Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2025 14:10 Inga segist stolt af nýrri stjórn HMS. Vísir/Einar Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist stolt af skipun sinni í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Verkfræðingafélagið hefur gert athugasemdir við að enginn með sérfræðiþekkingu í málaflokknum sitji í stjórninni en Inga segist hafa valið hæfasta fólkið. Inga skipaði í stjórn HMS um miðjan mars. Fyrri stjórn var skipt út á einu bretti og fimm nýir komu inn í staðinn. Fjórir þeirra, þrír karlar og ein kona, voru skipuð af Ingu og sá fimmti er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og er tilnefndur af sambandinu. Verkfræðingafélagið hefur gert athugasemd við nýja stjórn og kallað eftir því að Inga endurskoði valið. Að mati félagsins býr enginn stjórnarmaður yfir sérfræðikunnáttu á sviði mannvirkjagerðar. Þá segir í mati félagsins að aðeins einn stjórnarmaður hafi tengingu við byggingariðnaðinn. Það er formaður stjórnarinnar, Sigurður Tyrfingsson, sem er fasteignasali og húsasmíðameistari. Auk hans skipaði Inga Jónas Yngva Ásgrímsson viðskiptafræðing og Rúnar Sigurjónsson vélsmið sem báðir hafa verið í framboði fyrir Flokk fólksins. Þá er Oddný Árnadóttir framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara , sem einnig var skipuð af Ingu, einnig fulltrúi Flokks fólksins í stjórn Byggðastofnunar. „Ég tel það að húsasmíðameistari, formaður stjórnar, sé mjög vel að því kominn að vera formaður. Við höldum enn þeim aðilum sem voru fyrir eins og forstjóra og aðstoðarforstjóra, sem hafa mikla þekkingu og reynslu af verkefnunum sem eru innan HMS,“ segir Inga í samtali við fréttastofu. „Við erum hérna með stjórnarmann í VR. Verkalýðsfélögin eru eitthvað sem við viljum gjarnan tengja við og koma með inn í uppbyggingu á félagslegu húsnæði og annars konar húsnæði. Þannig að verkefni stjórnarinnar er að fylgja eftir húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar og það finnst mér alveg frábært. Þarna er framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara, sem við viljum tengja við, og svo er Rúnar Sigurjónsson sem er sannarlega Flokkur fólksins.“ Hefur enn ekki fengið fyrirspurninga frá Jafnréttisstofu Samkvæmt 28. grein jafnréttislaga þarf hlutfall kvenna og karla, við skipun í stjórnir á vegum hins opinbera, að vera sem jafnast og ekki minna en 40 prósent. Heimilt er að víkja frá þeirri kröfu ef málefnalegar ástæður liggja fyrir. Jafnréttisstofa hyggst óska eftir svörum frá ráðherranum um hvaða ástæður liggi að baki þessari skipan en sú ósk hefur enn ekki borist Ingu. „Þegar tilnefnt er í stjórnir er heimilt að víkja frá þeirri meginreglu að tilnefna bæði karl og konu og það er það sem ég gerði. Í tilviki skipunar stjórnar HMS skipaði ég þá aðila sem ég tel hæfasta til að framfylgja stefnu ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Þetta er pólitískt skipuð nefnd,“ segir Inga. Hún bendir á að báðir varamenn í stjórn eru konur, en það eru Hanna Guðmundsdóttir og Katrín Viktoría Leiva sem báðar eru starfsmenn þingflokks Flokks fólksins. Inga segist hafa hvatt Samband íslenskra sveitarfélaga að tilnefna konu í stjórnina en sambandið hafi tilnefnt karl með vísan til sérþekkingar hans. Algjörlega sameinuð um ópólitískar stjórnir Hún segir stjórnina hafa fundað í tvígang síðan hún var skipuð og starfa mjög vel saman. „Þó að þau komi ekki öll úr Flokki fólksins eins og hefur verið að reyna að gera skóna. En þá allavega er ég mjög hamingjusöm með þessa stjórn og fékk aðstoð við að finna aðila til að sitja í henni, því ekkert gerir maður einn,“ segir Inga. Athygli vakti í febrúar þegar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra skipaði í valnefndir, sem hafa þann tilgang að velja fólk í stjórnir stærstu fyrirtækja í eigu ríkisins. Með þeim vildi Daði rjúfa þá hefð sem hefur skapast um að velja í embætti eftir pólitískum línum og frekar velja hæfasta fólkið hverju sinni. Skýtur það ekki skökku við að þið séuð á sitthvorri línunni? „Nei, við erum alls ekki á sitthvorri línunni og algerlega sameinuð í þessu. Þessi löggjöf hefur þegar tekið gildi um að skipa í stjórnir eins og þú nefnir og sú löggjöf er frá því í nóvember í fyrra. Flest allar stjórnir sem hefur verið skipað í fara fyrir hæfnisnefnd og skipað er í þær faglega. Það eru örfáar stofnanir, eins og stjórn RÚV, stjórn HMS, stjórn Byggðastofnunar og fleiri sem ennþá eru á þessum stað að skipa pólitískt í þær,“ segir Inga. Alltaf reynt að draga fram neikvæða ásýnd Framtíð þeirra stjórna hljóti að vera sú að falla undir þessa löggjöf og öll séu samstíga um það að faglega verði skipað í stjórnir. „Ég efast ekkert um það að Verkfræðingafélagið á mjög svo hæfar og frábærar konur, sem eru virtir verkfræðingar. Þegar þessi stofnun verður komin undir löggjöfina þá væntanlega munu þær sækja þegar verður auglýst á þeim vettvangi inn í þessa stjórn. En eins og hún er í dag er hún pólitískt skipuð og ég er bara stolt af henni.“ Hún hafi fullan skilning á þeim athugasemdum sem fram eru komnar. „Ég er náttúrulega orðin fullorðin og er búin að fylgjast með pólitík í allnokkurn tíma. Ég veit ekki til þess að það hafi verið skipuð ein einasta stjórn, sem er pólitískt skipuð, öðruvísi en að þessi umræða hafi komið upp. Ekki nákvæmlega þessi umræða en alltaf einhver umræða í kringum skipunina sem á að draga fram einhverja ásýnd sem er neikvæð.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Inga skipaði í stjórn HMS um miðjan mars. Fyrri stjórn var skipt út á einu bretti og fimm nýir komu inn í staðinn. Fjórir þeirra, þrír karlar og ein kona, voru skipuð af Ingu og sá fimmti er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og er tilnefndur af sambandinu. Verkfræðingafélagið hefur gert athugasemd við nýja stjórn og kallað eftir því að Inga endurskoði valið. Að mati félagsins býr enginn stjórnarmaður yfir sérfræðikunnáttu á sviði mannvirkjagerðar. Þá segir í mati félagsins að aðeins einn stjórnarmaður hafi tengingu við byggingariðnaðinn. Það er formaður stjórnarinnar, Sigurður Tyrfingsson, sem er fasteignasali og húsasmíðameistari. Auk hans skipaði Inga Jónas Yngva Ásgrímsson viðskiptafræðing og Rúnar Sigurjónsson vélsmið sem báðir hafa verið í framboði fyrir Flokk fólksins. Þá er Oddný Árnadóttir framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara , sem einnig var skipuð af Ingu, einnig fulltrúi Flokks fólksins í stjórn Byggðastofnunar. „Ég tel það að húsasmíðameistari, formaður stjórnar, sé mjög vel að því kominn að vera formaður. Við höldum enn þeim aðilum sem voru fyrir eins og forstjóra og aðstoðarforstjóra, sem hafa mikla þekkingu og reynslu af verkefnunum sem eru innan HMS,“ segir Inga í samtali við fréttastofu. „Við erum hérna með stjórnarmann í VR. Verkalýðsfélögin eru eitthvað sem við viljum gjarnan tengja við og koma með inn í uppbyggingu á félagslegu húsnæði og annars konar húsnæði. Þannig að verkefni stjórnarinnar er að fylgja eftir húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar og það finnst mér alveg frábært. Þarna er framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara, sem við viljum tengja við, og svo er Rúnar Sigurjónsson sem er sannarlega Flokkur fólksins.“ Hefur enn ekki fengið fyrirspurninga frá Jafnréttisstofu Samkvæmt 28. grein jafnréttislaga þarf hlutfall kvenna og karla, við skipun í stjórnir á vegum hins opinbera, að vera sem jafnast og ekki minna en 40 prósent. Heimilt er að víkja frá þeirri kröfu ef málefnalegar ástæður liggja fyrir. Jafnréttisstofa hyggst óska eftir svörum frá ráðherranum um hvaða ástæður liggi að baki þessari skipan en sú ósk hefur enn ekki borist Ingu. „Þegar tilnefnt er í stjórnir er heimilt að víkja frá þeirri meginreglu að tilnefna bæði karl og konu og það er það sem ég gerði. Í tilviki skipunar stjórnar HMS skipaði ég þá aðila sem ég tel hæfasta til að framfylgja stefnu ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Þetta er pólitískt skipuð nefnd,“ segir Inga. Hún bendir á að báðir varamenn í stjórn eru konur, en það eru Hanna Guðmundsdóttir og Katrín Viktoría Leiva sem báðar eru starfsmenn þingflokks Flokks fólksins. Inga segist hafa hvatt Samband íslenskra sveitarfélaga að tilnefna konu í stjórnina en sambandið hafi tilnefnt karl með vísan til sérþekkingar hans. Algjörlega sameinuð um ópólitískar stjórnir Hún segir stjórnina hafa fundað í tvígang síðan hún var skipuð og starfa mjög vel saman. „Þó að þau komi ekki öll úr Flokki fólksins eins og hefur verið að reyna að gera skóna. En þá allavega er ég mjög hamingjusöm með þessa stjórn og fékk aðstoð við að finna aðila til að sitja í henni, því ekkert gerir maður einn,“ segir Inga. Athygli vakti í febrúar þegar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra skipaði í valnefndir, sem hafa þann tilgang að velja fólk í stjórnir stærstu fyrirtækja í eigu ríkisins. Með þeim vildi Daði rjúfa þá hefð sem hefur skapast um að velja í embætti eftir pólitískum línum og frekar velja hæfasta fólkið hverju sinni. Skýtur það ekki skökku við að þið séuð á sitthvorri línunni? „Nei, við erum alls ekki á sitthvorri línunni og algerlega sameinuð í þessu. Þessi löggjöf hefur þegar tekið gildi um að skipa í stjórnir eins og þú nefnir og sú löggjöf er frá því í nóvember í fyrra. Flest allar stjórnir sem hefur verið skipað í fara fyrir hæfnisnefnd og skipað er í þær faglega. Það eru örfáar stofnanir, eins og stjórn RÚV, stjórn HMS, stjórn Byggðastofnunar og fleiri sem ennþá eru á þessum stað að skipa pólitískt í þær,“ segir Inga. Alltaf reynt að draga fram neikvæða ásýnd Framtíð þeirra stjórna hljóti að vera sú að falla undir þessa löggjöf og öll séu samstíga um það að faglega verði skipað í stjórnir. „Ég efast ekkert um það að Verkfræðingafélagið á mjög svo hæfar og frábærar konur, sem eru virtir verkfræðingar. Þegar þessi stofnun verður komin undir löggjöfina þá væntanlega munu þær sækja þegar verður auglýst á þeim vettvangi inn í þessa stjórn. En eins og hún er í dag er hún pólitískt skipuð og ég er bara stolt af henni.“ Hún hafi fullan skilning á þeim athugasemdum sem fram eru komnar. „Ég er náttúrulega orðin fullorðin og er búin að fylgjast með pólitík í allnokkurn tíma. Ég veit ekki til þess að það hafi verið skipuð ein einasta stjórn, sem er pólitískt skipuð, öðruvísi en að þessi umræða hafi komið upp. Ekki nákvæmlega þessi umræða en alltaf einhver umræða í kringum skipunina sem á að draga fram einhverja ásýnd sem er neikvæð.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira