Skoðun

Reykja­víkur­borg á flestar félags­legar í­búðir en Garða­bær rekur lestina

Heimir Már Pétursson skrifar

Flestar félagslegar leiguíbúðir eru í Reykjavík og þar er hlutfall slíkra íbúða einnig hæst miðað við fjölda íbúða á hverja þúsund íbúa, samkvæmt svari Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn frá Degi B. Eggertssyni þingmanni Samfylkingarinnar.

Í fyrirspurn til ráðherra óskaði þingmaðurinn eftir upplýsingum um fjölda félagslegra leiguíbúða í eigu sveitarfélaga, fjölda þeirra miðað við hverja þúsund íbúa og sem hlutfall af heildarfjölda íbúða í viðkomandi sveitarfélagi.

Í svari félags- og húsnæðismálaráðherra kemur ekki á óvart að Reykjavíkurborg á flestar félagslegar leiguíbúðir allra sveitarfélaga í landinu, eða 2.870 íbúðir. Þar er hlutfall slíkra íbúða á hverja þúsund íbúa einnig áberandi hæst með tveimur undantekningum í tveimur litlum sveitarfélögum, Skagaströnd og Súðaurvíkurhrepp. Í Reykjavík eru félagslegar íbúðir í eigu borgarinnar 20,7 á hverja þúsund íbúa eða 4,9 prósent af fullbúnum íbúðum í borginni.

Af fjölmennustu sveitarfélögum landsins kemur Akureyrarbær næstur þar sem 302 félagslegar íbúðir í eigu bæjarins eru 15,1 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa eða 3,4 prósent af fullbúnum íbúðum í bænum. Kópavogsbær er í þriðja sæti stærstu sveitarfélaganna með 453 íbúðir sem eru 11,3 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa eða þrjú prósent af fullbúnum íbúðum í bænum.

Reykjanesbær er í fjórða sæti stærstu sveitarfélaganna en bærinn á 221 félagslega íbúð. Þær eru 9,8 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa, eða 2,6 prósent allra fullbúinna íbúða í bænum. Hafnarfjarðarbær vermir fimmta sæti stærstu sveitarfélaganna með 282 íbúðir. Þar eru félagslegar leiguíbúðir í eigu bæjarins 8,9 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa bæjarins.

Garðabær rekur hins vegar lestina þegar kemur að eign á félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélaga. Garðabær á 44 slíkar íbúðir sem eru aðeins 2,2 prósent íbúða á hverja þúsund íbúa og 0,6 prósent fullbúinna íbúða í bænum. Garðabær sker sig nokkuð úr í þessum efnum og á hlutfallslega mun færri félagslegar leiguíbúðir en allflest sveitarfélög landsins.

Sveitarfélag

Félagslegar leiguíbúðir

Félagslegar leiguíbúðir á hverja 1.000 íbúa

Hlutfall af fullbúnum íbúðum

Reykja­vík­ur­borg

2.870

20,7

4,9%

Kópa­vogs­bær

453

11,3

3,0%

Hafn­ar­fjarðar­kaupstaður

282

8,9

2,4%

Reykja­nes­bær

221

9,8

2,6%

Garðabær

44

2,2

0,6%

Ak­ur­eyr­ar­bær

302

15,1

3,4%

Mos­fells­bær

43

3,1

0,9%

Sveitarfélagið Árborg

15

1,2

0,3%

Akra­nes­kaupstaður

36

4,3

1,1%

Múlaþing

49

9,4

2,2%

Seltjarn­ar­nes­bær

14

3,1

0,8%

Vest­manna­eyja­bær

38

8,5

2,0%

Skaga­fjörður

58

13,4

2,9%

Borg­ar­byggð

18

4,4

0,9%

Suður­nesja­bær

27

6,6

1,9%

Hvera­gerðis­bær

7

2,1

0,5%

Norðurþing

22

7,1

1,6%

Sveitarfélagið Ölfus

16

5,8

1,6%

Rangárþing eystra

7

3,4

0,8%

Rangárþing ytra

6

3,1

0,7%

Dal­vík­ur­byggð

8

4,2

1,0%

Sveitarfélagið Vog­ar

1

0,6

0,1%

Snæ­fells­bær

19

11,4

2,6%

Þing­eyj­ar­sveit

5

3,4

0,7%

Húna­byggð

9

6,6

1,4%

Bláskóga­byggð

7

5,1

1,2%

Sveitarfélagið Stykk­is­hólm­ur

6

4,7

1,0%

Húnaþing vestra

14

11,6

2,3%

Eyja­fjarðarsveit

10

8,4

2,3%

Mýr­dals­hrepp­ur

7

7,3

2,2%

Hruna­manna­hrepp­ur

10

10,9

3,0%

Hörgár­sveit

1

1,2

0,3%

Vopna­fjarðar­hrepp­ur

7

10,8

2,3%

Skaftár­hrepp­ur

8

12,8

2,9%

Langa­nes­byggð

6

10,7

2,2%

Sveitarfélagið Skagaströnd

15

32,5

7,0%

Grýtu­bakka­hrepp­ur

4

10,3

2,5%

Súðavík­ur­hrepp­ur

6

28,7

5,4%

Árnes­hrepp­ur

1

16,7

2,3%

Höfundur er framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins.




Skoðun

Skoðun

Konur og menntun

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Sjá meira


×