Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar 16. apríl 2025 20:01 Frumvarp barna- og menntamálaráðherra hefur sett allt á hliðina hjá stjórnarandstöðunni og þá sérstaklega hjá þingmanni nokkrum sem áður kenndi sig við ritstjóra. Frumvarpið er þess efnis að framhaldsskólum er veitt skýrari heimild til að innrita nemendur inn á öðrum forsendum en bara einkunnum, til að stuðla að nemendur sú metnir heildstætt. Það er ekkert leyndarmál að nemendur eru svo miklu meira en einhverjir stafir á blaði. Í raun er aðeins verið að veita framhaldsskólum meira svigrúm og jafna tækifæri nemenda til að komast í skólann sem þau vilja fara í. Þetta frumvarp er því liður í að gera skólakerfið aðgengilegra, fjölbreyttara og sanngjarnara. Fleiri tækifæri, fjölbreyttari forsendur Ólíkt því sem hefur verið haldið fram er ekki verið að skylda einn né neinn til að taka upp þessa reglu, það er verið að veita skýrari heimild til að taka við nemendum á fjölbreyttari forsendum og auka vægi annara þátta eins og til dæmis tómstundarstarfs, þátttöku í félagsstarfi og íþróttastarfs. Það eru margir þættir sem geta valdið slakri einkunn hjá nemanda í 10. bekk í einu eða tveimur fögum, vanlíðan í skólanum eða heima fyrir, kannski var viðkomandi nemandi undir miklu álagi á öðrum sviðum. Ungmenni eiga líka að hafa tækifæri á að lifa lífinu, án þess að þurfa að hafa stöðugar áhyggjur af stórkostlegum akademískum afleiðingum. Það er því bara sanngjarnt að skólar megi byggja innritun sína á nemendanum í heild sinni, á nemandanum sem manneskju, ekki bara sem námsmanni. Þetta er bara það sama og við treystum atvinnulífinu fyrir, fólk er ekki ráðið í vinnu á einkunnum einum og sér, heldur heildarpakka. Frumvarpið hefur einnig fjölbreytileika að leiðarljósi þar sem það getur aukið félagslega blöndun innan skólanna. Nemendur af ólíkum uppruna geta fengið tækifæri til þess að læra saman sem eykur félagslega samstöðu og vinnur gegn stéttaskiptingu. Ávinningur frumvarpsins Niðurstaðan er þessi; frumvarp menntamálaráðherra er skref í átt að aðgengilegra og sanngjarnara menntakerfi, menntakerfi, sem tekur ekki bara afstöðu til einkunnar heldur til annara þátta sem hafa alveg jafn mikið vægi. Líkt og vikið var að áðan hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þetta frumvarp harðlega, meðal annars með því að segja einkunnir muni skipta minna máli, það er ekki rétt. Það er einfaldlega verið að veita framhaldsskólum leyfi til að horfa til fleiri þátta við innritun. Það er verið að meta nemendur í 10. bekk sem manneskjur og hvetja ungt fólk til að leggja sig líka fram á öðrum stöðum en bara í kennslustofunni. Þetta þarf ekki að vera flókið, við viljum flest stefna í þessa átt og Guðmundur Ingi Kristinsson á hrós skilið fyrir vinnu sína í þágu aðgengilegra menntakerfis. Höfundur er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks og nemandi við Verzlunarskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Frumvarp barna- og menntamálaráðherra hefur sett allt á hliðina hjá stjórnarandstöðunni og þá sérstaklega hjá þingmanni nokkrum sem áður kenndi sig við ritstjóra. Frumvarpið er þess efnis að framhaldsskólum er veitt skýrari heimild til að innrita nemendur inn á öðrum forsendum en bara einkunnum, til að stuðla að nemendur sú metnir heildstætt. Það er ekkert leyndarmál að nemendur eru svo miklu meira en einhverjir stafir á blaði. Í raun er aðeins verið að veita framhaldsskólum meira svigrúm og jafna tækifæri nemenda til að komast í skólann sem þau vilja fara í. Þetta frumvarp er því liður í að gera skólakerfið aðgengilegra, fjölbreyttara og sanngjarnara. Fleiri tækifæri, fjölbreyttari forsendur Ólíkt því sem hefur verið haldið fram er ekki verið að skylda einn né neinn til að taka upp þessa reglu, það er verið að veita skýrari heimild til að taka við nemendum á fjölbreyttari forsendum og auka vægi annara þátta eins og til dæmis tómstundarstarfs, þátttöku í félagsstarfi og íþróttastarfs. Það eru margir þættir sem geta valdið slakri einkunn hjá nemanda í 10. bekk í einu eða tveimur fögum, vanlíðan í skólanum eða heima fyrir, kannski var viðkomandi nemandi undir miklu álagi á öðrum sviðum. Ungmenni eiga líka að hafa tækifæri á að lifa lífinu, án þess að þurfa að hafa stöðugar áhyggjur af stórkostlegum akademískum afleiðingum. Það er því bara sanngjarnt að skólar megi byggja innritun sína á nemendanum í heild sinni, á nemandanum sem manneskju, ekki bara sem námsmanni. Þetta er bara það sama og við treystum atvinnulífinu fyrir, fólk er ekki ráðið í vinnu á einkunnum einum og sér, heldur heildarpakka. Frumvarpið hefur einnig fjölbreytileika að leiðarljósi þar sem það getur aukið félagslega blöndun innan skólanna. Nemendur af ólíkum uppruna geta fengið tækifæri til þess að læra saman sem eykur félagslega samstöðu og vinnur gegn stéttaskiptingu. Ávinningur frumvarpsins Niðurstaðan er þessi; frumvarp menntamálaráðherra er skref í átt að aðgengilegra og sanngjarnara menntakerfi, menntakerfi, sem tekur ekki bara afstöðu til einkunnar heldur til annara þátta sem hafa alveg jafn mikið vægi. Líkt og vikið var að áðan hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þetta frumvarp harðlega, meðal annars með því að segja einkunnir muni skipta minna máli, það er ekki rétt. Það er einfaldlega verið að veita framhaldsskólum leyfi til að horfa til fleiri þátta við innritun. Það er verið að meta nemendur í 10. bekk sem manneskjur og hvetja ungt fólk til að leggja sig líka fram á öðrum stöðum en bara í kennslustofunni. Þetta þarf ekki að vera flókið, við viljum flest stefna í þessa átt og Guðmundur Ingi Kristinsson á hrós skilið fyrir vinnu sína í þágu aðgengilegra menntakerfis. Höfundur er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks og nemandi við Verzlunarskóla Íslands
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun