Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. apríl 2025 21:45 Breskir kennarar segja samfélagsmiðla hafa bein áhrif á slæma hegðun nemenda og einelti. Getty Breskir kennarar segja áhrifavalda á samfélagsmiðlum hafa leitt til aukins kvenhaturs og rasisma í skólum. Samfélagsmiðlar séu ein helsta ástæðan fyrir slæmri hegðun nemenda og einelti. Könnun sem landssamtök kvenkyns kennara í Bretlandi (NASUWT) lögðu fyrir um 5.800 kennara leiddi þetta í ljós. BBC og Guardian hafa fjallað um málið. Þar kom fram að flestir kennarar telja samfélagsmiðla vera „aðalástæðuna“ fyrir slæmri framkomu í breskum skólum og að kvenkyns kennarar finni helst fyrir því. „Tveir af hverjum þremur kennurum segja okkur að samfélagsmiðlar séu nú lykilþáttur í einelti og slæmri hegðun nemenda,“ sagði Patrick Roach, framkvæmdastjóri NASUWT, á landsfundi samtakanna á föstudag. Þá töldu kennarar sem tóku könnunina einnig brýnt að bregðast við foreldrum sem neita að samþykkja skólareglur eða taka ábyrgð vegna hegðunar barna sinna. Ungir drengir spúi hatri, gelti á konur og horfi á klám Karlrembuáhrifavaldurinn Andrew Tate bar ítrekað á góma meðal kennara á landsfundinum og virðist enn hafa töluverð áhrif á unga drengi þó frægðarsól hans hafi dalað samanborið við árið 2022. „Margir nemenda okkar eru undir áhrifum Tate og Trump, spúa rasískum, hómófóbískum, transfóbískum og karlrembu-ummælum í hverju samtali og telja að það hafi engar afleiðingar,“ sagði einn kennari á fundi samtakanna og fleiri tóku undir. Andrew Tate er vinsæll karlrembu-áhrifavaldur sem talar fyrir ofbeldi gegn konum.Skjáskot „Það hafa drengir neitað að tala við mig og í staðinn talað við karlkyns aðstoðarkennara af því ég er kona og þeir fylgja Andrew Tate og finnst hann vera æðislegur með sína bíla og konur... Þetta voru tíu ára drengir,“ sagði einn kennari. Annar kennari lýsti því hvernig hópur drengja hefði ákveðið að skrifa ritgerð um það af hverju Andrew Tate væri geitin (the GOAT eða greatest of all time á ensku) af því hann kæmi fram við konur eins og eign sína. Haft hefði verið samband við foreldra sem hneykslaðir og könnuðust ekkert við þessar skoðanir barna sinna. Enn annar lýsti dæmum þess að drengir „geltu á kvenkyns starfsfólk“ og stæðu í vegi fyrir því. „Nemendur horfa á ofbeldisfullt og öfgakennt klámefni. Athyglisgáfa þeirra hefur minnkað. Þeir lesa fullt af falsfréttum og æsisögum sem láta þeim líða valdefldum og telja sig því vita betur en kennarinn,“ sagði einn kennari á fundinum. Þörf á hnitmiðuðu átaki Menntamálaráðuneyti Bretlands segist styðja kennara til að takast á við „skaðsöm áhrif“ á börn sem „uppgangur hættulegra áhrifavalda“ veldur. Talsmaður ráðuneytisins segir það munu veita kennurum ákveðin verkfæri til að takast á við þessar áskoranir. Endurskoðun á námsskrá muni skoða hvaða hæfni þurfi að hafa til að þrífast í síbreytilegum netheimum. Fyrrnefndur Roach hjá NASUWT sagði „aðkallandi þörf eftir hnitmiðuðu átaki grunnskóla, framhaldsskóla og annarra stofnana til að vernda öll börn og ungt fólk fyrir hættulegum áhrifum öfgahægri popúlista og öfgamanna“. Kennarar gætu ekki tekist á við slík vandamál einir. Bretland Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
Könnun sem landssamtök kvenkyns kennara í Bretlandi (NASUWT) lögðu fyrir um 5.800 kennara leiddi þetta í ljós. BBC og Guardian hafa fjallað um málið. Þar kom fram að flestir kennarar telja samfélagsmiðla vera „aðalástæðuna“ fyrir slæmri framkomu í breskum skólum og að kvenkyns kennarar finni helst fyrir því. „Tveir af hverjum þremur kennurum segja okkur að samfélagsmiðlar séu nú lykilþáttur í einelti og slæmri hegðun nemenda,“ sagði Patrick Roach, framkvæmdastjóri NASUWT, á landsfundi samtakanna á föstudag. Þá töldu kennarar sem tóku könnunina einnig brýnt að bregðast við foreldrum sem neita að samþykkja skólareglur eða taka ábyrgð vegna hegðunar barna sinna. Ungir drengir spúi hatri, gelti á konur og horfi á klám Karlrembuáhrifavaldurinn Andrew Tate bar ítrekað á góma meðal kennara á landsfundinum og virðist enn hafa töluverð áhrif á unga drengi þó frægðarsól hans hafi dalað samanborið við árið 2022. „Margir nemenda okkar eru undir áhrifum Tate og Trump, spúa rasískum, hómófóbískum, transfóbískum og karlrembu-ummælum í hverju samtali og telja að það hafi engar afleiðingar,“ sagði einn kennari á fundi samtakanna og fleiri tóku undir. Andrew Tate er vinsæll karlrembu-áhrifavaldur sem talar fyrir ofbeldi gegn konum.Skjáskot „Það hafa drengir neitað að tala við mig og í staðinn talað við karlkyns aðstoðarkennara af því ég er kona og þeir fylgja Andrew Tate og finnst hann vera æðislegur með sína bíla og konur... Þetta voru tíu ára drengir,“ sagði einn kennari. Annar kennari lýsti því hvernig hópur drengja hefði ákveðið að skrifa ritgerð um það af hverju Andrew Tate væri geitin (the GOAT eða greatest of all time á ensku) af því hann kæmi fram við konur eins og eign sína. Haft hefði verið samband við foreldra sem hneykslaðir og könnuðust ekkert við þessar skoðanir barna sinna. Enn annar lýsti dæmum þess að drengir „geltu á kvenkyns starfsfólk“ og stæðu í vegi fyrir því. „Nemendur horfa á ofbeldisfullt og öfgakennt klámefni. Athyglisgáfa þeirra hefur minnkað. Þeir lesa fullt af falsfréttum og æsisögum sem láta þeim líða valdefldum og telja sig því vita betur en kennarinn,“ sagði einn kennari á fundinum. Þörf á hnitmiðuðu átaki Menntamálaráðuneyti Bretlands segist styðja kennara til að takast á við „skaðsöm áhrif“ á börn sem „uppgangur hættulegra áhrifavalda“ veldur. Talsmaður ráðuneytisins segir það munu veita kennurum ákveðin verkfæri til að takast á við þessar áskoranir. Endurskoðun á námsskrá muni skoða hvaða hæfni þurfi að hafa til að þrífast í síbreytilegum netheimum. Fyrrnefndur Roach hjá NASUWT sagði „aðkallandi þörf eftir hnitmiðuðu átaki grunnskóla, framhaldsskóla og annarra stofnana til að vernda öll börn og ungt fólk fyrir hættulegum áhrifum öfgahægri popúlista og öfgamanna“. Kennarar gætu ekki tekist á við slík vandamál einir.
Bretland Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira