Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. apríl 2025 14:54 Gunnar Hólmsteinn segir mikilvægt að vanlíðan ungmenna sé rædd til hlýtar. Vísir Vanlíðan ungmenna í íslensku samfélagi er áhyggjuefni. Þetta segir skipuleggjandi málstofu um líðan og áskoranir í lífi ungs fólks sem fram fer í dag. Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum stendur í dag fyrir málstofu í fundarsal KÍ í Borgartúni um líðan og áskoranir í lífi ungs fólks með tilliti til ofbeldis og frávika. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson einn skipuleggjenda segir fregnir af auknum ofbeldisbrotum og vanlíðan meðal ungmenna vera tilefni málstofunnar. „Þetta er málþing um bara eiginlega hvert samfélagið er að stefna, getum við sagt. Við hjá Félagi félagsfræðikennara í framhaldsskólum vildi ég segja, okkur liggur á hjarta hvernig samfélagið er að þróast og hvernig það er að stefna.“ Fjórir sérfræðingar munu ræða mál ungmenna á málstofunni, tveir úr háskólasamfélagi og tveir fulltrúar frá Ríkislögreglustjóra. Það eru þau Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði, Margrét Valdimarsdóttir félags- og afbrotafræðingur, María Rún Bjarnadóttir yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra og Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra. „Það skiptir mjög miklu máli hvernig ungu fólki líður og það er margt sem bendir til þess að sú staða sé ekki alveg eins og við viljum hafa hana og það er mjög slæmt ef ungt fólk hneygist í rangar áttir ef maður getur sagt sem svo og okkur langaði til að fá færa sérfræðinga til að rýna þessa stöðu með okkur.“ Mikilvægt sé að staða ungmenna sé skoðuð til hlýtar. „Við megum aldrei láta unga fólkið vera afskipt og það skiptir máli hvernig því líður, eins og ég segi, þetta fólk er á leiðinni út í lífið að fara að mynda fjölskyldur, velja sér ævistörf og hvaðeina, þannig að almenn líðan ungs fólks er gríðarlega mikilvægt atriði fyrir samfélagið í heild sinni, ég held við getum öll verið sammála um það. Það er einmitt þess vegna sem við vildum rýna þessa stöðu og fá þessa sérfræðinga í dag.“ 10.30 mæting, kaffi 10.45 Viðar Halldórsson, prófessor við HÍ. Sjáum samfélagið. Í erindinu mun Viðar leitast við að horfa til stóra samhengis vanda ungs fólks með því að draga upp mynd af samfélagi sem hefur villst af leið og einkennist af vaxandi sjálfhverfu og firringu. 11.05 Margrét Valdimarsdóttir, dósent við HÍ. Ofbeldi og vopnaburður ungmenna: Áhættuþættir, forvarnir og inngrip. Í erindinu verður farið yfir helstu áhættuþætti sem tengjast ofbeldishegðun og vopnaburði ugns fólks. Auk þess verður fjallað um gagnreyndar aðferðir til að draga úr ofbeldishegðun, bæði í formi almennra forvarna og sértækra inngripa fyrir þau sem hafa beitt ofbeldi. Rætt verður um hvaða aðgerðir skila árangri og hvaða nálganir geta haft öfug áhrif, með hliðsjón af bæði innlendum og alþjóðlegum rannsóknum 11.25 Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greinigardeild Ríkislögreglustjóra. „Ofbeldi barna, staðan og áskoranir“. Katrín fjallar um útgefna skýrslu ríkislögreglustjóra, ásamt almennri greiningu á hagnýtingu barna í skipulagðri brotastarfsemi. 11.45 María Rún Bjarnadóttir, yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra 12.10 léttur hádegisverður í boði Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum 13.00 Pallborð - umræður 14.15 Heimskaffi – „wrap up“. Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum stendur í dag fyrir málstofu í fundarsal KÍ í Borgartúni um líðan og áskoranir í lífi ungs fólks með tilliti til ofbeldis og frávika. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson einn skipuleggjenda segir fregnir af auknum ofbeldisbrotum og vanlíðan meðal ungmenna vera tilefni málstofunnar. „Þetta er málþing um bara eiginlega hvert samfélagið er að stefna, getum við sagt. Við hjá Félagi félagsfræðikennara í framhaldsskólum vildi ég segja, okkur liggur á hjarta hvernig samfélagið er að þróast og hvernig það er að stefna.“ Fjórir sérfræðingar munu ræða mál ungmenna á málstofunni, tveir úr háskólasamfélagi og tveir fulltrúar frá Ríkislögreglustjóra. Það eru þau Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði, Margrét Valdimarsdóttir félags- og afbrotafræðingur, María Rún Bjarnadóttir yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra og Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra. „Það skiptir mjög miklu máli hvernig ungu fólki líður og það er margt sem bendir til þess að sú staða sé ekki alveg eins og við viljum hafa hana og það er mjög slæmt ef ungt fólk hneygist í rangar áttir ef maður getur sagt sem svo og okkur langaði til að fá færa sérfræðinga til að rýna þessa stöðu með okkur.“ Mikilvægt sé að staða ungmenna sé skoðuð til hlýtar. „Við megum aldrei láta unga fólkið vera afskipt og það skiptir máli hvernig því líður, eins og ég segi, þetta fólk er á leiðinni út í lífið að fara að mynda fjölskyldur, velja sér ævistörf og hvaðeina, þannig að almenn líðan ungs fólks er gríðarlega mikilvægt atriði fyrir samfélagið í heild sinni, ég held við getum öll verið sammála um það. Það er einmitt þess vegna sem við vildum rýna þessa stöðu og fá þessa sérfræðinga í dag.“ 10.30 mæting, kaffi 10.45 Viðar Halldórsson, prófessor við HÍ. Sjáum samfélagið. Í erindinu mun Viðar leitast við að horfa til stóra samhengis vanda ungs fólks með því að draga upp mynd af samfélagi sem hefur villst af leið og einkennist af vaxandi sjálfhverfu og firringu. 11.05 Margrét Valdimarsdóttir, dósent við HÍ. Ofbeldi og vopnaburður ungmenna: Áhættuþættir, forvarnir og inngrip. Í erindinu verður farið yfir helstu áhættuþætti sem tengjast ofbeldishegðun og vopnaburði ugns fólks. Auk þess verður fjallað um gagnreyndar aðferðir til að draga úr ofbeldishegðun, bæði í formi almennra forvarna og sértækra inngripa fyrir þau sem hafa beitt ofbeldi. Rætt verður um hvaða aðgerðir skila árangri og hvaða nálganir geta haft öfug áhrif, með hliðsjón af bæði innlendum og alþjóðlegum rannsóknum 11.25 Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greinigardeild Ríkislögreglustjóra. „Ofbeldi barna, staðan og áskoranir“. Katrín fjallar um útgefna skýrslu ríkislögreglustjóra, ásamt almennri greiningu á hagnýtingu barna í skipulagðri brotastarfsemi. 11.45 María Rún Bjarnadóttir, yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra 12.10 léttur hádegisverður í boði Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum 13.00 Pallborð - umræður 14.15 Heimskaffi – „wrap up“.
10.30 mæting, kaffi 10.45 Viðar Halldórsson, prófessor við HÍ. Sjáum samfélagið. Í erindinu mun Viðar leitast við að horfa til stóra samhengis vanda ungs fólks með því að draga upp mynd af samfélagi sem hefur villst af leið og einkennist af vaxandi sjálfhverfu og firringu. 11.05 Margrét Valdimarsdóttir, dósent við HÍ. Ofbeldi og vopnaburður ungmenna: Áhættuþættir, forvarnir og inngrip. Í erindinu verður farið yfir helstu áhættuþætti sem tengjast ofbeldishegðun og vopnaburði ugns fólks. Auk þess verður fjallað um gagnreyndar aðferðir til að draga úr ofbeldishegðun, bæði í formi almennra forvarna og sértækra inngripa fyrir þau sem hafa beitt ofbeldi. Rætt verður um hvaða aðgerðir skila árangri og hvaða nálganir geta haft öfug áhrif, með hliðsjón af bæði innlendum og alþjóðlegum rannsóknum 11.25 Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greinigardeild Ríkislögreglustjóra. „Ofbeldi barna, staðan og áskoranir“. Katrín fjallar um útgefna skýrslu ríkislögreglustjóra, ásamt almennri greiningu á hagnýtingu barna í skipulagðri brotastarfsemi. 11.45 María Rún Bjarnadóttir, yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra 12.10 léttur hádegisverður í boði Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum 13.00 Pallborð - umræður 14.15 Heimskaffi – „wrap up“.
Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira