Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. apríl 2025 22:41 Hjálparstarfsmaður að störfum í Gasaborg. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja nærri tvö þúsund manns hafa látist frá því að vopnahléi lauk í síðasta mánuði. AP Ísraelsher viðurkennir að hafa drepið starfsmann Sameinuðu þjóðanna í skriðdrekaárás á Gasa í mars. Herinn hafði áður neitað sök. Herinn gerði árás á húsnæði Sameinuðu þjóðanna í Deir al-Balah þann 19. mars með þeim afleiðingum að búlgarskur starfsmaður samtakanna lést og fimm aðrir særðust alvarlega. Árásin var gerð daginn eftir að herinn hóf árásir af fullum þunga á ný eftir að tveggja mánaða vopnahlé á Gasa leystist upp. Í framhaldinu sögðu talsmenn hersins hann ekki bera ábyrgð á árásinni. „Þvert á frásagnir gerði Ísraelsher ekki árás á aðsetur Sameinuðu þjóðanna í Deir el-Balah. Ísraelsher biðlar til fjölmiðla að fara varlega með óstaðfestar frásagnir,“ sagði í yfirlýsingu frá hernum á þeim tíma. Rannsókn Ísraelshers á málinu, sem António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna gerði ákall eftir eftir árásina, virðist nú hafa leitt annað í ljós. Í yfirlýsingu frá hernum segir að hermönnum hafi láðst að bera kennsl á bygginguna sem aðsetur Sameinuðu þjóðanna og haldið að inni í henni væri andstæðingur sem þyrfti að ráða af dögum. Fram kemur að rannsókninni sé ekki lokið og að Sameinuðu þjóðunum verði gert kunnugt um niðurstöður hennar um leið og unnt er. Þá segir að Ísraelsher biðjist afsökunar á árásinni og votti aðstandendum hins látna samúð sína. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Ísraelsher hefur viðurkennt að „fagleg mistök“ og brot á skipunum hafi átt sér stað þegar fimmtán hjálparstarfsmenn á Gasaströndinni voru drepnir. Þeir neita hins vegar að þeir hafi reynt að fela atvikið. 20. apríl 2025 16:13 Skýrslan sé „full af lygum“ Palestínsku samtökin Rauði hálfmáninn segja skýrslu ísraelska hersins um morð á fimmtán hjálparstarfsmönnum „fulla af lygum.“ Herinn gaf út skýrslu sem sagði að „fagleg mistök“ hafi átt sér stað og var varaherforingja vikið úr starfi. 21. apríl 2025 13:57 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Herinn gerði árás á húsnæði Sameinuðu þjóðanna í Deir al-Balah þann 19. mars með þeim afleiðingum að búlgarskur starfsmaður samtakanna lést og fimm aðrir særðust alvarlega. Árásin var gerð daginn eftir að herinn hóf árásir af fullum þunga á ný eftir að tveggja mánaða vopnahlé á Gasa leystist upp. Í framhaldinu sögðu talsmenn hersins hann ekki bera ábyrgð á árásinni. „Þvert á frásagnir gerði Ísraelsher ekki árás á aðsetur Sameinuðu þjóðanna í Deir el-Balah. Ísraelsher biðlar til fjölmiðla að fara varlega með óstaðfestar frásagnir,“ sagði í yfirlýsingu frá hernum á þeim tíma. Rannsókn Ísraelshers á málinu, sem António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna gerði ákall eftir eftir árásina, virðist nú hafa leitt annað í ljós. Í yfirlýsingu frá hernum segir að hermönnum hafi láðst að bera kennsl á bygginguna sem aðsetur Sameinuðu þjóðanna og haldið að inni í henni væri andstæðingur sem þyrfti að ráða af dögum. Fram kemur að rannsókninni sé ekki lokið og að Sameinuðu þjóðunum verði gert kunnugt um niðurstöður hennar um leið og unnt er. Þá segir að Ísraelsher biðjist afsökunar á árásinni og votti aðstandendum hins látna samúð sína.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Ísraelsher hefur viðurkennt að „fagleg mistök“ og brot á skipunum hafi átt sér stað þegar fimmtán hjálparstarfsmenn á Gasaströndinni voru drepnir. Þeir neita hins vegar að þeir hafi reynt að fela atvikið. 20. apríl 2025 16:13 Skýrslan sé „full af lygum“ Palestínsku samtökin Rauði hálfmáninn segja skýrslu ísraelska hersins um morð á fimmtán hjálparstarfsmönnum „fulla af lygum.“ Herinn gaf út skýrslu sem sagði að „fagleg mistök“ hafi átt sér stað og var varaherforingja vikið úr starfi. 21. apríl 2025 13:57 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Ísraelsher hefur viðurkennt að „fagleg mistök“ og brot á skipunum hafi átt sér stað þegar fimmtán hjálparstarfsmenn á Gasaströndinni voru drepnir. Þeir neita hins vegar að þeir hafi reynt að fela atvikið. 20. apríl 2025 16:13
Skýrslan sé „full af lygum“ Palestínsku samtökin Rauði hálfmáninn segja skýrslu ísraelska hersins um morð á fimmtán hjálparstarfsmönnum „fulla af lygum.“ Herinn gaf út skýrslu sem sagði að „fagleg mistök“ hafi átt sér stað og var varaherforingja vikið úr starfi. 21. apríl 2025 13:57