Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2025 15:21 Keir Starmer og Donald Trump. AP/Carl Court Þingmenn og lávarðar á breska þinginu kalla eftir því að Donald Trump Bandaríkjaforseta verði meinað að ávarpa þingið þegar hann kemur í opinbera heimsókn. Lávarðar kallast þeir sem eiga ævilangt sæti í lávarðadeildinni. Í kjölfar fundar þeirra Trump og Keirs Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur verið greint frá því að Trump komi í opinbera heimsókn til Bretlands í haust en forverar hans Barack Obama, Ronald Reagan og Bill Clinton ávörpuðu allir báðar deildir breska þingsins í tilefni af heimsóknum þeirra. Guardian fjallar um það að McFall lávarði af Alcluith, sem er forseti efri deildar þingsins, hafi borist hvatningar til að leggjast gegn því að Trump fái að ávarpa deildina vegna skoðana hans og ummæla í garð Bretlands, þingræði, Atlantshafsbandalagsins og Úkraínu. Foulkes lávarður, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokks Tony Blair, fer fyrir hópi lávarða sem leggjast gegn hugsanlegu ávarpi Bandaríkjaforseti. „Þrátt fyrir að ríkisstjórnin sé nauðbeygð til að eiga við alls konar stjórnvöld ætti þingið ekki að taka á móti leiðtoga sem er andvígur lýðræði og virðir ekki dómstóla og lög,“ segir Foulkes lávarður. „Þar að auki fordæmir hann ekki innrás Rússa í Úkraínu, sem allir flokkar á breska þinginu hafa gert,“ segir hann. Kate Osborne, þingkona Verkamannaflokksins, hefur einnig samkvæmt umfjöllun breskra miðla beðið Lindsay Hoyle, forseta neðri deildarinnar, að mótmæla hugsanlegu ávarpi Bandaríkjaforseta. Hefð er fyrir því að Bandaríkjaforsetar sem komi í opinbera heimsókn til Bretlands á öðru kjörtímabili þeirra í embætti fari á fund konungs í Windsor-höll, líkt og George Bush yngri og Barack Obama gerðu hvor á sinni embættistíð. Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Lávarðar kallast þeir sem eiga ævilangt sæti í lávarðadeildinni. Í kjölfar fundar þeirra Trump og Keirs Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur verið greint frá því að Trump komi í opinbera heimsókn til Bretlands í haust en forverar hans Barack Obama, Ronald Reagan og Bill Clinton ávörpuðu allir báðar deildir breska þingsins í tilefni af heimsóknum þeirra. Guardian fjallar um það að McFall lávarði af Alcluith, sem er forseti efri deildar þingsins, hafi borist hvatningar til að leggjast gegn því að Trump fái að ávarpa deildina vegna skoðana hans og ummæla í garð Bretlands, þingræði, Atlantshafsbandalagsins og Úkraínu. Foulkes lávarður, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokks Tony Blair, fer fyrir hópi lávarða sem leggjast gegn hugsanlegu ávarpi Bandaríkjaforseti. „Þrátt fyrir að ríkisstjórnin sé nauðbeygð til að eiga við alls konar stjórnvöld ætti þingið ekki að taka á móti leiðtoga sem er andvígur lýðræði og virðir ekki dómstóla og lög,“ segir Foulkes lávarður. „Þar að auki fordæmir hann ekki innrás Rússa í Úkraínu, sem allir flokkar á breska þinginu hafa gert,“ segir hann. Kate Osborne, þingkona Verkamannaflokksins, hefur einnig samkvæmt umfjöllun breskra miðla beðið Lindsay Hoyle, forseta neðri deildarinnar, að mótmæla hugsanlegu ávarpi Bandaríkjaforseta. Hefð er fyrir því að Bandaríkjaforsetar sem komi í opinbera heimsókn til Bretlands á öðru kjörtímabili þeirra í embætti fari á fund konungs í Windsor-höll, líkt og George Bush yngri og Barack Obama gerðu hvor á sinni embættistíð.
Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Sjá meira