Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2025 17:15 Bylgja Hrönn segist hafa á tilfinningunni að málin séu mun fleiri í ár en síðustu ár. Árið 2023 komu sex hópnauðgunarmál inn á borð lögreglunnar, á landinu öllu, og árið 2024 voru þau tíu. Nú hafa sex mál komið upp það sem af er ári, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu einni. Vísir/Sigurjón Sex kynferðisbrotamál, þar sem gerendur eru tveir eða fleiri, hafa komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir þetta aukningu frá fyrri árum. Greint var frá því fyrir tíu dögum síðan að þrír hefðu verið handteknir í tengslum við meinta hópnauðgun í Reykjavík og að þeir hefðu sætt gæsluvarðhaldi í fimm daga. Einn mannanna er í farbanni. Málið er ekki það eina, þar sem sakborningar eru tveir eða fleiri, sem er á borði lögreglu. „Núna í dag erum við með sex mál, þessi sex mál eru mál frá þessu ári,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Misjafnt er hve margir sakborningarnir eru. Bylgja segir þá fleiri en tvo og fleiri en þrjá í sumum málanna. Vel geti verið að þegar líður á rannsókn málanna að einhverjir missi réttarstöðu sakbornings. Meðalaldur bæði brotaþola og gerenda er á svipuðu róli, frá átján ára upp undir fertugt. Líklegt að fleiri mál verði tilkynnt á næstu vikum Samkvæmt heimildum fréttastofu er annað mál af þessu tagi á leið inn á borð lögreglu, þar sem einn meintra gerenda er þegar sakborningur í hópnauðgunarmáli sem er til rannsóknar hjá lögreglu. Eru dæmi um að það sé sami gerandi í einhverjum málum? „Eins og staðan er núna þá er ekki en ég hef heyrt af því. Ég á alveg von á því að það komi fleiri mál inn núna miðað við það sem við erum að sjá á samfélagsmiðlum,“ segir Bylgja. Allt að tíu mál á ári Frá árinu 2020 hafa milli sex og tíu mál af þessu tagi ratað inn á borð lögreglu, lang flest þeirra á höfuðborgarsvæðinu eða 39 af 47 á þessum sex árum. Það sem af er ári hafa sex hópnauðgunarmál komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru jafn mörg slík mál og komu upp á landinu öllu árið 2023. Vísir/Sara „Hérna eru náttúrulega flestir skemmtistaðir og meira af fólki þá eðli málsins samkvæmt koma fleiri mál til okkar,“ segir Bylgja. „Hlutfallslega myndi ég segja, núna er kominn miður apríl og við erum komin með sex mál. Síðan 2020 þá hefur þetta verið á bilinu sex upp í tíu mál. Mest tíu mál 2023 ef ég man rétt. Nú eru þau komin upp í sex og það er bara apríl.“ Lögreglumál Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Fleiri en ein hópnauðgun er til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einn er í farbanni vegna meintrar hópnauðgunar í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum. 10. apríl 2025 16:53 Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir. 6. apríl 2025 18:09 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Greint var frá því fyrir tíu dögum síðan að þrír hefðu verið handteknir í tengslum við meinta hópnauðgun í Reykjavík og að þeir hefðu sætt gæsluvarðhaldi í fimm daga. Einn mannanna er í farbanni. Málið er ekki það eina, þar sem sakborningar eru tveir eða fleiri, sem er á borði lögreglu. „Núna í dag erum við með sex mál, þessi sex mál eru mál frá þessu ári,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Misjafnt er hve margir sakborningarnir eru. Bylgja segir þá fleiri en tvo og fleiri en þrjá í sumum málanna. Vel geti verið að þegar líður á rannsókn málanna að einhverjir missi réttarstöðu sakbornings. Meðalaldur bæði brotaþola og gerenda er á svipuðu róli, frá átján ára upp undir fertugt. Líklegt að fleiri mál verði tilkynnt á næstu vikum Samkvæmt heimildum fréttastofu er annað mál af þessu tagi á leið inn á borð lögreglu, þar sem einn meintra gerenda er þegar sakborningur í hópnauðgunarmáli sem er til rannsóknar hjá lögreglu. Eru dæmi um að það sé sami gerandi í einhverjum málum? „Eins og staðan er núna þá er ekki en ég hef heyrt af því. Ég á alveg von á því að það komi fleiri mál inn núna miðað við það sem við erum að sjá á samfélagsmiðlum,“ segir Bylgja. Allt að tíu mál á ári Frá árinu 2020 hafa milli sex og tíu mál af þessu tagi ratað inn á borð lögreglu, lang flest þeirra á höfuðborgarsvæðinu eða 39 af 47 á þessum sex árum. Það sem af er ári hafa sex hópnauðgunarmál komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru jafn mörg slík mál og komu upp á landinu öllu árið 2023. Vísir/Sara „Hérna eru náttúrulega flestir skemmtistaðir og meira af fólki þá eðli málsins samkvæmt koma fleiri mál til okkar,“ segir Bylgja. „Hlutfallslega myndi ég segja, núna er kominn miður apríl og við erum komin með sex mál. Síðan 2020 þá hefur þetta verið á bilinu sex upp í tíu mál. Mest tíu mál 2023 ef ég man rétt. Nú eru þau komin upp í sex og það er bara apríl.“
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Fleiri en ein hópnauðgun er til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einn er í farbanni vegna meintrar hópnauðgunar í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum. 10. apríl 2025 16:53 Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir. 6. apríl 2025 18:09 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Fleiri en ein hópnauðgun er til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einn er í farbanni vegna meintrar hópnauðgunar í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum. 10. apríl 2025 16:53
Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir. 6. apríl 2025 18:09