Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 23. apríl 2025 07:33 Viðskiptaráð gaf nýverið út úttekt á húsnæðisstefnu stjórnvalda undir yfirskriftinni Steypt í skakkt mót. Þar kemur fram að húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist vegna stefnu um að draga úr framboði nýrra íbúða á almennum húsnæðismarkaði. Reykjavíkurborg hefur ákveðið að 45% nýrra íbúða eigi að fara í niðurgreidd húsnæðisúrræði í stað þess að vera boðnar til sölu á almennum markaði. Þar vega þyngst svokölluð húsnæðisfélög, sem eru leigufélög sem eru yfirleitt undir stjórn einkaaðila. Í stefnunni felast ógagnsæjar niðurgreiðslur til útvaldra og hún leiðir til hærra fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu vegna minna framboðs. Viðbrögð við úttektinni létu ekki á sér standa. Forseti ASÍ taldi hana missa marks í grein hér á Vísi og oddviti Sósíalista í Reykjavík sagði Viðskiptaráð tala fyrir fjármagni gegn fólki. Helstu lausnir þeirra tveggja eru að auka enn frekar opinberar íhlutanir á húsnæðismarkaði og halda áfram að afhenda almannagæði til húsnæðisfélaga. Rétt er að fara nánar yfir þessa gagnrýni. Þríþætt meðgjöf húsnæðisfélaga Ólíkt því sem forseti ASÍ hefur haldið fram fela lóðir og fjármunir til húsnæðisfélaga sannarlega í sér opinbera niðurgreiðslu. Félög líkt og Bjarg, húsnæðisfélag á vegum ASÍ og BSRB, njóta þríþættrar opinberrar niðurgreiðslu: 1. Stofnframlög: Ríki og borg greiða stofnframlag sem nemur 30% af samanlögðum lóða- og byggingarkostnaði íbúðar. Þótt til séu ákvæði um endurgreiðslu stofnframlaga felur veiting þeirra í sér mikla áhættutöku fyrir skattgreiðendur. Auk þess er húsnæðisfélögum heimilt að endurfjárfesta stofnframlögum í nýjum íbúðum í stað þess að endurgreiða þau. 2. Lóðir á undirverði: Reykjavíkurborg úthlutar lóðum til húsnæðisfélaga á verðum langt undir markaðsverði. Hér er um falda opinbera meðgjöf að ræða, því borgin afsalar sér tekjum sem annars hefðu runnið í borgarsjóð. Mismunurinn er eftirgjöf almannagæða til einkaaðila sem kemur ekki fram sem slík í bókum borgarinnar. 3. Lán á sérkjörum: Húsnæðisfélög fá lán frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) með vöxtum sem eru lægri en á markaði og allt að 50 ára lánstíma. Ef þessi lán fara í vanskil þá bera skattgreiðendur tjónið. Sporin hræða, en mislukkuð lán forvera HMS, þ.e. Íbúðalánasjóðs, kostuðu skattgreiðendur hundruði milljarða króna. Meðgjöfin er því bæði mikil og margþætt auk þess sem veruleg áhætta er lögð á herðar skattgreiðenda. Húsnæðisfélagakerfið er lokað Fullyrðing forseta ASÍ um að húsnæðisfélagakerfið sé öllum opið er röng. Lóðum hefur verið úthlutað til Bjargs á undirverði án þess að aðrir aðilar fái að bjóða í þær. En skilyrði þess að leigja íbúð af Bjargi er að greiða félagsgjöld til ASÍ eða BSRB. Þegar lóðum og fjármunum er veitt til valdra aðila með aðgangsskilyrðum, eins og stéttarfélagsaðild, fer það þvert gegn grundvallarreglum um jafnræði, gagnsæi og lögmæti opinberra styrkja. Þá er varla ástæða til að stæra sig af því að 4.000 aðilar séu á biðlista eftir íbúð hjá Bjargi, líkt forseti ASÍ gerir. Þvert á móti sýnir sú lengd hversu skakkt kerfið er stillt. Lengd biðlistans stafar af því að meðgjöf til félagsins er svo mikil – ríkið og sveitarfélög niðurgreiða hverja íbúð um tugi milljóna. Þannig tryggir stefnan þeim félagsmönnum ASÍ og BSRB sem komast inn af biðlista fjárhagslegan ávinning úr vasa þeirra sem eftir sitja á almennum markaði. Stjórnvöld hafa komið á fót tvískiptu kerfi. Opinberir fjármunir eru nýttir til að byggja eignir sem aðeins þeir sem greiða í ákveðin stéttarfélög fá aðgang að og aðild að þeim þannig gerð ákjósanlegri á kostnað hins almenna markaðar. Þetta ætla stjórnvöld að gera áfram á stórum skala, en af 9.000 íbúðum sem eiga að rísa í Reykjavík á næstu árum eiga 3.000 að renna til húsnæðisfélaga í stað almenns markaðar. Forseti ASÍ spurði hvernig húsnæðismarkað Viðskiptaráð vilji. Svarið er einfalt: Við viljum að allir sitji við sama borð. Stjórnvöld eiga að tryggja nægt framboð íbúða á almennum markaði í stað þess að taka helming þeirra frá í miðstýrð úrræði fyrir útvalda. Sagan sýnir að frjáls markaður er betri en biðlistar í að tryggja sem flestum húsnæði á sem hagkvæmustu verði. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Húsnæðismál Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð gaf nýverið út úttekt á húsnæðisstefnu stjórnvalda undir yfirskriftinni Steypt í skakkt mót. Þar kemur fram að húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist vegna stefnu um að draga úr framboði nýrra íbúða á almennum húsnæðismarkaði. Reykjavíkurborg hefur ákveðið að 45% nýrra íbúða eigi að fara í niðurgreidd húsnæðisúrræði í stað þess að vera boðnar til sölu á almennum markaði. Þar vega þyngst svokölluð húsnæðisfélög, sem eru leigufélög sem eru yfirleitt undir stjórn einkaaðila. Í stefnunni felast ógagnsæjar niðurgreiðslur til útvaldra og hún leiðir til hærra fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu vegna minna framboðs. Viðbrögð við úttektinni létu ekki á sér standa. Forseti ASÍ taldi hana missa marks í grein hér á Vísi og oddviti Sósíalista í Reykjavík sagði Viðskiptaráð tala fyrir fjármagni gegn fólki. Helstu lausnir þeirra tveggja eru að auka enn frekar opinberar íhlutanir á húsnæðismarkaði og halda áfram að afhenda almannagæði til húsnæðisfélaga. Rétt er að fara nánar yfir þessa gagnrýni. Þríþætt meðgjöf húsnæðisfélaga Ólíkt því sem forseti ASÍ hefur haldið fram fela lóðir og fjármunir til húsnæðisfélaga sannarlega í sér opinbera niðurgreiðslu. Félög líkt og Bjarg, húsnæðisfélag á vegum ASÍ og BSRB, njóta þríþættrar opinberrar niðurgreiðslu: 1. Stofnframlög: Ríki og borg greiða stofnframlag sem nemur 30% af samanlögðum lóða- og byggingarkostnaði íbúðar. Þótt til séu ákvæði um endurgreiðslu stofnframlaga felur veiting þeirra í sér mikla áhættutöku fyrir skattgreiðendur. Auk þess er húsnæðisfélögum heimilt að endurfjárfesta stofnframlögum í nýjum íbúðum í stað þess að endurgreiða þau. 2. Lóðir á undirverði: Reykjavíkurborg úthlutar lóðum til húsnæðisfélaga á verðum langt undir markaðsverði. Hér er um falda opinbera meðgjöf að ræða, því borgin afsalar sér tekjum sem annars hefðu runnið í borgarsjóð. Mismunurinn er eftirgjöf almannagæða til einkaaðila sem kemur ekki fram sem slík í bókum borgarinnar. 3. Lán á sérkjörum: Húsnæðisfélög fá lán frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) með vöxtum sem eru lægri en á markaði og allt að 50 ára lánstíma. Ef þessi lán fara í vanskil þá bera skattgreiðendur tjónið. Sporin hræða, en mislukkuð lán forvera HMS, þ.e. Íbúðalánasjóðs, kostuðu skattgreiðendur hundruði milljarða króna. Meðgjöfin er því bæði mikil og margþætt auk þess sem veruleg áhætta er lögð á herðar skattgreiðenda. Húsnæðisfélagakerfið er lokað Fullyrðing forseta ASÍ um að húsnæðisfélagakerfið sé öllum opið er röng. Lóðum hefur verið úthlutað til Bjargs á undirverði án þess að aðrir aðilar fái að bjóða í þær. En skilyrði þess að leigja íbúð af Bjargi er að greiða félagsgjöld til ASÍ eða BSRB. Þegar lóðum og fjármunum er veitt til valdra aðila með aðgangsskilyrðum, eins og stéttarfélagsaðild, fer það þvert gegn grundvallarreglum um jafnræði, gagnsæi og lögmæti opinberra styrkja. Þá er varla ástæða til að stæra sig af því að 4.000 aðilar séu á biðlista eftir íbúð hjá Bjargi, líkt forseti ASÍ gerir. Þvert á móti sýnir sú lengd hversu skakkt kerfið er stillt. Lengd biðlistans stafar af því að meðgjöf til félagsins er svo mikil – ríkið og sveitarfélög niðurgreiða hverja íbúð um tugi milljóna. Þannig tryggir stefnan þeim félagsmönnum ASÍ og BSRB sem komast inn af biðlista fjárhagslegan ávinning úr vasa þeirra sem eftir sitja á almennum markaði. Stjórnvöld hafa komið á fót tvískiptu kerfi. Opinberir fjármunir eru nýttir til að byggja eignir sem aðeins þeir sem greiða í ákveðin stéttarfélög fá aðgang að og aðild að þeim þannig gerð ákjósanlegri á kostnað hins almenna markaðar. Þetta ætla stjórnvöld að gera áfram á stórum skala, en af 9.000 íbúðum sem eiga að rísa í Reykjavík á næstu árum eiga 3.000 að renna til húsnæðisfélaga í stað almenns markaðar. Forseti ASÍ spurði hvernig húsnæðismarkað Viðskiptaráð vilji. Svarið er einfalt: Við viljum að allir sitji við sama borð. Stjórnvöld eiga að tryggja nægt framboð íbúða á almennum markaði í stað þess að taka helming þeirra frá í miðstýrð úrræði fyrir útvalda. Sagan sýnir að frjáls markaður er betri en biðlistar í að tryggja sem flestum húsnæði á sem hagkvæmustu verði. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun