Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 28. apríl 2025 23:21 Þetta kerti lýsir upp litla verslun í Barselóna meðan rafmagnið er úti. EPA Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. „Það er löng nótt framundan. Við munum halda áfram að vinna að því að koma hlutum aftur í eðlilegt horf eins fljótt og mögulegt er,“ sagði Sanchez. Orkufyrirtæki í Portúgal hefur sagt að það gæti tekið viku að koma rafmagnsmálum aftur í hefðbundið ástand. Rafmagn byrjaði að slá út á Spáni og Portúgal upp úr hádegi að staðartíma í dag, og náðu truflanir um bæði löndin í heild. Orsakir rafmagnsleysisins liggja enn ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá ráðamönnum virðist ástæðan ekki vera tölvuárás. Orsakirnar eru þó til rannsóknar. BBC hefur eftir heimildarmanni að tæknileg bilun hafi komið upp á rafmagnstengingu milli Frakklands og Spánar. „Allt í volli í Madríd“ Már Elíasson, Íslendingur sem býr skammt frá Torrevieja, sagði við fréttastofu að öllu hafi slegið út, og að óvissan hafi verið mikil í dag. „Það er náttúrulega allt lokað. Við fáum ekkert bensín. Það eru engar búðir, engir barir,“ sagði hann. Net- og símasamband hafi í dag verið stopult, og því erfitt að nálgast upplýsingar frá stjórnvöldum. „Í raun og veru verðum við bara að fylgjast með þeim fréttum einhvern veginn sjálf. Hvernig á þetta að berast? Það er allt í volli í Madríd,“ sagði Már. Blikkandi ljós Kristín Helga Gunnarsdóttir, leiðsögumaður með hóp Íslendinga í Bilbao, sagði að sér hafi brugðið þegar öllu sló út, en hún hafi talið að um eitthvað minni háttar hafi verið að ræða. „Við tókum eftir því að búðirnar lokuðu, starfsfólk verslana fór út á götu, posar voru auðvitað dauðir, lögreglan kom og fyllti öll gatnamót, götuvitar hættu að virka,“ sagði Kristín. Rafmagnsleysið þar varði í um klukkustund. „Svo erum við komin hérna út á völl og rétt áðan byrjuðu ljós að blikka og það slökknaði og kviknaði aftur. Nú veit ég ekki hvort völlurinn er að ganga á varaafli eða ekki.“ Spánn Portúgal Orkumál Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
„Það er löng nótt framundan. Við munum halda áfram að vinna að því að koma hlutum aftur í eðlilegt horf eins fljótt og mögulegt er,“ sagði Sanchez. Orkufyrirtæki í Portúgal hefur sagt að það gæti tekið viku að koma rafmagnsmálum aftur í hefðbundið ástand. Rafmagn byrjaði að slá út á Spáni og Portúgal upp úr hádegi að staðartíma í dag, og náðu truflanir um bæði löndin í heild. Orsakir rafmagnsleysisins liggja enn ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá ráðamönnum virðist ástæðan ekki vera tölvuárás. Orsakirnar eru þó til rannsóknar. BBC hefur eftir heimildarmanni að tæknileg bilun hafi komið upp á rafmagnstengingu milli Frakklands og Spánar. „Allt í volli í Madríd“ Már Elíasson, Íslendingur sem býr skammt frá Torrevieja, sagði við fréttastofu að öllu hafi slegið út, og að óvissan hafi verið mikil í dag. „Það er náttúrulega allt lokað. Við fáum ekkert bensín. Það eru engar búðir, engir barir,“ sagði hann. Net- og símasamband hafi í dag verið stopult, og því erfitt að nálgast upplýsingar frá stjórnvöldum. „Í raun og veru verðum við bara að fylgjast með þeim fréttum einhvern veginn sjálf. Hvernig á þetta að berast? Það er allt í volli í Madríd,“ sagði Már. Blikkandi ljós Kristín Helga Gunnarsdóttir, leiðsögumaður með hóp Íslendinga í Bilbao, sagði að sér hafi brugðið þegar öllu sló út, en hún hafi talið að um eitthvað minni háttar hafi verið að ræða. „Við tókum eftir því að búðirnar lokuðu, starfsfólk verslana fór út á götu, posar voru auðvitað dauðir, lögreglan kom og fyllti öll gatnamót, götuvitar hættu að virka,“ sagði Kristín. Rafmagnsleysið þar varði í um klukkustund. „Svo erum við komin hérna út á völl og rétt áðan byrjuðu ljós að blikka og það slökknaði og kviknaði aftur. Nú veit ég ekki hvort völlurinn er að ganga á varaafli eða ekki.“
Spánn Portúgal Orkumál Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira