Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson skrifa 17. apríl 2025 10:03 Umliðnar vikur höfum við hjónin dvalið í Lundi í Svíþjóð þar sem Jóna Hrönn hefur undirgengist mergskipti. Það er rausnarleg meðhöndlun sem kallar á aðkomu ótal einstaklinga, allt frá óþekktum merggjafa yfir í sérfræðinga á sviði blóðlækninga, frá leigubílstjóranum sem bíður í salnum þegar lent er á Kastrup yfir í hjúkrunarfræðing á næturvakt, frá ræstitæknum sem fara um stofur og ganga af vísindalegri nákvæmni yfir í matreiðslufólk og sjúkraliða og meinatækna og allt hitt fólkið sem sér til þess að eitt hátæknisjúkrahús geti verið aflstöð heilsu og vonar fyrir hundruðir þúsunda. Þegar Franz páfi kvaddi sitt sjúkrahús nú á dögunum voru höfð eftir honum orð á þá leið að veggir sjúkrahússins heyrðu fleiri einlægar bænir en kirkjuveggirnir og undir þaki þess væru veitt heitari faðmlög en nokkur flugvallarbygging fengi að hýsa. Í lauslegri þýðingu er framhaldið á þessa leið: „Á sjúkrahúsinu bjargar samkynhneigður læknir lífi persónu sem hatar kynseginfólk og sérfræðingur í forréttindastöðu bjargar lífi betlarans. Á bráðavaktinni er Gyðingur að þjóna Múslimanum, lögreglumaður og fangi deila stofu og efnaður sjúklingur bíður lifrarígræðslu fátæks líffæragjafa. Á sjúkrahúsinu mætast ólíkir heimar í Guðs vilja þegar mein fólks og áverkar hljóta aðhlynningu. Í þessu samfélagi örlaganna verður okkur ljóst að ein og sjálf erum við ekki neitt. Sjúkrahús er staður þar sem manneskjur taka niður grímuna og birtast eins og þau eru í sínu innsta eðli.“ Þessi orð hittu okkur í hjartastað. Dag einn þegar Jóna Hrönn lá þjáð í sínu sjúkrarúmi kom hjúkrunarfræðingur með slæðu að múslimskum sið á höfði til að sinna henni. Verk sitt vann hún af slíkri kunnáttu og varfærni að þegar þjónustunni var lokið lá Jóna grátandi af létti og þakklæti. Þá horfði hjúkrunarfræðingurinn festulega í augun á þessum sköllótta sóknarpresti ofan af Íslandi og mælti á ensku með mildri röddu: Vertu óhrædd. Treystu Guði. Svo bætti hún við. Ég hef líka farið í gegnum krabbameinsmeðferð. Þá bað ég fólkið mitt að treysta Guði. Þarna birtist sjúkrahúsið okkur sem heilagt musteri. Fagmaðurinn og sjúklingurinn gátu mæst í gagnkvæmri mennsku og trausti á æðri mátt. Hvorug þurfti að halda í neinar skilgreiningar rétt á meðan. Það er ekki vandamál þegar mannshjörtun mætast. Þegar valdi er dreift Nú lifir veröldin Biblíulega tíma, ef svo má að orði komast. Hrokavald heimsins hamast við að tvístra og hræða svo að færa megi sér heiminn í nyt í friði fyrir almenningi. Og aðferðin er alltaf söm: Skelfum þau, segja stríðandi valdsmenn hver við annan og kinka kolli. Etjum þeim saman og ærum þau til að hata okkur og hvert annað. Loks þegar enginn veit lengur sitt rjúkandi ráð skiptum við gróðanum! Um þennan veruleika mælti Jesús: Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess að þeir hafi líf, líf í fyllstu gnægð. (Jóhannesarguðspjall 10.10) Á páskum fagna kristnir menn sigri ástar og lífs yfir hatri og dauða. Fæðing Guðs sonar í hendur fátæks almúgafólks er samstöðuyfirlýsing með almenningi á öllum öldum. Samstaða með fátækum gegn rembingi og valdshroka. Lesa má Guðspjöllin í Nýja testamenntinu sem nokkurs konar hraðfréttir af því hvernig meistarinn frá Nasaret gekk um sýnandi þörfum og hagsmunum almennings virðingu. Hann læknaði sjúka, mettaði svanga, reisti við mannorð, truflaði hrokagikki og gaf valdalausum rödd þvert á alla múrana sem við erum alltaf að reisa milli þjóða, stétta, kynja, trúarbragða, heilsufarshópa og annars sem einkennir fólk. Enda var Jesú svo vel fagnað á pálmasunnudegi að ljóst varð að nú yrðu þeir að drepa hann. - Hvernig á að stjórna fólki sem ekki óttast og vill ekki hata? Hver hirðir offsagróða í slíku árferði? Mannlegar þarfir eru eins á öllum öldum. Menning dauðans á allt undir því að þarfir fólks séu ekki virtar og þeim ekki mætt. Þess vegna er þjösnast á fólki, innviðum, menningarhópum og öllu sem hægt er að meiða og skemma. Meðfram öðru er stuðst við sprengjuregn á mannabyggðir, þjóðarmorð, nauðganir, opinberan hrottaskap gegn föngum og hvað sem nota má til að hámarka angist þjóða. Fólk sem lifir við öryggi og heilsu langar ekki að hata. Samfélag þar sem almenningur nýtur frelsis til að gera og vera það sem skiptir hann máli elur ekki á rembingi, leggur ekki eyru við falsfréttum og vonar ekki illt um aðra. Þegar valdi er dreift, svo að virðing er borin fyrir þörfum fólks og samlíðun veitt í raunum, veðjar fólk ekki á yfirráð heldur samráð. Þá stjórnast það ekki af refsigleði heldur krefst ábyrgðar. Þá treysta menn ekki á forréttindi hinna fáu á kostnað fjöldans en ástunda sanngirni og samvinnu í þágu manns og náttúru. Þá grípur líka þjösnarinn í tómt líkt og Pílatus þegar hann spurði Jesú: Veistu ekki að ég hef vald? Ég haf vald til að krossfesta þig og vald til að láta þig lausan. En Jesús ansaði: Þú hefðir ekkert vald yfir mér nema þér væri gefið það að ofan. – Ofan úr valdakerfinu sem hefur fjárfest í þér. Pílatus, þú ert bara maður eins og ég, var Jesús að segja. Virkt skaðleysi Á Biblíulegum tímum þurfum við að endurlæra hið virka skaðleysi[1] Jesú Krists. Við þurfum að horfa til Mahatma Gandhi, Martin Luther King og annara friðarboða mannkyns sem stóðu í sannleikanum andspænis ógnarvaldinu og höfnuðu því að gera árás eða flýja, frjósa eða lúffa líkt og ætlast er til svo að leikur úlfsins að hjörðinni geti haldið áfram. Gott var að heyra um Harvard háskóla sem frekar vill missa ríkisstyrki en sjálfsvirðingu sína fyrir Trumpstjórninni. Stórkostlegt að sjá handboltalandslið kvenna senda skýr skilaboð gegn þjóðarmorði Ísraels á Gaza. Ofbeldi verður alltaf til og heldur áfram að virka. Virkt skaðleysi gerir bara betur og ber loks sigur úr býtum. Hernaður verður áfram þjálfaður, fjármagnaður og stundaður. Virkt skaðleysi krefst ekki síður þjálfunar og skipulags en það kostar margfalt færri mannslíf, fer betur með fólk og fé og nær meiri árangri. Nefna má afnám aðskilnaðarstefnu Suður Afríku, kvennabaráttuna, réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum, baráttu kynseginfólks, o.s.frv., o.s.frv. o.s.frv. Svo birtist Jesús vinum sínum á páskadagmorgni upp risinn í níddum líkama sínum. Hvað má það merkja? Hvað má það merkja fyrir alla nídda líkami, lífs og liðna, að Guðs sonur var kvalinn og deyddur en reis upp á þriðja degi? Vertu óhrædd. Treystu Guði. Mælti múslimski hjúkrunarfræðingurinn með slæðuna. Ég hef líka farið í gegnum krabbameinsmeðferð. Þá bað ég fólkið mitt að treysta Guði. Jóna Hrönn Bolladóttir er sóknarprestur í Garðabæ Bjarni Karlsson er prestur og siðfræðingur [1] Enska hugtakið sem við þýðum með orðasambandinu virkt skaðleysi er Nonviolence. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Páskar Jóna Hrönn Bolladóttir Bjarni Karlsson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Umliðnar vikur höfum við hjónin dvalið í Lundi í Svíþjóð þar sem Jóna Hrönn hefur undirgengist mergskipti. Það er rausnarleg meðhöndlun sem kallar á aðkomu ótal einstaklinga, allt frá óþekktum merggjafa yfir í sérfræðinga á sviði blóðlækninga, frá leigubílstjóranum sem bíður í salnum þegar lent er á Kastrup yfir í hjúkrunarfræðing á næturvakt, frá ræstitæknum sem fara um stofur og ganga af vísindalegri nákvæmni yfir í matreiðslufólk og sjúkraliða og meinatækna og allt hitt fólkið sem sér til þess að eitt hátæknisjúkrahús geti verið aflstöð heilsu og vonar fyrir hundruðir þúsunda. Þegar Franz páfi kvaddi sitt sjúkrahús nú á dögunum voru höfð eftir honum orð á þá leið að veggir sjúkrahússins heyrðu fleiri einlægar bænir en kirkjuveggirnir og undir þaki þess væru veitt heitari faðmlög en nokkur flugvallarbygging fengi að hýsa. Í lauslegri þýðingu er framhaldið á þessa leið: „Á sjúkrahúsinu bjargar samkynhneigður læknir lífi persónu sem hatar kynseginfólk og sérfræðingur í forréttindastöðu bjargar lífi betlarans. Á bráðavaktinni er Gyðingur að þjóna Múslimanum, lögreglumaður og fangi deila stofu og efnaður sjúklingur bíður lifrarígræðslu fátæks líffæragjafa. Á sjúkrahúsinu mætast ólíkir heimar í Guðs vilja þegar mein fólks og áverkar hljóta aðhlynningu. Í þessu samfélagi örlaganna verður okkur ljóst að ein og sjálf erum við ekki neitt. Sjúkrahús er staður þar sem manneskjur taka niður grímuna og birtast eins og þau eru í sínu innsta eðli.“ Þessi orð hittu okkur í hjartastað. Dag einn þegar Jóna Hrönn lá þjáð í sínu sjúkrarúmi kom hjúkrunarfræðingur með slæðu að múslimskum sið á höfði til að sinna henni. Verk sitt vann hún af slíkri kunnáttu og varfærni að þegar þjónustunni var lokið lá Jóna grátandi af létti og þakklæti. Þá horfði hjúkrunarfræðingurinn festulega í augun á þessum sköllótta sóknarpresti ofan af Íslandi og mælti á ensku með mildri röddu: Vertu óhrædd. Treystu Guði. Svo bætti hún við. Ég hef líka farið í gegnum krabbameinsmeðferð. Þá bað ég fólkið mitt að treysta Guði. Þarna birtist sjúkrahúsið okkur sem heilagt musteri. Fagmaðurinn og sjúklingurinn gátu mæst í gagnkvæmri mennsku og trausti á æðri mátt. Hvorug þurfti að halda í neinar skilgreiningar rétt á meðan. Það er ekki vandamál þegar mannshjörtun mætast. Þegar valdi er dreift Nú lifir veröldin Biblíulega tíma, ef svo má að orði komast. Hrokavald heimsins hamast við að tvístra og hræða svo að færa megi sér heiminn í nyt í friði fyrir almenningi. Og aðferðin er alltaf söm: Skelfum þau, segja stríðandi valdsmenn hver við annan og kinka kolli. Etjum þeim saman og ærum þau til að hata okkur og hvert annað. Loks þegar enginn veit lengur sitt rjúkandi ráð skiptum við gróðanum! Um þennan veruleika mælti Jesús: Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess að þeir hafi líf, líf í fyllstu gnægð. (Jóhannesarguðspjall 10.10) Á páskum fagna kristnir menn sigri ástar og lífs yfir hatri og dauða. Fæðing Guðs sonar í hendur fátæks almúgafólks er samstöðuyfirlýsing með almenningi á öllum öldum. Samstaða með fátækum gegn rembingi og valdshroka. Lesa má Guðspjöllin í Nýja testamenntinu sem nokkurs konar hraðfréttir af því hvernig meistarinn frá Nasaret gekk um sýnandi þörfum og hagsmunum almennings virðingu. Hann læknaði sjúka, mettaði svanga, reisti við mannorð, truflaði hrokagikki og gaf valdalausum rödd þvert á alla múrana sem við erum alltaf að reisa milli þjóða, stétta, kynja, trúarbragða, heilsufarshópa og annars sem einkennir fólk. Enda var Jesú svo vel fagnað á pálmasunnudegi að ljóst varð að nú yrðu þeir að drepa hann. - Hvernig á að stjórna fólki sem ekki óttast og vill ekki hata? Hver hirðir offsagróða í slíku árferði? Mannlegar þarfir eru eins á öllum öldum. Menning dauðans á allt undir því að þarfir fólks séu ekki virtar og þeim ekki mætt. Þess vegna er þjösnast á fólki, innviðum, menningarhópum og öllu sem hægt er að meiða og skemma. Meðfram öðru er stuðst við sprengjuregn á mannabyggðir, þjóðarmorð, nauðganir, opinberan hrottaskap gegn föngum og hvað sem nota má til að hámarka angist þjóða. Fólk sem lifir við öryggi og heilsu langar ekki að hata. Samfélag þar sem almenningur nýtur frelsis til að gera og vera það sem skiptir hann máli elur ekki á rembingi, leggur ekki eyru við falsfréttum og vonar ekki illt um aðra. Þegar valdi er dreift, svo að virðing er borin fyrir þörfum fólks og samlíðun veitt í raunum, veðjar fólk ekki á yfirráð heldur samráð. Þá stjórnast það ekki af refsigleði heldur krefst ábyrgðar. Þá treysta menn ekki á forréttindi hinna fáu á kostnað fjöldans en ástunda sanngirni og samvinnu í þágu manns og náttúru. Þá grípur líka þjösnarinn í tómt líkt og Pílatus þegar hann spurði Jesú: Veistu ekki að ég hef vald? Ég haf vald til að krossfesta þig og vald til að láta þig lausan. En Jesús ansaði: Þú hefðir ekkert vald yfir mér nema þér væri gefið það að ofan. – Ofan úr valdakerfinu sem hefur fjárfest í þér. Pílatus, þú ert bara maður eins og ég, var Jesús að segja. Virkt skaðleysi Á Biblíulegum tímum þurfum við að endurlæra hið virka skaðleysi[1] Jesú Krists. Við þurfum að horfa til Mahatma Gandhi, Martin Luther King og annara friðarboða mannkyns sem stóðu í sannleikanum andspænis ógnarvaldinu og höfnuðu því að gera árás eða flýja, frjósa eða lúffa líkt og ætlast er til svo að leikur úlfsins að hjörðinni geti haldið áfram. Gott var að heyra um Harvard háskóla sem frekar vill missa ríkisstyrki en sjálfsvirðingu sína fyrir Trumpstjórninni. Stórkostlegt að sjá handboltalandslið kvenna senda skýr skilaboð gegn þjóðarmorði Ísraels á Gaza. Ofbeldi verður alltaf til og heldur áfram að virka. Virkt skaðleysi gerir bara betur og ber loks sigur úr býtum. Hernaður verður áfram þjálfaður, fjármagnaður og stundaður. Virkt skaðleysi krefst ekki síður þjálfunar og skipulags en það kostar margfalt færri mannslíf, fer betur með fólk og fé og nær meiri árangri. Nefna má afnám aðskilnaðarstefnu Suður Afríku, kvennabaráttuna, réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum, baráttu kynseginfólks, o.s.frv., o.s.frv. o.s.frv. Svo birtist Jesús vinum sínum á páskadagmorgni upp risinn í níddum líkama sínum. Hvað má það merkja? Hvað má það merkja fyrir alla nídda líkami, lífs og liðna, að Guðs sonur var kvalinn og deyddur en reis upp á þriðja degi? Vertu óhrædd. Treystu Guði. Mælti múslimski hjúkrunarfræðingurinn með slæðuna. Ég hef líka farið í gegnum krabbameinsmeðferð. Þá bað ég fólkið mitt að treysta Guði. Jóna Hrönn Bolladóttir er sóknarprestur í Garðabæ Bjarni Karlsson er prestur og siðfræðingur [1] Enska hugtakið sem við þýðum með orðasambandinu virkt skaðleysi er Nonviolence.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun