Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Lovísa Arnardóttir skrifar 15. apríl 2025 10:51 Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega. Flestar umsóknir eru frá fólki frá Úkraínu og eru afgreiddar á grundvelli fjöldaflótta. Vísir/Vilhelm Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu. Umsóknum alþjóðlega vernd hefur fækkað úr 1.409 niður í 281 á síðustu tveimur árum á fyrsta ársfjórðungi. Hlutfall umsækjenda frá Venesúela fækkaði úr 45 prósent í 13 prósent á sama tímabili. Flestir umsækjendur, það sem af er ári, eru frá Úkraínu, eða alls 58 prósent og frá Venesúela. Næst á eftir koma umsóknir frá Palestínu, Nígeríu og Kólumbíu sem eru samt töluvert færri. Í tölfræði Útlendingastofnunar um umsóknir um vernd kemur fram að umsóknir hafi í janúar, febrúar og mars verið alls 300. Af þeim hafi 145 umsóknir verið afgreiddar á grundvelli fjöldaflótta, það er frá Úkraínu, 88 umsóknir hafi farið í efnismeðferð, 26 hafi verið sendir aftur á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 16 hafi verið send aftur vegna þess að þau hafi verið með vernd í öðru ríki. Þá voru sex send aftur vegna þess að þau hafi verið með vernd í ríki sem hafi verið metið öruggt. Í tölfræði Útlendingastofnunar kemur einnig fram að 56 hafi verið synjað. Af þeim voru 15 börn. Í fréttabréfi Ríkislögreglustjóra kemur einnig fram að frávísanir útlendinga hafi náð sögulegu hámarki í fyrsta ársfjórðungi síðasta árs þegar þær voru fleiri en 200. Þrátt fyrir miklu fleiri umsóknir voru frávísanir 116 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Lögreglumenn fylgist betur með mansali Í fréttabréfinu kemur einnig fram að tilkynningum og skráningum vegna gruns um mansal hafi aukist á síðustu þremur árum. Það megi rekja til aukinnar vitundar meðal lögreglumanna um mansal og bættrar fræðslu og umræðu. Þá segir að alþjóðlegir brotahópar leiti í auknum mæli til landsins og flytji fólk til landsins til hagnýtingar. Á fyrsta ársfjórðungi bárust lögreglunni 24 tilkynningar vegna gruns um mansal. Á sama tíma í fyrra voru þær 36 og 28 árið 2023. Frá 2016 voru þær flestar árið 2019 þegar þær voru tólf en voru önnur ár færri en tíu. Fá skemmtiferðaskip á þessum árstíma Einnig er fjallað um skemmtiferðaskip en heildartölur yfir farþega á þessum tíma árs eru lágar vegna fárra skemmtiferðaskipa. Tvö skip voru í fyrsta ársfjórðungi árið 2023 og eitt í fyrra og í ár. Í fréttabréfinu segir að líklegt sé að fjöldi farþega fari fækkandi vegna innviðagjalds sem tók gildi síðustu áramót. Alls var fjöldi áhafnarmeðlima 3.134 á fyrsta ársfjórðungi í ár en voru 4.651 í fyrra og 7.025 árið 2023. Þá fækkaði sömuleiðis skipakomum, sér í lagi komum fiskiskipa. Í fréttabréfinu segir að loðnuvertíð hafi verið sögulega lítil í ár og að helstu viðkomustaðir fiskiskipana hafi verið í Reykjavík, Þorlákshöfn og Seyðisfirði. Hælisleitendur Innflytjendamál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Venesúela Skemmtiferðaskip á Íslandi Mansal Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Umsóknum alþjóðlega vernd hefur fækkað úr 1.409 niður í 281 á síðustu tveimur árum á fyrsta ársfjórðungi. Hlutfall umsækjenda frá Venesúela fækkaði úr 45 prósent í 13 prósent á sama tímabili. Flestir umsækjendur, það sem af er ári, eru frá Úkraínu, eða alls 58 prósent og frá Venesúela. Næst á eftir koma umsóknir frá Palestínu, Nígeríu og Kólumbíu sem eru samt töluvert færri. Í tölfræði Útlendingastofnunar um umsóknir um vernd kemur fram að umsóknir hafi í janúar, febrúar og mars verið alls 300. Af þeim hafi 145 umsóknir verið afgreiddar á grundvelli fjöldaflótta, það er frá Úkraínu, 88 umsóknir hafi farið í efnismeðferð, 26 hafi verið sendir aftur á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 16 hafi verið send aftur vegna þess að þau hafi verið með vernd í öðru ríki. Þá voru sex send aftur vegna þess að þau hafi verið með vernd í ríki sem hafi verið metið öruggt. Í tölfræði Útlendingastofnunar kemur einnig fram að 56 hafi verið synjað. Af þeim voru 15 börn. Í fréttabréfi Ríkislögreglustjóra kemur einnig fram að frávísanir útlendinga hafi náð sögulegu hámarki í fyrsta ársfjórðungi síðasta árs þegar þær voru fleiri en 200. Þrátt fyrir miklu fleiri umsóknir voru frávísanir 116 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Lögreglumenn fylgist betur með mansali Í fréttabréfinu kemur einnig fram að tilkynningum og skráningum vegna gruns um mansal hafi aukist á síðustu þremur árum. Það megi rekja til aukinnar vitundar meðal lögreglumanna um mansal og bættrar fræðslu og umræðu. Þá segir að alþjóðlegir brotahópar leiti í auknum mæli til landsins og flytji fólk til landsins til hagnýtingar. Á fyrsta ársfjórðungi bárust lögreglunni 24 tilkynningar vegna gruns um mansal. Á sama tíma í fyrra voru þær 36 og 28 árið 2023. Frá 2016 voru þær flestar árið 2019 þegar þær voru tólf en voru önnur ár færri en tíu. Fá skemmtiferðaskip á þessum árstíma Einnig er fjallað um skemmtiferðaskip en heildartölur yfir farþega á þessum tíma árs eru lágar vegna fárra skemmtiferðaskipa. Tvö skip voru í fyrsta ársfjórðungi árið 2023 og eitt í fyrra og í ár. Í fréttabréfinu segir að líklegt sé að fjöldi farþega fari fækkandi vegna innviðagjalds sem tók gildi síðustu áramót. Alls var fjöldi áhafnarmeðlima 3.134 á fyrsta ársfjórðungi í ár en voru 4.651 í fyrra og 7.025 árið 2023. Þá fækkaði sömuleiðis skipakomum, sér í lagi komum fiskiskipa. Í fréttabréfinu segir að loðnuvertíð hafi verið sögulega lítil í ár og að helstu viðkomustaðir fiskiskipana hafi verið í Reykjavík, Þorlákshöfn og Seyðisfirði.
Hælisleitendur Innflytjendamál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Venesúela Skemmtiferðaskip á Íslandi Mansal Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira