Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Árni Sæberg skrifar 29. apríl 2025 17:13 Margir kannast við að hafa fengið inneignakort í viðskiptabanka í jólagjöf frá vinnuveitanda sínum. Slíkar gjafir gætu heyrt sögunni til. Getty/Vitalin Yfirskattanefnd hefur staðfest að allar gjafir fyrirtækja til starfsmanna í formi inneignarkorta hjá viðskiptabönkum séu skattskyldar. Fyrirtækjum ber þannig að halda eftir staðgreiðslu af gjöfum starfsmanna og greiða tryggingargjald vegna þeirra. Fyrirtæki ber að greiða á þriðja tug milljóna vegna þessa. Þetta kemur fram í úrskurði Yfirskattanefndar vegna kæru ónefnds einkahlutafélags á úrskurði Ríkisskattstjóra, um endurákvörðun á skilaskyldri staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjaldi félagsins staðgreiðsluárin 2019, 2020, 2021 og 2022. Þar segir að breytingar Ríkisskattstjóra hafi lotið að staðgreiðslu vegna starfstengdra hlunninda starfsmanna félagsins, það er gjafakorta sem látin hafi verið starfsmönnum í té á greindum árum. Á þriðja tug milljóna Fjárhæð vangreiddrar skilaskyldrar staðgreiðslu samkvæmt úrskurði ríkisskattstjóra hafi numið 3.407.715 krónum staðgreiðsluárið 2019, 5.212.302 krónum staðgreiðsluárið 2020, 5.173.119 krónum staðgreiðsluárið 2021 og 3.616.750 krónum staðgreiðsluárið 2022. Við þessar upphæðir hafi Ríkisskattstjóri bætt álagi. Fjárhæð vangreidds tryggingagjalds hafi numið alls 608.850 krónum rekstrarárið 2019, 944.581 krónum rekstrarárið 2020, 1.003.371 krónum rekstrarárið 2021 og 730.250 krónum rekstrarárið 2022. Samanlagt gerið það alls tæplega 21 milljón króna, auk álags á skilaskylda staðgreiðslu. Beinar gjafir Í samantekt á ítarlegum úrskurði Yfirskattanefndar segir að í úrskurðinum hafi ákvæði skattalaga um gjafir, þar á meðal tækifærisgjafir til starfsmanna, verið reifuð og talið að skýra bæri þau til samræmis þannig að beinar gjafir til starfsmanna í reiðufé gætu ekki talist til tækifærisgjafa í skilningi laganna. Talið hafi verið verða að ganga út frá því að gjafakort sem málið varðaði væru þeirrar náttúru að fást skipt fyrir reiðufé að sömu fjárhæð hjá útgefanda þeirra og yrðu því lögð að jöfnu við beinar fjárgreiðslur. Álagið fellt niður vegna óvissu Fallist hafi verið á með Ríkisskattstjóra að afhending gjafakorta þessara teldist til skattskyldra tekna starfsmanna félagsins og að borið hefði að reikna staðgreiðslu af þeim. Á hinn bóginn hafi krafa félagsins um niðurfellingu álags á vangreidda staðgreiðslu verið tekin til greina þar sem talið hafi verið að á þeim tíma sem málið varðaði hefði verið álitamál hvernig standa bæri að skilum á staðgreiðslu vegna afhendingar slíkra korta til starfsmanna, meðal annars í ljósi skattmatsreglna. Skattmatinu breytt fyrir árið 2023 Greint var frá því í aðdraganda jóla árið 2023 að skattmati fyrir það ár hefði meðal annars verið breytt á þann veg að sérstaklega væri tekið fram að afhending á bankakorti væri skattskyld. „Peningagjafir launagreiðanda til starfsmanna teljast alltaf til skattskyldra tekna viðtakanda, hvort sem gjöfin er í beinhörðum peningum, innleggi á bankareikninga eða afhendingu á bankakorti,“ sagði í skattmatinu. Skattar og tollar Jól Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Yfirskattanefndar vegna kæru ónefnds einkahlutafélags á úrskurði Ríkisskattstjóra, um endurákvörðun á skilaskyldri staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjaldi félagsins staðgreiðsluárin 2019, 2020, 2021 og 2022. Þar segir að breytingar Ríkisskattstjóra hafi lotið að staðgreiðslu vegna starfstengdra hlunninda starfsmanna félagsins, það er gjafakorta sem látin hafi verið starfsmönnum í té á greindum árum. Á þriðja tug milljóna Fjárhæð vangreiddrar skilaskyldrar staðgreiðslu samkvæmt úrskurði ríkisskattstjóra hafi numið 3.407.715 krónum staðgreiðsluárið 2019, 5.212.302 krónum staðgreiðsluárið 2020, 5.173.119 krónum staðgreiðsluárið 2021 og 3.616.750 krónum staðgreiðsluárið 2022. Við þessar upphæðir hafi Ríkisskattstjóri bætt álagi. Fjárhæð vangreidds tryggingagjalds hafi numið alls 608.850 krónum rekstrarárið 2019, 944.581 krónum rekstrarárið 2020, 1.003.371 krónum rekstrarárið 2021 og 730.250 krónum rekstrarárið 2022. Samanlagt gerið það alls tæplega 21 milljón króna, auk álags á skilaskylda staðgreiðslu. Beinar gjafir Í samantekt á ítarlegum úrskurði Yfirskattanefndar segir að í úrskurðinum hafi ákvæði skattalaga um gjafir, þar á meðal tækifærisgjafir til starfsmanna, verið reifuð og talið að skýra bæri þau til samræmis þannig að beinar gjafir til starfsmanna í reiðufé gætu ekki talist til tækifærisgjafa í skilningi laganna. Talið hafi verið verða að ganga út frá því að gjafakort sem málið varðaði væru þeirrar náttúru að fást skipt fyrir reiðufé að sömu fjárhæð hjá útgefanda þeirra og yrðu því lögð að jöfnu við beinar fjárgreiðslur. Álagið fellt niður vegna óvissu Fallist hafi verið á með Ríkisskattstjóra að afhending gjafakorta þessara teldist til skattskyldra tekna starfsmanna félagsins og að borið hefði að reikna staðgreiðslu af þeim. Á hinn bóginn hafi krafa félagsins um niðurfellingu álags á vangreidda staðgreiðslu verið tekin til greina þar sem talið hafi verið að á þeim tíma sem málið varðaði hefði verið álitamál hvernig standa bæri að skilum á staðgreiðslu vegna afhendingar slíkra korta til starfsmanna, meðal annars í ljósi skattmatsreglna. Skattmatinu breytt fyrir árið 2023 Greint var frá því í aðdraganda jóla árið 2023 að skattmati fyrir það ár hefði meðal annars verið breytt á þann veg að sérstaklega væri tekið fram að afhending á bankakorti væri skattskyld. „Peningagjafir launagreiðanda til starfsmanna teljast alltaf til skattskyldra tekna viðtakanda, hvort sem gjöfin er í beinhörðum peningum, innleggi á bankareikninga eða afhendingu á bankakorti,“ sagði í skattmatinu.
Skattar og tollar Jól Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun