Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. apríl 2025 19:45 Unnar Már Ástþórsson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marktæka aukningu á tilkynningum um vasaþjófnað. Erlent þjófagengi náðist á myndband láta greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörðustíg í gær. Unnar Már segir auk tveggja sem handteknir hefðu verið í höfuðborginni hefðu einstaklingar verið handteknir af lögreglunni á Suðurlandi fyrir að hafa stundað vasaþjófnað á ferðamannastöðum þar. Þeir tilheyri saman hópi og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu glími við þessa stundina. https://www.visir.is/g/20252715341d/tveir-galdra-menn-i-haldi Erfitt getur verið fyrir lögregluna að hafa hendur í hári þjófanna þar sem þeir koma gagngert til landsins til að stunda þessa iðju og hverfi af landi brott jafnskjótt. „Sumir komast úr landi án þess að við höfum afskipti af þeim hérna í höfuðborginni. Ég veit ekki alveg hvernig það er hjá öðrum lögregluembættum,“ segir Unnar. Auk þjófanna sem náðust á myndband í skartgripaversluninni Gullsmiðju og listmunahúsi Ófeigs barst fréttastofu einnig myndband af vasaþjófi seilast í vasa grandalauss ferðamanns við Strokk í Haukadal. „Þeir sækjast eftir skartgripum, peningum, greiðslukortum, tölvum, farsímum. Öllum þessum dýrmætu munum sem við erum með á okkur á ferðalögunum,“ segir Unnar. Hann brýnir það jafnframt fyrir fólki að láta ekki hugsanlega innbrotsþjófa vita af dvöl sinni erlendis. Það sé betur geymt til heimkomunnar að láta myndefni af ferðalögum á netið. Allt snúist þetta um að fara gætilega að. Unnar segir það mest skartgripaverslanir sem orðið hafi fyrir barði þjófanna í höfuðborginni en einnig verslanir sem sýsla með smá raftæki líkt og farsíma, heyrnartól og annað slíkt. Verslun Reykjavík Ferðaþjónusta Lögreglumál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Unnar Már segir auk tveggja sem handteknir hefðu verið í höfuðborginni hefðu einstaklingar verið handteknir af lögreglunni á Suðurlandi fyrir að hafa stundað vasaþjófnað á ferðamannastöðum þar. Þeir tilheyri saman hópi og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu glími við þessa stundina. https://www.visir.is/g/20252715341d/tveir-galdra-menn-i-haldi Erfitt getur verið fyrir lögregluna að hafa hendur í hári þjófanna þar sem þeir koma gagngert til landsins til að stunda þessa iðju og hverfi af landi brott jafnskjótt. „Sumir komast úr landi án þess að við höfum afskipti af þeim hérna í höfuðborginni. Ég veit ekki alveg hvernig það er hjá öðrum lögregluembættum,“ segir Unnar. Auk þjófanna sem náðust á myndband í skartgripaversluninni Gullsmiðju og listmunahúsi Ófeigs barst fréttastofu einnig myndband af vasaþjófi seilast í vasa grandalauss ferðamanns við Strokk í Haukadal. „Þeir sækjast eftir skartgripum, peningum, greiðslukortum, tölvum, farsímum. Öllum þessum dýrmætu munum sem við erum með á okkur á ferðalögunum,“ segir Unnar. Hann brýnir það jafnframt fyrir fólki að láta ekki hugsanlega innbrotsþjófa vita af dvöl sinni erlendis. Það sé betur geymt til heimkomunnar að láta myndefni af ferðalögum á netið. Allt snúist þetta um að fara gætilega að. Unnar segir það mest skartgripaverslanir sem orðið hafi fyrir barði þjófanna í höfuðborginni en einnig verslanir sem sýsla með smá raftæki líkt og farsíma, heyrnartól og annað slíkt.
Verslun Reykjavík Ferðaþjónusta Lögreglumál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira