Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar 5. maí 2025 15:01 Tölum aðeins um tímann í kringum jólin. Það er svo gaman að gleðja fólk, sérstaklega í desember. Eftir haustið kemur októbermánuður siglandi inn í dagatalið og flýgur nokkuð hratt í gegn. Þá mætir nóvembermánuður og við förum að leiða hugann að desember og jólahátíðinni. Ó hversu gaman og gott er að gleðja fólk í kringum jólin. Sum okkar nota nóvember til að skipuleggja desember og það er virðingarvert. Önnur koma af fullum þunga inn í byrjun desember. Þau okkar sem hafa eignast barn á árinu eða fermt barn, eru jafnvel nýgift eða eiga geggjaða fjölskyldumynd af Tene, hugleiða að senda vinum og vandamönnum jólakort með mynd. Tilgangurinn að gleðja og þakka fyrir góðar stundir á árinu. Við leggjum okkur fram um að sýna hvort öðru kærleika á þessum tíma. Við brosum framan í hvort annað og þegar stutt er í jólin segjum við innilega ,,Gleðileg jól” eða ,,Gleðilega hátíð” við hvort annað, jafnvel þó við þekkjumst lítið sem ekkert. En það styttist í jólin og þá erum við öll svo glöð og við erum tilbúin að sýna öðrum kærleika bæði í orði og á borði. Við förum á dvalarheimilið og heimsækjum ömmu og afa eða mömmu og pabba eða frænkuna eða frændann sem voru okkur svo góð þegar við vorum yngri. Við tökum börnin okkar með og biðjum þau að lita mynd til að gefa viðkomandi í heimsókninni. Það gleður. Í anddyri dvalarheimilisins mætum við börnum sem voru að syngja fyrir heimilisfólkið. Í matsalnum eru yngstu börn tónlistarskólans að spila jólalög. Allir sem við sjáum eru með bros á vör og gleðin og kærleikurinn skín af öllum. Eftir jólalögin er upplestur frá sjálfboðaliðum sem koma sum hver langt að til að lesa fyrir heimilisfólkið. Það eru jú að koma jól og þá gefum við af okkur. Í heimsókninni rifjum við upp gamlar og góðar stundir og þökkum fyrir allt það sem við höfum gert saman í gegnum tíðina. Við gefum okkur tíma þar sem það er stutt í jólahátíðina. Á leiðinni út eftir vel heppnaða heimsókn sjáum við að dagskráin fyrir desembermánuð hangir í anddyrinu. Það er viðburður nánast hvern einasta dag og marga daga eru fleiri en einn viðburður. Hversu dásamlegt í desember. Þetta ber að þakka fyrir. Við hugsum um nágrannakonuna sem missti manninn sinn fyrir nokkrum árum og hefur verið ein síðan - við munum eftir henni í desember og færum henni heimabakaðar smákökur og sendum henni góðar kveðjur. Við segjum já við flestum sem hringja í okkur eða banka upp á heima hjá okkur og eru að biðja um stuðning til handa þeim sem minna mega sín. Við erum klár þar sem það er stutt í jól og allir eiga að hafa það gott um jólin. Við leggjum í guðskistuna þar sem tími ljóss og friðar er runninn upp. Eftir dásamlegan desember tekur janúar við keflinu og við tekur blákaldur hversdagsleikinn og það líða 10 mánuðir þangað til við förum að hugleiða af alvöru hvernig við ætlum að gleðja náungann. Væri ekki gaman að dreifa gleðinni og gleðja fólk jafnt og þétt yfir árið? Hvern ætlar þú að gleðja í dag? Höfundur er stærðfræðingur með áhuga á fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Góðverk Jól Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Sjá meira
Tölum aðeins um tímann í kringum jólin. Það er svo gaman að gleðja fólk, sérstaklega í desember. Eftir haustið kemur októbermánuður siglandi inn í dagatalið og flýgur nokkuð hratt í gegn. Þá mætir nóvembermánuður og við förum að leiða hugann að desember og jólahátíðinni. Ó hversu gaman og gott er að gleðja fólk í kringum jólin. Sum okkar nota nóvember til að skipuleggja desember og það er virðingarvert. Önnur koma af fullum þunga inn í byrjun desember. Þau okkar sem hafa eignast barn á árinu eða fermt barn, eru jafnvel nýgift eða eiga geggjaða fjölskyldumynd af Tene, hugleiða að senda vinum og vandamönnum jólakort með mynd. Tilgangurinn að gleðja og þakka fyrir góðar stundir á árinu. Við leggjum okkur fram um að sýna hvort öðru kærleika á þessum tíma. Við brosum framan í hvort annað og þegar stutt er í jólin segjum við innilega ,,Gleðileg jól” eða ,,Gleðilega hátíð” við hvort annað, jafnvel þó við þekkjumst lítið sem ekkert. En það styttist í jólin og þá erum við öll svo glöð og við erum tilbúin að sýna öðrum kærleika bæði í orði og á borði. Við förum á dvalarheimilið og heimsækjum ömmu og afa eða mömmu og pabba eða frænkuna eða frændann sem voru okkur svo góð þegar við vorum yngri. Við tökum börnin okkar með og biðjum þau að lita mynd til að gefa viðkomandi í heimsókninni. Það gleður. Í anddyri dvalarheimilisins mætum við börnum sem voru að syngja fyrir heimilisfólkið. Í matsalnum eru yngstu börn tónlistarskólans að spila jólalög. Allir sem við sjáum eru með bros á vör og gleðin og kærleikurinn skín af öllum. Eftir jólalögin er upplestur frá sjálfboðaliðum sem koma sum hver langt að til að lesa fyrir heimilisfólkið. Það eru jú að koma jól og þá gefum við af okkur. Í heimsókninni rifjum við upp gamlar og góðar stundir og þökkum fyrir allt það sem við höfum gert saman í gegnum tíðina. Við gefum okkur tíma þar sem það er stutt í jólahátíðina. Á leiðinni út eftir vel heppnaða heimsókn sjáum við að dagskráin fyrir desembermánuð hangir í anddyrinu. Það er viðburður nánast hvern einasta dag og marga daga eru fleiri en einn viðburður. Hversu dásamlegt í desember. Þetta ber að þakka fyrir. Við hugsum um nágrannakonuna sem missti manninn sinn fyrir nokkrum árum og hefur verið ein síðan - við munum eftir henni í desember og færum henni heimabakaðar smákökur og sendum henni góðar kveðjur. Við segjum já við flestum sem hringja í okkur eða banka upp á heima hjá okkur og eru að biðja um stuðning til handa þeim sem minna mega sín. Við erum klár þar sem það er stutt í jól og allir eiga að hafa það gott um jólin. Við leggjum í guðskistuna þar sem tími ljóss og friðar er runninn upp. Eftir dásamlegan desember tekur janúar við keflinu og við tekur blákaldur hversdagsleikinn og það líða 10 mánuðir þangað til við förum að hugleiða af alvöru hvernig við ætlum að gleðja náungann. Væri ekki gaman að dreifa gleðinni og gleðja fólk jafnt og þétt yfir árið? Hvern ætlar þú að gleðja í dag? Höfundur er stærðfræðingur með áhuga á fólki.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar