Innlent

Nágrannaerjur, grjót­kast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftir­för

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Lögreglan sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt.
Lögreglan sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan veitti ökumanni eftirför eftir að hann ók yfir hámarkshraða og hlýddi ekki stöðvunarskiltum. Eftir stutta eftirför reyndist viðkomandi „víðáttuölvaður“ og gat ekki gert grein fyrir sér. Hann var því handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunna á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Tíu gistuí fangageymslu lögreglu og 93 mál voru skráð í kerfinu á umræddu tímabili. 

Á svæði lögreglustöðvar 1 sem nær yfir Vesturbæ, Austurbæ, Nesið og Miðbær barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi sem var að kasta grjóti í átt að bílum og vegfarendum. Manninum var veitt tiltal og honum vísað á brott.

Þá veitti lögregluna leigubílstjóra aðstoð vegna farþega sem neitaði að greiða fargjald. 

Átta ökumenn voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Þá var ökumaður stöðvaður vegna hraðaksturs þegar hann mældist á 108 km hraða þar sem hámarkshraði er 50 

Nágrannaerjur og líkamsárás

Á svæði lögreglustöðvar 2, sem sinnir Hafnarfirði og Garðabæ, var tilkynnt um slagsmál milli tveggja einstaklinga. Þegar lögreglan kom á vettvang reyndust það vera nágrannaerjur þar sem hafði soðið „með öllu upp úr.“ Málið er nú í rannsókn hjá lögreglu.

Lögreglustöð 4, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, barst tilkynning um líkamsárás. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um líkamsárásina nema að hún er til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×