„Þetta er ömurleg staða“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2025 19:06 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Stefán Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega. Þýska fyrirtækið Heinemann mun á næstu vikum taka við rekstri Fríhafnarinnar. Fyrirtækið var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar á síðasta ári. Eitt af skilyrðunum í útboðinu var að lögð yrði áhersla á að farþegar vallarins myndu upplifa það sterklega að þeir séu staddir á Íslandi. Þar þyrfti áfram að vera mikið úrval af íslenskum vörum og hönnun en í aðdraganda útboðsins óttuðust íslenskir birgjar og framleiðendur að Fríhöfnin yrði fyllt af erlendum varningi myndi erlent fyrirtæki reka hana. Síðustu vikur hafa forsvarsmenn Heinemann sett sig í samband við íslenska framleiðendur sem hafa selt vörur á flugvellinum. Þeir vilja að framleiðendurnir lækki verð hjá sér verulega, vilji þeir að vörur þeirra verði áfram seldar á flugvellinum. „Til þess að pína niður verð hjá birgjum. Þá hugsar maður að þeir ætli að lækka verð til neytenda. Nei, það er ekki meiningin. Þeir ætla að auka sína framlegð, gera kröfur um framlegð sem eru miklu hærri en myndi gerast í nokkru eðlilegu samkeppnisumhverfi. Kannski 65 til sjötíu prósent. Þar að auki gera þeir kröfur um miklu lengri greiðslufrest sem hefur verulega neikvæð áhrif á fjárstreymi hjá fyrirtækjum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Fyrirtækin verði fyrir stórtjóni, sama hvort þeir samþykki skilmála Heinemann eða ekki. „Ef þeir ganga að þeim eru tekjurnar þeirra mögulega að lækka um tugi prósenta. Ef þeir ganga ekki að þeim eru þeir að missa útsölustaðinn fyrir kannski meiripartinn af sinni framleiðslu. Þannig þetta er ömurleg staða og fyrirtækin milli steins og sleggju,“ segir Ólafur. Heinemann rekur einnig fríhafnirnar í Kaupmannahöfn og Ósló. Ólafur segir að þar séu innlend fyrirtæki í erfiðri stöðu. „Við myndum vilja sjá að stjórnvöld gripu þarna inn í og útskýrðu fyrir bæði Isavia og Heinemann að það geti ekki hafa verið meiningin með þessu útboði á Fríhöfninni að þrengja svona rosalega að litlum og meðalstórum íslenskum fyrirtækjum,“ segir Ólafur. Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Tengdar fréttir Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Sjá meira
Þýska fyrirtækið Heinemann mun á næstu vikum taka við rekstri Fríhafnarinnar. Fyrirtækið var valið eftir útboðsferli um sérleyfi til reksturs verslunarinnar á síðasta ári. Eitt af skilyrðunum í útboðinu var að lögð yrði áhersla á að farþegar vallarins myndu upplifa það sterklega að þeir séu staddir á Íslandi. Þar þyrfti áfram að vera mikið úrval af íslenskum vörum og hönnun en í aðdraganda útboðsins óttuðust íslenskir birgjar og framleiðendur að Fríhöfnin yrði fyllt af erlendum varningi myndi erlent fyrirtæki reka hana. Síðustu vikur hafa forsvarsmenn Heinemann sett sig í samband við íslenska framleiðendur sem hafa selt vörur á flugvellinum. Þeir vilja að framleiðendurnir lækki verð hjá sér verulega, vilji þeir að vörur þeirra verði áfram seldar á flugvellinum. „Til þess að pína niður verð hjá birgjum. Þá hugsar maður að þeir ætli að lækka verð til neytenda. Nei, það er ekki meiningin. Þeir ætla að auka sína framlegð, gera kröfur um framlegð sem eru miklu hærri en myndi gerast í nokkru eðlilegu samkeppnisumhverfi. Kannski 65 til sjötíu prósent. Þar að auki gera þeir kröfur um miklu lengri greiðslufrest sem hefur verulega neikvæð áhrif á fjárstreymi hjá fyrirtækjum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Fyrirtækin verði fyrir stórtjóni, sama hvort þeir samþykki skilmála Heinemann eða ekki. „Ef þeir ganga að þeim eru tekjurnar þeirra mögulega að lækka um tugi prósenta. Ef þeir ganga ekki að þeim eru þeir að missa útsölustaðinn fyrir kannski meiripartinn af sinni framleiðslu. Þannig þetta er ömurleg staða og fyrirtækin milli steins og sleggju,“ segir Ólafur. Heinemann rekur einnig fríhafnirnar í Kaupmannahöfn og Ósló. Ólafur segir að þar séu innlend fyrirtæki í erfiðri stöðu. „Við myndum vilja sjá að stjórnvöld gripu þarna inn í og útskýrðu fyrir bæði Isavia og Heinemann að það geti ekki hafa verið meiningin með þessu útboði á Fríhöfninni að þrengja svona rosalega að litlum og meðalstórum íslenskum fyrirtækjum,“ segir Ólafur.
Neytendur Keflavíkurflugvöllur Isavia Verslun Tengdar fréttir Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00 Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Sjá meira
Á milli steins og sleggju Heinemann Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum. 1. maí 2025 10:00