Hörður undir feldinn Stefán Árni Pálsson skrifar 23. apríl 2025 07:33 Hörður Unnsteinsson stjórnandi Bónus Körfuboltakvölds kvenna er kominn með KR-liðið upp í efstu deild, deildina sem hann fjallar um vikulega á Stöð 2 Sport. Vísir/Hulda Margrét Eftir fjögurra ára vegferð er KR komið aftur í Bónusdeild kvenna í körfubolta. Þjálfarinn segist vera stoltur af liðinu sem er mikið til skipað ungum og uppöldum leikmönnum. KR mun leika í Bónus deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst eftir sigur liðsins á Hamar/Þór í umspili í Þorlákshöfn í gærkvöldi. KR vann því einvígið 3-0. Liðið féll árið 2021 og hafði verið í næstefstu deild síðustu fjögur tímabil. „Þetta eru búin að vera löng fjögur ár í fyrstu deildinni, mögur ár fyrir klúbb eins og KR sem vill vera og á að vera í efstu deild. Það var því mikil gleði í mannskapnum, bæði hjá mér, stelpunum, stuðningsmönnum og stjórn að sjálfsögðu,“ segir Hörður í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta eru stelpur sem hafa alist upp hjá KR og farið upp í gegnum yngri flokkana í KR. Við settum okkur það markmið fyrir fjórum árum síðan að vera komnar upp eftir þrjú ár með þennan kjarna. Það tók fjögur ár og við fórum eitt ár fram yfir. En við erum gríðarlega stolt og ánægð með að vera loksins búin að ná þessu markmiðið okkar,“ segir Hörður og bætir við að sumir leikmenn liðsins eru mjög ungir. Ungar og uppaldar „Þetta eru stelpur sem eru fæddar 2006, 2007 og 2008 jafnvel. Síðan eru nokkrar eldri eins og Perla [Jóhannsdóttir] fyrirliðinn okkar sem við erum búnar að ná að halda með okkur í fjögur ár og hún er risapartur af þessu. Hún er mikill leiðtogi í þessum hóp. Annars eru þetta stelpur sem eru mjög ungar og mjög efnilegar. Við ætlum bara að gera okkar besta að keppa við þessu lið í efstu deild og ég held að við getum alveg gert usla á móti þessum liðum eins og við sýndum í gær á móti mjög sterku Hamars/Þórs liði og við sýndum að við getum spilað á móti þessum bestu.“ Hörður starfar í dag sem þáttastjórnandi Bónus Körfuboltakvölds og fjallar hann þar um efstu deild kvenna. Það fer því ekki saman að vera þjálfari liðs í deildinni og að fjalla um hana á sama tíma. „Ég get varla fjallað um sjálfan mig, það er erfitt. Þannig að ég þarf að leggjast undir feld og taka ákvörðun hvort ég haldi áfram í þjálfun eða vera áfram að stýra umræðunni um Bónusdeildina og þetta er bara ákvörðun sem ég þarf að taka á næstu vikum og ræða það við mína vinnuveitendur hér í KR og einnig upp á Stöð 2 Sport.“ Bónus-deild kvenna KR Körfuboltakvöld Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
KR mun leika í Bónus deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst eftir sigur liðsins á Hamar/Þór í umspili í Þorlákshöfn í gærkvöldi. KR vann því einvígið 3-0. Liðið féll árið 2021 og hafði verið í næstefstu deild síðustu fjögur tímabil. „Þetta eru búin að vera löng fjögur ár í fyrstu deildinni, mögur ár fyrir klúbb eins og KR sem vill vera og á að vera í efstu deild. Það var því mikil gleði í mannskapnum, bæði hjá mér, stelpunum, stuðningsmönnum og stjórn að sjálfsögðu,“ segir Hörður í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta eru stelpur sem hafa alist upp hjá KR og farið upp í gegnum yngri flokkana í KR. Við settum okkur það markmið fyrir fjórum árum síðan að vera komnar upp eftir þrjú ár með þennan kjarna. Það tók fjögur ár og við fórum eitt ár fram yfir. En við erum gríðarlega stolt og ánægð með að vera loksins búin að ná þessu markmiðið okkar,“ segir Hörður og bætir við að sumir leikmenn liðsins eru mjög ungir. Ungar og uppaldar „Þetta eru stelpur sem eru fæddar 2006, 2007 og 2008 jafnvel. Síðan eru nokkrar eldri eins og Perla [Jóhannsdóttir] fyrirliðinn okkar sem við erum búnar að ná að halda með okkur í fjögur ár og hún er risapartur af þessu. Hún er mikill leiðtogi í þessum hóp. Annars eru þetta stelpur sem eru mjög ungar og mjög efnilegar. Við ætlum bara að gera okkar besta að keppa við þessu lið í efstu deild og ég held að við getum alveg gert usla á móti þessum liðum eins og við sýndum í gær á móti mjög sterku Hamars/Þórs liði og við sýndum að við getum spilað á móti þessum bestu.“ Hörður starfar í dag sem þáttastjórnandi Bónus Körfuboltakvölds og fjallar hann þar um efstu deild kvenna. Það fer því ekki saman að vera þjálfari liðs í deildinni og að fjalla um hana á sama tíma. „Ég get varla fjallað um sjálfan mig, það er erfitt. Þannig að ég þarf að leggjast undir feld og taka ákvörðun hvort ég haldi áfram í þjálfun eða vera áfram að stýra umræðunni um Bónusdeildina og þetta er bara ákvörðun sem ég þarf að taka á næstu vikum og ræða það við mína vinnuveitendur hér í KR og einnig upp á Stöð 2 Sport.“
Bónus-deild kvenna KR Körfuboltakvöld Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira