Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar 16. apríl 2025 20:01 Frumvarp barna- og menntamálaráðherra hefur sett allt á hliðina hjá stjórnarandstöðunni og þá sérstaklega hjá þingmanni nokkrum sem áður kenndi sig við ritstjóra. Frumvarpið er þess efnis að framhaldsskólum er veitt skýrari heimild til að innrita nemendur inn á öðrum forsendum en bara einkunnum, til að stuðla að nemendur sú metnir heildstætt. Það er ekkert leyndarmál að nemendur eru svo miklu meira en einhverjir stafir á blaði. Í raun er aðeins verið að veita framhaldsskólum meira svigrúm og jafna tækifæri nemenda til að komast í skólann sem þau vilja fara í. Þetta frumvarp er því liður í að gera skólakerfið aðgengilegra, fjölbreyttara og sanngjarnara. Fleiri tækifæri, fjölbreyttari forsendur Ólíkt því sem hefur verið haldið fram er ekki verið að skylda einn né neinn til að taka upp þessa reglu, það er verið að veita skýrari heimild til að taka við nemendum á fjölbreyttari forsendum og auka vægi annara þátta eins og til dæmis tómstundarstarfs, þátttöku í félagsstarfi og íþróttastarfs. Það eru margir þættir sem geta valdið slakri einkunn hjá nemanda í 10. bekk í einu eða tveimur fögum, vanlíðan í skólanum eða heima fyrir, kannski var viðkomandi nemandi undir miklu álagi á öðrum sviðum. Ungmenni eiga líka að hafa tækifæri á að lifa lífinu, án þess að þurfa að hafa stöðugar áhyggjur af stórkostlegum akademískum afleiðingum. Það er því bara sanngjarnt að skólar megi byggja innritun sína á nemendanum í heild sinni, á nemandanum sem manneskju, ekki bara sem námsmanni. Þetta er bara það sama og við treystum atvinnulífinu fyrir, fólk er ekki ráðið í vinnu á einkunnum einum og sér, heldur heildarpakka. Frumvarpið hefur einnig fjölbreytileika að leiðarljósi þar sem það getur aukið félagslega blöndun innan skólanna. Nemendur af ólíkum uppruna geta fengið tækifæri til þess að læra saman sem eykur félagslega samstöðu og vinnur gegn stéttaskiptingu. Ávinningur frumvarpsins Niðurstaðan er þessi; frumvarp menntamálaráðherra er skref í átt að aðgengilegra og sanngjarnara menntakerfi, menntakerfi, sem tekur ekki bara afstöðu til einkunnar heldur til annara þátta sem hafa alveg jafn mikið vægi. Líkt og vikið var að áðan hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þetta frumvarp harðlega, meðal annars með því að segja einkunnir muni skipta minna máli, það er ekki rétt. Það er einfaldlega verið að veita framhaldsskólum leyfi til að horfa til fleiri þátta við innritun. Það er verið að meta nemendur í 10. bekk sem manneskjur og hvetja ungt fólk til að leggja sig líka fram á öðrum stöðum en bara í kennslustofunni. Þetta þarf ekki að vera flókið, við viljum flest stefna í þessa átt og Guðmundur Ingi Kristinsson á hrós skilið fyrir vinnu sína í þágu aðgengilegra menntakerfis. Höfundur er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks og nemandi við Verzlunarskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp barna- og menntamálaráðherra hefur sett allt á hliðina hjá stjórnarandstöðunni og þá sérstaklega hjá þingmanni nokkrum sem áður kenndi sig við ritstjóra. Frumvarpið er þess efnis að framhaldsskólum er veitt skýrari heimild til að innrita nemendur inn á öðrum forsendum en bara einkunnum, til að stuðla að nemendur sú metnir heildstætt. Það er ekkert leyndarmál að nemendur eru svo miklu meira en einhverjir stafir á blaði. Í raun er aðeins verið að veita framhaldsskólum meira svigrúm og jafna tækifæri nemenda til að komast í skólann sem þau vilja fara í. Þetta frumvarp er því liður í að gera skólakerfið aðgengilegra, fjölbreyttara og sanngjarnara. Fleiri tækifæri, fjölbreyttari forsendur Ólíkt því sem hefur verið haldið fram er ekki verið að skylda einn né neinn til að taka upp þessa reglu, það er verið að veita skýrari heimild til að taka við nemendum á fjölbreyttari forsendum og auka vægi annara þátta eins og til dæmis tómstundarstarfs, þátttöku í félagsstarfi og íþróttastarfs. Það eru margir þættir sem geta valdið slakri einkunn hjá nemanda í 10. bekk í einu eða tveimur fögum, vanlíðan í skólanum eða heima fyrir, kannski var viðkomandi nemandi undir miklu álagi á öðrum sviðum. Ungmenni eiga líka að hafa tækifæri á að lifa lífinu, án þess að þurfa að hafa stöðugar áhyggjur af stórkostlegum akademískum afleiðingum. Það er því bara sanngjarnt að skólar megi byggja innritun sína á nemendanum í heild sinni, á nemandanum sem manneskju, ekki bara sem námsmanni. Þetta er bara það sama og við treystum atvinnulífinu fyrir, fólk er ekki ráðið í vinnu á einkunnum einum og sér, heldur heildarpakka. Frumvarpið hefur einnig fjölbreytileika að leiðarljósi þar sem það getur aukið félagslega blöndun innan skólanna. Nemendur af ólíkum uppruna geta fengið tækifæri til þess að læra saman sem eykur félagslega samstöðu og vinnur gegn stéttaskiptingu. Ávinningur frumvarpsins Niðurstaðan er þessi; frumvarp menntamálaráðherra er skref í átt að aðgengilegra og sanngjarnara menntakerfi, menntakerfi, sem tekur ekki bara afstöðu til einkunnar heldur til annara þátta sem hafa alveg jafn mikið vægi. Líkt og vikið var að áðan hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þetta frumvarp harðlega, meðal annars með því að segja einkunnir muni skipta minna máli, það er ekki rétt. Það er einfaldlega verið að veita framhaldsskólum leyfi til að horfa til fleiri þátta við innritun. Það er verið að meta nemendur í 10. bekk sem manneskjur og hvetja ungt fólk til að leggja sig líka fram á öðrum stöðum en bara í kennslustofunni. Þetta þarf ekki að vera flókið, við viljum flest stefna í þessa átt og Guðmundur Ingi Kristinsson á hrós skilið fyrir vinnu sína í þágu aðgengilegra menntakerfis. Höfundur er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks og nemandi við Verzlunarskóla Íslands
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar