Hörður undir feldinn Stefán Árni Pálsson skrifar 23. apríl 2025 07:33 Hörður Unnsteinsson stjórnandi Bónus Körfuboltakvölds kvenna er kominn með KR-liðið upp í efstu deild, deildina sem hann fjallar um vikulega á Stöð 2 Sport. Vísir/Hulda Margrét Eftir fjögurra ára vegferð er KR komið aftur í Bónusdeild kvenna í körfubolta. Þjálfarinn segist vera stoltur af liðinu sem er mikið til skipað ungum og uppöldum leikmönnum. KR mun leika í Bónus deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst eftir sigur liðsins á Hamar/Þór í umspili í Þorlákshöfn í gærkvöldi. KR vann því einvígið 3-0. Liðið féll árið 2021 og hafði verið í næstefstu deild síðustu fjögur tímabil. „Þetta eru búin að vera löng fjögur ár í fyrstu deildinni, mögur ár fyrir klúbb eins og KR sem vill vera og á að vera í efstu deild. Það var því mikil gleði í mannskapnum, bæði hjá mér, stelpunum, stuðningsmönnum og stjórn að sjálfsögðu,“ segir Hörður í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta eru stelpur sem hafa alist upp hjá KR og farið upp í gegnum yngri flokkana í KR. Við settum okkur það markmið fyrir fjórum árum síðan að vera komnar upp eftir þrjú ár með þennan kjarna. Það tók fjögur ár og við fórum eitt ár fram yfir. En við erum gríðarlega stolt og ánægð með að vera loksins búin að ná þessu markmiðið okkar,“ segir Hörður og bætir við að sumir leikmenn liðsins eru mjög ungir. Ungar og uppaldar „Þetta eru stelpur sem eru fæddar 2006, 2007 og 2008 jafnvel. Síðan eru nokkrar eldri eins og Perla [Jóhannsdóttir] fyrirliðinn okkar sem við erum búnar að ná að halda með okkur í fjögur ár og hún er risapartur af þessu. Hún er mikill leiðtogi í þessum hóp. Annars eru þetta stelpur sem eru mjög ungar og mjög efnilegar. Við ætlum bara að gera okkar besta að keppa við þessu lið í efstu deild og ég held að við getum alveg gert usla á móti þessum liðum eins og við sýndum í gær á móti mjög sterku Hamars/Þórs liði og við sýndum að við getum spilað á móti þessum bestu.“ Hörður starfar í dag sem þáttastjórnandi Bónus Körfuboltakvölds og fjallar hann þar um efstu deild kvenna. Það fer því ekki saman að vera þjálfari liðs í deildinni og að fjalla um hana á sama tíma. „Ég get varla fjallað um sjálfan mig, það er erfitt. Þannig að ég þarf að leggjast undir feld og taka ákvörðun hvort ég haldi áfram í þjálfun eða vera áfram að stýra umræðunni um Bónusdeildina og þetta er bara ákvörðun sem ég þarf að taka á næstu vikum og ræða það við mína vinnuveitendur hér í KR og einnig upp á Stöð 2 Sport.“ Bónus-deild kvenna KR Körfuboltakvöld Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Handbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira
KR mun leika í Bónus deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst eftir sigur liðsins á Hamar/Þór í umspili í Þorlákshöfn í gærkvöldi. KR vann því einvígið 3-0. Liðið féll árið 2021 og hafði verið í næstefstu deild síðustu fjögur tímabil. „Þetta eru búin að vera löng fjögur ár í fyrstu deildinni, mögur ár fyrir klúbb eins og KR sem vill vera og á að vera í efstu deild. Það var því mikil gleði í mannskapnum, bæði hjá mér, stelpunum, stuðningsmönnum og stjórn að sjálfsögðu,“ segir Hörður í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta eru stelpur sem hafa alist upp hjá KR og farið upp í gegnum yngri flokkana í KR. Við settum okkur það markmið fyrir fjórum árum síðan að vera komnar upp eftir þrjú ár með þennan kjarna. Það tók fjögur ár og við fórum eitt ár fram yfir. En við erum gríðarlega stolt og ánægð með að vera loksins búin að ná þessu markmiðið okkar,“ segir Hörður og bætir við að sumir leikmenn liðsins eru mjög ungir. Ungar og uppaldar „Þetta eru stelpur sem eru fæddar 2006, 2007 og 2008 jafnvel. Síðan eru nokkrar eldri eins og Perla [Jóhannsdóttir] fyrirliðinn okkar sem við erum búnar að ná að halda með okkur í fjögur ár og hún er risapartur af þessu. Hún er mikill leiðtogi í þessum hóp. Annars eru þetta stelpur sem eru mjög ungar og mjög efnilegar. Við ætlum bara að gera okkar besta að keppa við þessu lið í efstu deild og ég held að við getum alveg gert usla á móti þessum liðum eins og við sýndum í gær á móti mjög sterku Hamars/Þórs liði og við sýndum að við getum spilað á móti þessum bestu.“ Hörður starfar í dag sem þáttastjórnandi Bónus Körfuboltakvölds og fjallar hann þar um efstu deild kvenna. Það fer því ekki saman að vera þjálfari liðs í deildinni og að fjalla um hana á sama tíma. „Ég get varla fjallað um sjálfan mig, það er erfitt. Þannig að ég þarf að leggjast undir feld og taka ákvörðun hvort ég haldi áfram í þjálfun eða vera áfram að stýra umræðunni um Bónusdeildina og þetta er bara ákvörðun sem ég þarf að taka á næstu vikum og ræða það við mína vinnuveitendur hér í KR og einnig upp á Stöð 2 Sport.“
Bónus-deild kvenna KR Körfuboltakvöld Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Handbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira