Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar 25. apríl 2025 13:01 „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“ Svo hljóðar 1. grein laga um stjórn fiskveiða. Af orðræðu í seinni tíð mætti helst ráða að þessi sameign sé þess eðlis að landsmenn eigi allir beinan rétt til hennar, eða arðs af henni. Hún sé eins og hver önnur gullkista sem auðvelt sé að lyfta loki af og ausa upp gullinu. Það lýsir þeirri fjarlægð sem hefur myndast milli töluverðs hluta þjóðarinnar og þeirra sem nýta auðlindina, einnig þorra íbúa út á landi sem eru meira og minna beintengdir við þessa atvinnugrein og þekkja hennar sögu og áskoranir. Minni umræða er um það markmið laganna að „...tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Virðist sem það markmið skipti marga minna máli en beini arðurinn af auðlindinni. Í þessu samhengi verður að minnast á þá gríðarlegu þróun sem orðið hefur í veiðum og vinnslu sjávarafla síðustu áratugi. Þróun sem hefur aukið verðmæti og skapað afleidd störf, allt skilar það auknum tekjum fyrir þjóðarbúið. Má segja að að þrátt fyrir misjafnt gengi fyrirækja og byggða í gegnum tíðina, hafi þó í stórum dráttum tekist all bærilega að ná þessu markmiði um trausta atvinnu og byggð, það er ekki lítils virði. Í lögunum er kveðið á um að greiða skuli veiðigjald, en ekki fjallað um útfærslu á því gjaldi. Það er tiltölulega nýtilkomið að greinin hafi burði til að greiða veiðigjald, eða auðlindagjald, öfugt við sjávarútveg landanna í kringum okkur, sem almennt býr við beina eða óbeina ríkisstyrki. Nú hyggst ríksisstjórnin hækka veiðigjaldið hressilega, forsendur sem hún gefur sér fyrir hækkuninni eru þó óljósar og vafasamari en skyldi. Meginstefið í rökum ráðamanna virðist vera það að nokkrar stórútgerðir séu ekki of góðar til að greiða hærra gjald, að það sé vilji „þjóðarinnar“ og sanngjörn krafa. Að einhverju leyti sýnist viðhorfið jafnvel byggja á neikvæðri umfjöllun mis vandaðra fjölmiðlamanna um einstök fyrirtæki og einstaklinga í greininni um langt árabil. Það er hins vegar ekki málefnaleg nálgun við skattlagningu. Breyting gjaldsins hefur verið keyrð með hraði um samráðsgátt stjórnvalda. Ráðherrar hafa keppst við að lýsa því yfir að hvergi verði hvikað í málinu, það verði keyrt í gegn án breytinga. Samráðið virðist þannig marklítið í þeirra huga. Það er síðan áhugavert að það eru ráðherrar Viðreisnar sem hér eiga í hlut. Með þessu leggur Viðreisn áherslu á sína stöðu sem höfuðborgarflokkur, gegn landsbyggðinni þar sem meginþorri sjávarútvegs er rekinn. Það er líka athyglisvert að Viðreisn er sá flokkur sem er mest fylgjandi inngöngu í Evrópusambandið. En með inngöngu í það yrði mest öll landsbyggðin sjálfkrafa skilgreind sem jaðarbyggðir og ætti þar með rétt til ýmiskonar ívilnana, m.a. varðandi skattlagningu. En í stað þess að fara leið ESB og hygla jaðarbyggðum, þá skal hér skattleggja landsbyggðina alveg sérstaklega! Raunar er veiðigjaldið ýmist kallað skattur eða gjald, skiptir þó ekki öllu hvað það heitir. Það er skattur í þeim skilningi að það er reiknað sem prósenta af reiknuðu andlagi og ber þannig eðli skattheimtu. Um skattlagningu gildir almennt að hún skuli vera gagnsæ og málefnaleg. Því er þó ekki að heilsa hér. Miða á að hluta til við skattstofn reiknaðan útfrá verði sjávarfangs í öðru landi. Verðmyndun þar byggir á allt öðrum forsendum, sumar jafnvel ekki uppi á yfirborðinu. Ekki verður séð að þessi vinnubrögð standist almennar viðmiðanir um málefnalega skattheimtu, eða gjaldtöku ef því er að skipta. Til að sýna fáránleikann má taka dæmi: Segjum að ákveðinn hópur presta væri af einhverjum talinn hafa aukatekjur sem ekki væru allar taldar fram til skatts. Fullyrða má að engum myndi detta í hug að þá væri ráð að reyna að finna út meðaltekjur presta í öðru landi og leggja síðan skatt á alla íslenska presta út frá því. Rétt er að undirstrika að þetta er tilbúið dæmi af handahófi og alls ekki verið að halda neinu misjöfnu fram um presta, (frekar en stjórnvöld ættu að gera um heila atvinnugrein) einungis verið að benda á hve ómálefnaleg slík nálgun er við álagningu skatta eða gjalda. Sjávarútvegur á Íslandi er sem betur fer arðsöm atvinnugrein að stórum hluta. Hann greiðir nú þegar meira til samfélagsins en aðrar greinar, sem eins og áður segir er öfugt við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar og samkeppnislöndum sjávarútvegsins. Það er afar varasamt að vega að samkeppnishæfni okkar grunnatvinnuvega gagnvart öðrum löndum, slíkt kemur í bakið á okkur þó síðar verði. Ofurskattlagning á eina grein umfram aðrar fer síðan á skjön við jafnræðisreglu. Á liðnum áratugum hefur verið markvisst unnið að því að hámarka nýtingu sjávarfangs og arð af veiðum og vinnslu. Með nýsköpun, tækniþróun og nýtingu ýmissa hluta fisksins sem áður var hent. Afleidd störf og tekjur hríslast um þjóðfélagið, ekki einfalt reikningsdæmi að meta það allt saman til fjár, né heldur þau keðjuverkandi áhrif sem þar geta orðið við svo íþyngjandi breytingu á starfsumhverfi greinarinnar. Í Grýtubakkahreppi koma 40% af útsvarstekjum frá sjávarútvegi, fiskveiðum og vinnslu. Svo verulega auknar álögur á okkar aðal atvinnugrein, munu til lengri tíma hægja á fjárfestingu og minnka verðmætasköpun. Okkar samfélag mun ekki fara varhluta af þeirri þróun, þó ekkert verði fullyrt um hve hratt hún muni koma fram. Því eins og segir í bókun sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps um málið, „... er nefnilega ekki sjálfgefið að glæsileg fiskvinnsla sé rekin á Grenivík.“ Eins og áður kom fram hefur verið alið á ósætti um greinina. Sú umræða hefur mest snúist um þann arð sem tekinn hefur verið út úr henni. Í bókun sinni bendir sveitarstjórn Grýtubakkahrepps einmitt á, að þá liggi beinna við að hækka og/eða þrepaskipta fjármagnstekjuskatti. Skattleggja það sem er tekið út sem arður eða söluhagnaður. Með því er ekki vegið að rekstri fyrirtækjanna eða fjárfestingum. Með hærra skattþrepi á háar fjármagnstekjur yrði einnig gætt jafnræðis við aðrar greinar, því þrátt fyrir allt og jafnvel fullyrðingar um annað, eru sannarlega til fleiri arðsamar atvinnugreinar á Íslandi. Það þarf svo raunar aðeins hóflega hækkun á fjármagnstekjuskatti til að afla ríkinu sömu tekna og að er stefnt með hækkun veiðigjaldanna. Frá því þorpið Grenivík tók að myndast um þar síðustu aldamót, hefur það byggt sína tilveru á sjósókn og fiskvinnslu. Það er gæfa Grenivíkur að fóstra enn tvö afar öflug sjávarútvegsfyrirtæki, Gjögur hf og Frosta ehf. Þau byggja á mikilli og langri sögu, síðustu aldar eða svo. Sögu sem er mörkuð af ýmsum áföllum og erfiðleikum, hafísárum, aflabresti, óveðrum og jafnvel skipssköðum. Með tíð og tíma hefur með dugnaði og af harðfylgi verið komist þangað sem þau eru stödd í dag, að vera öflug fyrirtæki í traustum og arðbærum rekstri. Sú staða byggist svo sannarlega ekki á því að menn hafi fengið eitthvað gefins upp í fangið, fyrir þessari stöðu hefur verið unnið hörðum höndum í mannsaldur, jafnvel lengur. Það er nefnilega ekkert einfalt eða auðvelt að stunda sjósókn með farsælum og góðum árangri við strendur Íslands. Ekki heldur að breyta fiskafla í verðmætar afurðir til útflutnings. Stjórnvöld mættu sýna þessari merku sögu meiri virðingu í orðum og athöfnum. Farsæld fyrirtækjanna er um leið farsæld samfélagsins. Höfundur er sveitarstjóri á Grenivík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Stjórnsýsla Þröstur Friðfinnsson Grýtubakkahreppur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“ Svo hljóðar 1. grein laga um stjórn fiskveiða. Af orðræðu í seinni tíð mætti helst ráða að þessi sameign sé þess eðlis að landsmenn eigi allir beinan rétt til hennar, eða arðs af henni. Hún sé eins og hver önnur gullkista sem auðvelt sé að lyfta loki af og ausa upp gullinu. Það lýsir þeirri fjarlægð sem hefur myndast milli töluverðs hluta þjóðarinnar og þeirra sem nýta auðlindina, einnig þorra íbúa út á landi sem eru meira og minna beintengdir við þessa atvinnugrein og þekkja hennar sögu og áskoranir. Minni umræða er um það markmið laganna að „...tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Virðist sem það markmið skipti marga minna máli en beini arðurinn af auðlindinni. Í þessu samhengi verður að minnast á þá gríðarlegu þróun sem orðið hefur í veiðum og vinnslu sjávarafla síðustu áratugi. Þróun sem hefur aukið verðmæti og skapað afleidd störf, allt skilar það auknum tekjum fyrir þjóðarbúið. Má segja að að þrátt fyrir misjafnt gengi fyrirækja og byggða í gegnum tíðina, hafi þó í stórum dráttum tekist all bærilega að ná þessu markmiði um trausta atvinnu og byggð, það er ekki lítils virði. Í lögunum er kveðið á um að greiða skuli veiðigjald, en ekki fjallað um útfærslu á því gjaldi. Það er tiltölulega nýtilkomið að greinin hafi burði til að greiða veiðigjald, eða auðlindagjald, öfugt við sjávarútveg landanna í kringum okkur, sem almennt býr við beina eða óbeina ríkisstyrki. Nú hyggst ríksisstjórnin hækka veiðigjaldið hressilega, forsendur sem hún gefur sér fyrir hækkuninni eru þó óljósar og vafasamari en skyldi. Meginstefið í rökum ráðamanna virðist vera það að nokkrar stórútgerðir séu ekki of góðar til að greiða hærra gjald, að það sé vilji „þjóðarinnar“ og sanngjörn krafa. Að einhverju leyti sýnist viðhorfið jafnvel byggja á neikvæðri umfjöllun mis vandaðra fjölmiðlamanna um einstök fyrirtæki og einstaklinga í greininni um langt árabil. Það er hins vegar ekki málefnaleg nálgun við skattlagningu. Breyting gjaldsins hefur verið keyrð með hraði um samráðsgátt stjórnvalda. Ráðherrar hafa keppst við að lýsa því yfir að hvergi verði hvikað í málinu, það verði keyrt í gegn án breytinga. Samráðið virðist þannig marklítið í þeirra huga. Það er síðan áhugavert að það eru ráðherrar Viðreisnar sem hér eiga í hlut. Með þessu leggur Viðreisn áherslu á sína stöðu sem höfuðborgarflokkur, gegn landsbyggðinni þar sem meginþorri sjávarútvegs er rekinn. Það er líka athyglisvert að Viðreisn er sá flokkur sem er mest fylgjandi inngöngu í Evrópusambandið. En með inngöngu í það yrði mest öll landsbyggðin sjálfkrafa skilgreind sem jaðarbyggðir og ætti þar með rétt til ýmiskonar ívilnana, m.a. varðandi skattlagningu. En í stað þess að fara leið ESB og hygla jaðarbyggðum, þá skal hér skattleggja landsbyggðina alveg sérstaklega! Raunar er veiðigjaldið ýmist kallað skattur eða gjald, skiptir þó ekki öllu hvað það heitir. Það er skattur í þeim skilningi að það er reiknað sem prósenta af reiknuðu andlagi og ber þannig eðli skattheimtu. Um skattlagningu gildir almennt að hún skuli vera gagnsæ og málefnaleg. Því er þó ekki að heilsa hér. Miða á að hluta til við skattstofn reiknaðan útfrá verði sjávarfangs í öðru landi. Verðmyndun þar byggir á allt öðrum forsendum, sumar jafnvel ekki uppi á yfirborðinu. Ekki verður séð að þessi vinnubrögð standist almennar viðmiðanir um málefnalega skattheimtu, eða gjaldtöku ef því er að skipta. Til að sýna fáránleikann má taka dæmi: Segjum að ákveðinn hópur presta væri af einhverjum talinn hafa aukatekjur sem ekki væru allar taldar fram til skatts. Fullyrða má að engum myndi detta í hug að þá væri ráð að reyna að finna út meðaltekjur presta í öðru landi og leggja síðan skatt á alla íslenska presta út frá því. Rétt er að undirstrika að þetta er tilbúið dæmi af handahófi og alls ekki verið að halda neinu misjöfnu fram um presta, (frekar en stjórnvöld ættu að gera um heila atvinnugrein) einungis verið að benda á hve ómálefnaleg slík nálgun er við álagningu skatta eða gjalda. Sjávarútvegur á Íslandi er sem betur fer arðsöm atvinnugrein að stórum hluta. Hann greiðir nú þegar meira til samfélagsins en aðrar greinar, sem eins og áður segir er öfugt við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar og samkeppnislöndum sjávarútvegsins. Það er afar varasamt að vega að samkeppnishæfni okkar grunnatvinnuvega gagnvart öðrum löndum, slíkt kemur í bakið á okkur þó síðar verði. Ofurskattlagning á eina grein umfram aðrar fer síðan á skjön við jafnræðisreglu. Á liðnum áratugum hefur verið markvisst unnið að því að hámarka nýtingu sjávarfangs og arð af veiðum og vinnslu. Með nýsköpun, tækniþróun og nýtingu ýmissa hluta fisksins sem áður var hent. Afleidd störf og tekjur hríslast um þjóðfélagið, ekki einfalt reikningsdæmi að meta það allt saman til fjár, né heldur þau keðjuverkandi áhrif sem þar geta orðið við svo íþyngjandi breytingu á starfsumhverfi greinarinnar. Í Grýtubakkahreppi koma 40% af útsvarstekjum frá sjávarútvegi, fiskveiðum og vinnslu. Svo verulega auknar álögur á okkar aðal atvinnugrein, munu til lengri tíma hægja á fjárfestingu og minnka verðmætasköpun. Okkar samfélag mun ekki fara varhluta af þeirri þróun, þó ekkert verði fullyrt um hve hratt hún muni koma fram. Því eins og segir í bókun sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps um málið, „... er nefnilega ekki sjálfgefið að glæsileg fiskvinnsla sé rekin á Grenivík.“ Eins og áður kom fram hefur verið alið á ósætti um greinina. Sú umræða hefur mest snúist um þann arð sem tekinn hefur verið út úr henni. Í bókun sinni bendir sveitarstjórn Grýtubakkahrepps einmitt á, að þá liggi beinna við að hækka og/eða þrepaskipta fjármagnstekjuskatti. Skattleggja það sem er tekið út sem arður eða söluhagnaður. Með því er ekki vegið að rekstri fyrirtækjanna eða fjárfestingum. Með hærra skattþrepi á háar fjármagnstekjur yrði einnig gætt jafnræðis við aðrar greinar, því þrátt fyrir allt og jafnvel fullyrðingar um annað, eru sannarlega til fleiri arðsamar atvinnugreinar á Íslandi. Það þarf svo raunar aðeins hóflega hækkun á fjármagnstekjuskatti til að afla ríkinu sömu tekna og að er stefnt með hækkun veiðigjaldanna. Frá því þorpið Grenivík tók að myndast um þar síðustu aldamót, hefur það byggt sína tilveru á sjósókn og fiskvinnslu. Það er gæfa Grenivíkur að fóstra enn tvö afar öflug sjávarútvegsfyrirtæki, Gjögur hf og Frosta ehf. Þau byggja á mikilli og langri sögu, síðustu aldar eða svo. Sögu sem er mörkuð af ýmsum áföllum og erfiðleikum, hafísárum, aflabresti, óveðrum og jafnvel skipssköðum. Með tíð og tíma hefur með dugnaði og af harðfylgi verið komist þangað sem þau eru stödd í dag, að vera öflug fyrirtæki í traustum og arðbærum rekstri. Sú staða byggist svo sannarlega ekki á því að menn hafi fengið eitthvað gefins upp í fangið, fyrir þessari stöðu hefur verið unnið hörðum höndum í mannsaldur, jafnvel lengur. Það er nefnilega ekkert einfalt eða auðvelt að stunda sjósókn með farsælum og góðum árangri við strendur Íslands. Ekki heldur að breyta fiskafla í verðmætar afurðir til útflutnings. Stjórnvöld mættu sýna þessari merku sögu meiri virðingu í orðum og athöfnum. Farsæld fyrirtækjanna er um leið farsæld samfélagsins. Höfundur er sveitarstjóri á Grenivík.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun