Tveir „galdramenn“ í haldi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. apríl 2025 19:00 Hildur Bolladóttir og Bolli Ófeigsson eigendur Ófeigs gullsmiðju lentu í þjófagengi í gær sem þau lýsa eins og galdramönnum. Lögregla hefur handtekið tvo í tengslum við málið. Vísir Þaulskipulagt erlent þjófagengi lét greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörustíg í gær. Eigendur lýsa þjófunum eins og galdramönnum. Lögregla hefur handtekið tvo úr genginu og náð einhverju af þýfinu. Þá náðist myndband af bíræfnum vasaþjófum í Haukadal í gær. Eigandi Gullsmiðju og listmunahúss Ófeigs á Skólavörðustíg var við það að loka í gær þegar fólk sem virtist vera erlendir ferðamenn fór að streyma inn. Hluti hópsins hafði það hlutverk að versla og trufla eigandann meðan aðrir hnupluðu skartgripum fyrir hundruðum þúsunda.Þjófnaðurinn náðist á eftirlitsmyndavélar. „Rosalega óþægilegt“ „Þau komu á stuttum tíma í hollum inn í búðina og voru átta þegar mest var. Ein þeirra bað mig um að sýna sér hring. Ég opnaði hólfið hér í augnablik og þá nýtti annar tækifærið og teygði sig inn fyrir glerið og tókst að ná sér í silfurarmband. Þetta er rosalega óþægilegt,“ segir Hildur Bolladóttir verslunareigandi sem stóð vaktina í gær. Á meðan Hildur afgreiddi svo eitt parið notaði annar einstaklingur úr genginu tækifæri til að stela sýningarbakka með skartgripum úr glugganum. Sá þjófur missti tvo hringi á leið út en var svo bíræfinn að koma aftur til baka og sækja annan þeirra. „Við sáum í eftirlitsmyndavélunum að hann kom aftur inn í búðina til að sækja annan hringinn,“ segir Hildur. Hildur gerði sér grein fyrir að hún hefði verið rænd skömmu eftir að þjófarnir voru á brott og þegar var haft samband við lögreglu. Þá tilkynnti Bolli Ófeigsson gullsmiður og sonur hennar um þjófnaðinn á Facebook. Lögregla hafði snör handtök. „Ég held að það sé búið að finna megnið af þessu og handtaka tvo. Ég er mjög ánægð með það og mikið létt,“ segir Hildur. Eins og galdramenn Bolli Ófeigsson gullsmiðlur segir ótrúlegt að sjá þjófanna athafna sig á eftirlitsmyndböndunum verslunarinnar. „Þjófarnir eru eins og galdramenn,“ segir hann. Hann segir verslunarmenn á Skólavörðustígnum hafa þó nokkrum sinnum lent í sambærilegum þjófagengjum. „Svipaðir hópar hafa verið hér áður og ryksugað úr verslunum. Þetta eru oft algjörir sjónhverfingamenn,“ segir hann. Hann segir að eitt einkenni þjófanna umfram annað. „Fólkið er yfirleitt lélegt í ensku,“ segir hann. Vasaþjófar á vinsælum ferðamannastöðum Það var þó ekki bara á Skólavörðustígnum sem þjófagengi athöfnuðu sig í gær því vasaþjófur læddist í vasa grandalauss ferðamanns við Strokk í Haukadal. Búðarkona í Reykjavík bar kennsl á þjófinn þegar hann reyndi að versla með stolnum greiðslukortum í gær. Lögreglu var gert viðvart. Verslun Reykjavík Lögreglumál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Eigandi Gullsmiðju og listmunahúss Ófeigs á Skólavörðustíg var við það að loka í gær þegar fólk sem virtist vera erlendir ferðamenn fór að streyma inn. Hluti hópsins hafði það hlutverk að versla og trufla eigandann meðan aðrir hnupluðu skartgripum fyrir hundruðum þúsunda.Þjófnaðurinn náðist á eftirlitsmyndavélar. „Rosalega óþægilegt“ „Þau komu á stuttum tíma í hollum inn í búðina og voru átta þegar mest var. Ein þeirra bað mig um að sýna sér hring. Ég opnaði hólfið hér í augnablik og þá nýtti annar tækifærið og teygði sig inn fyrir glerið og tókst að ná sér í silfurarmband. Þetta er rosalega óþægilegt,“ segir Hildur Bolladóttir verslunareigandi sem stóð vaktina í gær. Á meðan Hildur afgreiddi svo eitt parið notaði annar einstaklingur úr genginu tækifæri til að stela sýningarbakka með skartgripum úr glugganum. Sá þjófur missti tvo hringi á leið út en var svo bíræfinn að koma aftur til baka og sækja annan þeirra. „Við sáum í eftirlitsmyndavélunum að hann kom aftur inn í búðina til að sækja annan hringinn,“ segir Hildur. Hildur gerði sér grein fyrir að hún hefði verið rænd skömmu eftir að þjófarnir voru á brott og þegar var haft samband við lögreglu. Þá tilkynnti Bolli Ófeigsson gullsmiður og sonur hennar um þjófnaðinn á Facebook. Lögregla hafði snör handtök. „Ég held að það sé búið að finna megnið af þessu og handtaka tvo. Ég er mjög ánægð með það og mikið létt,“ segir Hildur. Eins og galdramenn Bolli Ófeigsson gullsmiðlur segir ótrúlegt að sjá þjófanna athafna sig á eftirlitsmyndböndunum verslunarinnar. „Þjófarnir eru eins og galdramenn,“ segir hann. Hann segir verslunarmenn á Skólavörðustígnum hafa þó nokkrum sinnum lent í sambærilegum þjófagengjum. „Svipaðir hópar hafa verið hér áður og ryksugað úr verslunum. Þetta eru oft algjörir sjónhverfingamenn,“ segir hann. Hann segir að eitt einkenni þjófanna umfram annað. „Fólkið er yfirleitt lélegt í ensku,“ segir hann. Vasaþjófar á vinsælum ferðamannastöðum Það var þó ekki bara á Skólavörðustígnum sem þjófagengi athöfnuðu sig í gær því vasaþjófur læddist í vasa grandalauss ferðamanns við Strokk í Haukadal. Búðarkona í Reykjavík bar kennsl á þjófinn þegar hann reyndi að versla með stolnum greiðslukortum í gær. Lögreglu var gert viðvart.
Verslun Reykjavík Lögreglumál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira