Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar 16. apríl 2025 20:01 Frumvarp barna- og menntamálaráðherra hefur sett allt á hliðina hjá stjórnarandstöðunni og þá sérstaklega hjá þingmanni nokkrum sem áður kenndi sig við ritstjóra. Frumvarpið er þess efnis að framhaldsskólum er veitt skýrari heimild til að innrita nemendur inn á öðrum forsendum en bara einkunnum, til að stuðla að nemendur sú metnir heildstætt. Það er ekkert leyndarmál að nemendur eru svo miklu meira en einhverjir stafir á blaði. Í raun er aðeins verið að veita framhaldsskólum meira svigrúm og jafna tækifæri nemenda til að komast í skólann sem þau vilja fara í. Þetta frumvarp er því liður í að gera skólakerfið aðgengilegra, fjölbreyttara og sanngjarnara. Fleiri tækifæri, fjölbreyttari forsendur Ólíkt því sem hefur verið haldið fram er ekki verið að skylda einn né neinn til að taka upp þessa reglu, það er verið að veita skýrari heimild til að taka við nemendum á fjölbreyttari forsendum og auka vægi annara þátta eins og til dæmis tómstundarstarfs, þátttöku í félagsstarfi og íþróttastarfs. Það eru margir þættir sem geta valdið slakri einkunn hjá nemanda í 10. bekk í einu eða tveimur fögum, vanlíðan í skólanum eða heima fyrir, kannski var viðkomandi nemandi undir miklu álagi á öðrum sviðum. Ungmenni eiga líka að hafa tækifæri á að lifa lífinu, án þess að þurfa að hafa stöðugar áhyggjur af stórkostlegum akademískum afleiðingum. Það er því bara sanngjarnt að skólar megi byggja innritun sína á nemendanum í heild sinni, á nemandanum sem manneskju, ekki bara sem námsmanni. Þetta er bara það sama og við treystum atvinnulífinu fyrir, fólk er ekki ráðið í vinnu á einkunnum einum og sér, heldur heildarpakka. Frumvarpið hefur einnig fjölbreytileika að leiðarljósi þar sem það getur aukið félagslega blöndun innan skólanna. Nemendur af ólíkum uppruna geta fengið tækifæri til þess að læra saman sem eykur félagslega samstöðu og vinnur gegn stéttaskiptingu. Ávinningur frumvarpsins Niðurstaðan er þessi; frumvarp menntamálaráðherra er skref í átt að aðgengilegra og sanngjarnara menntakerfi, menntakerfi, sem tekur ekki bara afstöðu til einkunnar heldur til annara þátta sem hafa alveg jafn mikið vægi. Líkt og vikið var að áðan hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þetta frumvarp harðlega, meðal annars með því að segja einkunnir muni skipta minna máli, það er ekki rétt. Það er einfaldlega verið að veita framhaldsskólum leyfi til að horfa til fleiri þátta við innritun. Það er verið að meta nemendur í 10. bekk sem manneskjur og hvetja ungt fólk til að leggja sig líka fram á öðrum stöðum en bara í kennslustofunni. Þetta þarf ekki að vera flókið, við viljum flest stefna í þessa átt og Guðmundur Ingi Kristinsson á hrós skilið fyrir vinnu sína í þágu aðgengilegra menntakerfis. Höfundur er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks og nemandi við Verzlunarskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frumvarp barna- og menntamálaráðherra hefur sett allt á hliðina hjá stjórnarandstöðunni og þá sérstaklega hjá þingmanni nokkrum sem áður kenndi sig við ritstjóra. Frumvarpið er þess efnis að framhaldsskólum er veitt skýrari heimild til að innrita nemendur inn á öðrum forsendum en bara einkunnum, til að stuðla að nemendur sú metnir heildstætt. Það er ekkert leyndarmál að nemendur eru svo miklu meira en einhverjir stafir á blaði. Í raun er aðeins verið að veita framhaldsskólum meira svigrúm og jafna tækifæri nemenda til að komast í skólann sem þau vilja fara í. Þetta frumvarp er því liður í að gera skólakerfið aðgengilegra, fjölbreyttara og sanngjarnara. Fleiri tækifæri, fjölbreyttari forsendur Ólíkt því sem hefur verið haldið fram er ekki verið að skylda einn né neinn til að taka upp þessa reglu, það er verið að veita skýrari heimild til að taka við nemendum á fjölbreyttari forsendum og auka vægi annara þátta eins og til dæmis tómstundarstarfs, þátttöku í félagsstarfi og íþróttastarfs. Það eru margir þættir sem geta valdið slakri einkunn hjá nemanda í 10. bekk í einu eða tveimur fögum, vanlíðan í skólanum eða heima fyrir, kannski var viðkomandi nemandi undir miklu álagi á öðrum sviðum. Ungmenni eiga líka að hafa tækifæri á að lifa lífinu, án þess að þurfa að hafa stöðugar áhyggjur af stórkostlegum akademískum afleiðingum. Það er því bara sanngjarnt að skólar megi byggja innritun sína á nemendanum í heild sinni, á nemandanum sem manneskju, ekki bara sem námsmanni. Þetta er bara það sama og við treystum atvinnulífinu fyrir, fólk er ekki ráðið í vinnu á einkunnum einum og sér, heldur heildarpakka. Frumvarpið hefur einnig fjölbreytileika að leiðarljósi þar sem það getur aukið félagslega blöndun innan skólanna. Nemendur af ólíkum uppruna geta fengið tækifæri til þess að læra saman sem eykur félagslega samstöðu og vinnur gegn stéttaskiptingu. Ávinningur frumvarpsins Niðurstaðan er þessi; frumvarp menntamálaráðherra er skref í átt að aðgengilegra og sanngjarnara menntakerfi, menntakerfi, sem tekur ekki bara afstöðu til einkunnar heldur til annara þátta sem hafa alveg jafn mikið vægi. Líkt og vikið var að áðan hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þetta frumvarp harðlega, meðal annars með því að segja einkunnir muni skipta minna máli, það er ekki rétt. Það er einfaldlega verið að veita framhaldsskólum leyfi til að horfa til fleiri þátta við innritun. Það er verið að meta nemendur í 10. bekk sem manneskjur og hvetja ungt fólk til að leggja sig líka fram á öðrum stöðum en bara í kennslustofunni. Þetta þarf ekki að vera flókið, við viljum flest stefna í þessa átt og Guðmundur Ingi Kristinsson á hrós skilið fyrir vinnu sína í þágu aðgengilegra menntakerfis. Höfundur er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks og nemandi við Verzlunarskóla Íslands
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun