Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. maí 2025 11:04 Vladímír Pútín hefur verið við völd í Rússlandi frá 1999, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra. AP/RIA/Alexei Danichev Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir Rússa ekki hafa þurft að nota kjarnorkuvopn í Úkraínu og vonast hann til þess að þeirra verði ekki þörf. Hann telur styrk rússneska hersins nægilega mikinn til að leiða átökin „rökrétt“ til lykta. Pútín lýsti þessu yfir í viðtalsbúti sem ríkissjónvarp Rússa birti á Telegram í dag en viðtalið er hluti af heimildamyndinni „Rússland, Kremlin, Pútín, 25 ár,“ sem hefur ekki enn verið sýnd í heild sinni og fjallar um 25 ára valdatíð forsetans. „Þeir vildu ögra okkur svo við myndum gera mistök,“ sagði Pútín í viðtalinu þegar hann var spurður út í árásir Úkraínumanna á Rússland. „Það hefur ekki verið nein þörf á nota þessi vopn... og ég vona að þeirra verði ekki þörf,“ sagði hann síðan um notkun kjarnorkuvopna. „Við höfum nægilega burði og ráð til að leiða það sem hófst 2022 rökrétt til lykta með þeirri niðurstöðu sem Rússland þarfnast.“ Margoft rætt um notkun kjarnorkuvopna Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pútín ræðir notkun kjarnorkuvopna í tengslum við átök í Úkraínu. Fyrir rétt rúmu ári síðan ítrekaði hann að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld og notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. Hótanir um notkun kjarnorkuvopna eru taldar vera hluti af áróðursherferð Rússa til að grafa undan hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Vesturlönd hafa sent gríðarlegt magn vopn og hergagna til Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið 2022 og síðan þá hefur Pútín margsinnis rætt um notkun kjarnorkuvopna og sett í samhengi við ógnir gegn öryggi Rússlands. Yfir páskana tilkynnti Pútín um rúmlega sólarhrings vopnahlé milli Rússlands og Úkraínu. Báðar hliðar sökuðu svo hvor aðra um að rjúfa vopnahléð með loftárásum. Sjá einnig: Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Frá 8. til 10. maí mun svo standa yfir 72 klukkustunda vopnahlé í tilefni þess að áttatíu ár eru liðin frá Sigurdeginum í Evrópu þegar Karl Dönitz, forseti Þýskalands, undirritaði uppgjafarsáttmála fyrir hönd Þjóðverja sem markaði lok Seinni heimsstyrjaldarinnar. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði á laugardag að vopnahléð væri einungis hugsað til að mýkja andrúmsloftið innan Rússlands. Selenskí vill sjálfur sjá umfangsmeira þrjátíu daga vopnahlé eins og Bandaríkin lögðu upphaflega til. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Kjarnorka Vladimír Pútín Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Pútín lýsti þessu yfir í viðtalsbúti sem ríkissjónvarp Rússa birti á Telegram í dag en viðtalið er hluti af heimildamyndinni „Rússland, Kremlin, Pútín, 25 ár,“ sem hefur ekki enn verið sýnd í heild sinni og fjallar um 25 ára valdatíð forsetans. „Þeir vildu ögra okkur svo við myndum gera mistök,“ sagði Pútín í viðtalinu þegar hann var spurður út í árásir Úkraínumanna á Rússland. „Það hefur ekki verið nein þörf á nota þessi vopn... og ég vona að þeirra verði ekki þörf,“ sagði hann síðan um notkun kjarnorkuvopna. „Við höfum nægilega burði og ráð til að leiða það sem hófst 2022 rökrétt til lykta með þeirri niðurstöðu sem Rússland þarfnast.“ Margoft rætt um notkun kjarnorkuvopna Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pútín ræðir notkun kjarnorkuvopna í tengslum við átök í Úkraínu. Fyrir rétt rúmu ári síðan ítrekaði hann að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld og notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. Hótanir um notkun kjarnorkuvopna eru taldar vera hluti af áróðursherferð Rússa til að grafa undan hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Vesturlönd hafa sent gríðarlegt magn vopn og hergagna til Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið 2022 og síðan þá hefur Pútín margsinnis rætt um notkun kjarnorkuvopna og sett í samhengi við ógnir gegn öryggi Rússlands. Yfir páskana tilkynnti Pútín um rúmlega sólarhrings vopnahlé milli Rússlands og Úkraínu. Báðar hliðar sökuðu svo hvor aðra um að rjúfa vopnahléð með loftárásum. Sjá einnig: Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Frá 8. til 10. maí mun svo standa yfir 72 klukkustunda vopnahlé í tilefni þess að áttatíu ár eru liðin frá Sigurdeginum í Evrópu þegar Karl Dönitz, forseti Þýskalands, undirritaði uppgjafarsáttmála fyrir hönd Þjóðverja sem markaði lok Seinni heimsstyrjaldarinnar. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði á laugardag að vopnahléð væri einungis hugsað til að mýkja andrúmsloftið innan Rússlands. Selenskí vill sjálfur sjá umfangsmeira þrjátíu daga vopnahlé eins og Bandaríkin lögðu upphaflega til.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Kjarnorka Vladimír Pútín Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira