Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar 15. apríl 2025 15:33 Nú liggur fyrir þinginu frumvarp um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Í breytingunum er meðal annars kveðið á um að auka heimildir skólastjórnenda að horfa til fleiri þátta en einkunna við inntöku nemenda í framhaldsskóla. Hér um að ræða mikilvægt framfaraskref í þágu nemenda sem eru á flóknu og oft viðkvæmu þroskaskeiði við lok grunnskóla sem oftar en ekki hefur áhrif á námsárangur og gerir það að verkum nemendur ná ekki að sýna hvað í þeim býr. Börn þroskast ekki öll á sama hraða á þessum mikilvægu mótunarárum og okkur ber að taka tillit til þess. Mjög misjafnt er hvenær ungt fólk nær vopnum sínum í námi, í mörgum tilfellum er það ekki fyrr en í framhaldsskóla. Okkur sem samfélagi ber að greiða götu allra barna og ungmenna en ekki leggja stein í götu þeirra. Með öðrum orðum ber okkur að stuðla að jafnræði til náms. Jafna möguleika nemenda á að sækja sér menntun á því sviði sem styrkleikar þeirra liggja. Hægt að horfa á aðra styrkleika Því er þessi breyting á frumvarpinu mjög góð, hún gefur okkur tækifæri til að horfa til þátta eins og þátttöku í félagsstarfi, íþrótta- eða öðru tómstundastarfi, áhrifa nemenda á skóla- og bekkjarbrag og annarra félagslegra þátta sem geta vegið þungt í því hvernig nemanda gengur að ná fótfestu í nýjum skóla og getur í mörgum tilfellum verið góð viðbót í viðkomandi skólasamfélag. Hætt er við því að framhaldsskólinn verði af þessum nemendum ef einungis er horft til námsárangurs. Þá má líka horfa til þess að þessar breyting getur haft hvetjandi áhrif á þá sem verið hafa í námslegri lægð og vilja taka sig á. Þeir eygja þá möguleika á þeirri menntun sem þeir hafa hug til. Þá má benda á að fjölbreytt námsumhverfi er af hinu góða fyrir alla. Æskilegt er að framhaldsskólinn líkt og grunnskólinn endurspegli samfélagið eins og frekast er unnt. Framhaldsskólar víða um land hafa ekki verið í þeirri stöðu að handvelja til sín nemendur og því hafa þeir skólar endurspeglað litróf samfélagsins um langt árabil með góðum árangri og brautskráð fjölbreyttan hóp námsmanna sem nú starfa á ýmsum sviðum samfélagsins. Það er enginn að kollvarpa neinu Vert er að taka fram að það ríkir fræðsluskylda fyrir alla nemendur á aldrinum 16-18 ára. Það þýðir að ríkinu ber að sjá þessum aldurshópi fyrir menntun við hæfi. Frumvarpinu er ætlað að bregðast við þróun sem orðið hefur á umhverfi framhaldsskóla frá gildistöku laga um framhaldsskóla fyrir næstum 17 árum síðan og skýra álitaefni sem hafa komið upp í framkvæmd þeirra. Með breytingunni er því ekki verið að kollvarpa neinu kerfi, líkt og ranglega hefur verið haldið fram í umræðunni. Hér ekki verið að gera einkunnir að „táknmynd félagslegs óréttlætis“ eða stefna menntakerfinu í einhverskonar bráðahættu. Þeir sem halda slíku fram gera það af vanþekkingu á efninu. Það er einfaldlega verið að útvíkka heimildir skólastjórnenda, án þess að setja nokkrar bindandi kvaðir á þá, við inntöku nemenda sem senda inn almenna umsókn og eiga á hættu að vera synjað um skólagöngu vegna námsmats. Það er allt og sumt. Og það er hið besta mál. Höfundur er kennari í efstu bekkjum grunnskóla og varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Samfylkingin Flokkur fólksins Framhaldsskólar Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir þinginu frumvarp um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Í breytingunum er meðal annars kveðið á um að auka heimildir skólastjórnenda að horfa til fleiri þátta en einkunna við inntöku nemenda í framhaldsskóla. Hér um að ræða mikilvægt framfaraskref í þágu nemenda sem eru á flóknu og oft viðkvæmu þroskaskeiði við lok grunnskóla sem oftar en ekki hefur áhrif á námsárangur og gerir það að verkum nemendur ná ekki að sýna hvað í þeim býr. Börn þroskast ekki öll á sama hraða á þessum mikilvægu mótunarárum og okkur ber að taka tillit til þess. Mjög misjafnt er hvenær ungt fólk nær vopnum sínum í námi, í mörgum tilfellum er það ekki fyrr en í framhaldsskóla. Okkur sem samfélagi ber að greiða götu allra barna og ungmenna en ekki leggja stein í götu þeirra. Með öðrum orðum ber okkur að stuðla að jafnræði til náms. Jafna möguleika nemenda á að sækja sér menntun á því sviði sem styrkleikar þeirra liggja. Hægt að horfa á aðra styrkleika Því er þessi breyting á frumvarpinu mjög góð, hún gefur okkur tækifæri til að horfa til þátta eins og þátttöku í félagsstarfi, íþrótta- eða öðru tómstundastarfi, áhrifa nemenda á skóla- og bekkjarbrag og annarra félagslegra þátta sem geta vegið þungt í því hvernig nemanda gengur að ná fótfestu í nýjum skóla og getur í mörgum tilfellum verið góð viðbót í viðkomandi skólasamfélag. Hætt er við því að framhaldsskólinn verði af þessum nemendum ef einungis er horft til námsárangurs. Þá má líka horfa til þess að þessar breyting getur haft hvetjandi áhrif á þá sem verið hafa í námslegri lægð og vilja taka sig á. Þeir eygja þá möguleika á þeirri menntun sem þeir hafa hug til. Þá má benda á að fjölbreytt námsumhverfi er af hinu góða fyrir alla. Æskilegt er að framhaldsskólinn líkt og grunnskólinn endurspegli samfélagið eins og frekast er unnt. Framhaldsskólar víða um land hafa ekki verið í þeirri stöðu að handvelja til sín nemendur og því hafa þeir skólar endurspeglað litróf samfélagsins um langt árabil með góðum árangri og brautskráð fjölbreyttan hóp námsmanna sem nú starfa á ýmsum sviðum samfélagsins. Það er enginn að kollvarpa neinu Vert er að taka fram að það ríkir fræðsluskylda fyrir alla nemendur á aldrinum 16-18 ára. Það þýðir að ríkinu ber að sjá þessum aldurshópi fyrir menntun við hæfi. Frumvarpinu er ætlað að bregðast við þróun sem orðið hefur á umhverfi framhaldsskóla frá gildistöku laga um framhaldsskóla fyrir næstum 17 árum síðan og skýra álitaefni sem hafa komið upp í framkvæmd þeirra. Með breytingunni er því ekki verið að kollvarpa neinu kerfi, líkt og ranglega hefur verið haldið fram í umræðunni. Hér ekki verið að gera einkunnir að „táknmynd félagslegs óréttlætis“ eða stefna menntakerfinu í einhverskonar bráðahættu. Þeir sem halda slíku fram gera það af vanþekkingu á efninu. Það er einfaldlega verið að útvíkka heimildir skólastjórnenda, án þess að setja nokkrar bindandi kvaðir á þá, við inntöku nemenda sem senda inn almenna umsókn og eiga á hættu að vera synjað um skólagöngu vegna námsmats. Það er allt og sumt. Og það er hið besta mál. Höfundur er kennari í efstu bekkjum grunnskóla og varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun