. Á sama tíma og sú skipun var gefin út tilkynntu forsvarsmenn hersins að halda ætti skrúðgöngu á afmælisdegi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í næsta mánuði, sem kosta mun tugi milljónir dala. Stendur sjálfur frammi fyrir áköllum um afsögn Hegseth stendur sjálfur frammi fyrir áköllum um að hann segi af sér eða verði vikið úr starfi og þá sérstaklega vegna notkunar hans á samskiptamiðlinum Signal. Meðal annars sagði hann frá væntanlegum árásum á Húta í Jemen í spjallhópi sem innihélt fyrir mistök blaðamann. Stjórn hans í Pentagon (ráðuneytinu) er sögð hafa einkennst af mikilli óreiðu og deilum meðal hans nánustu ráðgjafa og undirmanna. Notkun Hegseths á Signal hefur samkvæmt grein Wall Street Journal verið meiri en áður hefur komið fram. Heimildarmenn miðilsins segja hann hafa rætt opinber mál í á annan tug spjallhópa á Signal. Í einu tilfelli skipaði hann aðstoðarmönnum sínum að segja erlendum erindrekum frá yfirstandandi hernaðaraðgerð og hefur hann einnig notað Signal til að tala um ferðalög sín, dagskrá og önnur viðkvæm en þó ekki leynileg mál. Fregnir hafa borist af því að sett hafi verið upp sérstök nettenging innan Pentagon, sem færi gegn netvörnum ráðuneytisins fyrir Hegseth. Sjá einnig: Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Notkun ráðherrans á Signal er nú til rannsóknar hjá innri endurskoðanda Pentagon.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“