Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. apríl 2025 20:04 Sigfús er alltaf léttur í skapi og nýtur lífsins alla daga. Íslenskt skyr er uppáhalds maturinn hans. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Húsin þurfa að anda eins og mannfólkið,“ segir 93 ára byggingameistari á Selfossi, sem hefur byggt um tvö hundruð hús í bæjarfélaginu en mygla hefur aldrei greinst í þeim húsum. Þá segir hann að timbur hafi verið miklu betra í gamla daga heldur en í dag því nú sé það svo gljúpt og lélegt. Hér erum við að tala um Sigfús Kristinsson, eða Fúsa Kristins eins og hann er alltaf kallaður á Selfossi. Hann er nú sestur í helgan stein en líður best á skrifstofunni sinni þar sem hann skoðar gamla pappíra og les blöðin. Á milli 30 og 40 karlar störfuðu við smíðar hjá Fúsa þegar mest var en hann hefur byggt allar helstu byggingar á Selfossi eins og sjúkrahúsið, Landsbankann, Fjölbrautaskóla Suðurlands og fullt, fullt af einbýlishúsum. Aldrei hefur greinst mygla í húsum frá Fúsa. „Húsin þurfa að anda eins og mannfólkið, þau þurfa að anda,” segir Fúsi. En af hverju var engin mygla þegar hann var að byggja öll þessi hús? „Það var bara allt annað vinnulag og timbrið var var líka mikið, mikið betra þá en núna. Það var svo þétt vaxið, nú er það svo gljúft og lélegt og drekkur í sig vatn,” segir Fúsi. En hvað heldur þú með mygluna í húsunum, heldur þú að þetta verði áfram svona vandamál? „Það verður það svo lengi, sem þeir breyta ekki byggingaaðferðinni. Út með þetta helvítis plast því það lokar algjörlega rakann inni,” segir Fúsi og leggur áherslu á orð sín. Sigfús eyðir miklum tíma dagsins inn á skrifstofunni sinni innan um pappíra, blöð og fleira þess háttar, sem hann gluggar eitthvað í að hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýjasta byggingin hjá Fúsa er torfbær á Selfossi, sem hann byggði fyrir nokkrum árum. En hann er ekki hrifin af öllu flötu þökunum á nýjum húsum í dag. „Mér finnst þau alveg skelfileg bara. Þau eru líka svo ljót. Þau eru mikið fallegri hin með risi og þakbrún út fyrir, sem hlífir veggjunum.” Fúsi segist þakka á hverjum degi fyrir góða heilsu en hverju þakkar hann það ? „Lífsánægja og lífsvilji og góð gen út í lífið og vera aldrei að hugsa neikvæða hugsun, vera frekar bjartsýnn í hugsun,” segir Fúsi. Sigfús hefur ekki bara byggt einbýlishús, nei, hann hefur líka byggt kirkjur eins og Laugardælakirkju í Flóahreppi rétt fyrir utan Selfoss. Laugardælakirkja í Flóahreppi, sem Fúsi byggði með sínum starfsmönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, talandi um kirkju, Fúsi hefur mikinn áhuga á andlegum málefnum og hann segist vita nákvæmlega hvað verði um okkur þegar við deyjum. „Við förum í næstu tilveru, fáum líf alveg eins og hérna en það er nefnilega svolítið hvernig menn hafa hagað sér í lífinu, hvernig menn lenda hinum megin,” segir 93 ára byggingameistarinn. Sigfús var að ljúka við að skrifa ævisögu sína, sem er nú komin út í bók og verður gefin út formlega á næstu vikum. Mikill fróðleikur er í bókinni um ævi og störf hans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hús og heimili Mygla Byggingariðnaður Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Hér erum við að tala um Sigfús Kristinsson, eða Fúsa Kristins eins og hann er alltaf kallaður á Selfossi. Hann er nú sestur í helgan stein en líður best á skrifstofunni sinni þar sem hann skoðar gamla pappíra og les blöðin. Á milli 30 og 40 karlar störfuðu við smíðar hjá Fúsa þegar mest var en hann hefur byggt allar helstu byggingar á Selfossi eins og sjúkrahúsið, Landsbankann, Fjölbrautaskóla Suðurlands og fullt, fullt af einbýlishúsum. Aldrei hefur greinst mygla í húsum frá Fúsa. „Húsin þurfa að anda eins og mannfólkið, þau þurfa að anda,” segir Fúsi. En af hverju var engin mygla þegar hann var að byggja öll þessi hús? „Það var bara allt annað vinnulag og timbrið var var líka mikið, mikið betra þá en núna. Það var svo þétt vaxið, nú er það svo gljúft og lélegt og drekkur í sig vatn,” segir Fúsi. En hvað heldur þú með mygluna í húsunum, heldur þú að þetta verði áfram svona vandamál? „Það verður það svo lengi, sem þeir breyta ekki byggingaaðferðinni. Út með þetta helvítis plast því það lokar algjörlega rakann inni,” segir Fúsi og leggur áherslu á orð sín. Sigfús eyðir miklum tíma dagsins inn á skrifstofunni sinni innan um pappíra, blöð og fleira þess háttar, sem hann gluggar eitthvað í að hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýjasta byggingin hjá Fúsa er torfbær á Selfossi, sem hann byggði fyrir nokkrum árum. En hann er ekki hrifin af öllu flötu þökunum á nýjum húsum í dag. „Mér finnst þau alveg skelfileg bara. Þau eru líka svo ljót. Þau eru mikið fallegri hin með risi og þakbrún út fyrir, sem hlífir veggjunum.” Fúsi segist þakka á hverjum degi fyrir góða heilsu en hverju þakkar hann það ? „Lífsánægja og lífsvilji og góð gen út í lífið og vera aldrei að hugsa neikvæða hugsun, vera frekar bjartsýnn í hugsun,” segir Fúsi. Sigfús hefur ekki bara byggt einbýlishús, nei, hann hefur líka byggt kirkjur eins og Laugardælakirkju í Flóahreppi rétt fyrir utan Selfoss. Laugardælakirkja í Flóahreppi, sem Fúsi byggði með sínum starfsmönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, talandi um kirkju, Fúsi hefur mikinn áhuga á andlegum málefnum og hann segist vita nákvæmlega hvað verði um okkur þegar við deyjum. „Við förum í næstu tilveru, fáum líf alveg eins og hérna en það er nefnilega svolítið hvernig menn hafa hagað sér í lífinu, hvernig menn lenda hinum megin,” segir 93 ára byggingameistarinn. Sigfús var að ljúka við að skrifa ævisögu sína, sem er nú komin út í bók og verður gefin út formlega á næstu vikum. Mikill fróðleikur er í bókinni um ævi og störf hans.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hús og heimili Mygla Byggingariðnaður Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira