Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar 14. apríl 2025 09:32 Fyrsta stóra skrefið í plani ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hvað varðar geðheilbrigði ungs fólks hefur verið tekið - að loka einstöku úrræði fyrir ungt fólk með fjölþættan vanda. Janus-endurhæfing hefur í 25 ár verið ómetanlegt skjól fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára sem glímir við andleg veikindi og félagslegan vanda. Þetta er ekki bara eitt úrræði af mörgum heldur það eina sinnar tegundar á landinu. Þar fá þau sem hafa dottið úr skóla og vinnu vegna veikinda á borð við kvíða, þunglyndi, einhverfu eða vegna áfalla stuðning frá fagteymi með geðlækni. Þjónustan er veitt á einum stað, án þess að einstaklingurinn þurfi að hlaupa milli kerfa og stofnana í leit að nauðsynlegri aðstoð. Markmið Janusar er ekki bara að halda fólki gangandi heldur að byggja upp færni og sjálfstraust svo fólk geti snúið aftur í nám, vinnu eða bara daglegt líf af aukinni lífsgleði. Vitandi að ef eitthvað kemur upp á er teymið alltaf til staðar til þess að grípa viðkomandi strax. Sé árið 2023 tekið sem dæmi um framlag Janusar, þá voru 86 einstaklingar í starfsendurhæfingu þar það árið og hvorki meira né minna en 68% þeirra sneru aftur til vinnu, náms eða í virka atvinnuleit - þrátt fyrir þung geðræn vandamál. Samkvæmt mælitækinu Heilsutengd lífsgæði hækkuðu lífsgæði 80% þeirra sem útskrifuðust. Ríflega 2800 manns hafa þegar skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að loka ekki Janus-endurhæfingu. Geðlæknafélagið, Píeta, Þroskahjálp, Einhverfusamtökin og Geðhjálp hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau krefjast aðgerða í þágu þessa unga fólks og lýsa yfir miklum áhyggjum vegna þessarar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. Kannski, mögulega, eitthvað, einhverntíman Þessi áform kunna að skjóta skökku við fyrir þau sem fylgdust vel með kosningabaráttunni og kynntu sér sáttmála ríkisstjórnarinnar. Í kosningabaráttunni sló Viðreisn sig til riddara og ætlaði heldur betur að taka til hendinni í geðheilbrigðismálum og í stjórnarsáttmálanum segir að sérstök áhersla verði lögð á að efla geðheilbrigðisþjónustu og styðja fjölbreytt rekstrarform. Það tók þau rétt rúma 100 daga að svíkja það. Ef fram fer sem horfir lokar Janus-endurhæfing 1. júní á þessu ári. Og hvað tekur við? Tæpast hefur ríkisstjórnin ákveðið að loka úrræði fyrir svo viðkvæman hóp án skýrra áætlana um hvað tekur við - eða hvað? Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af því úr hvaða skúffu ríkissjóðs peningarnir fyrir úrræðinu koma, allavega alls ekki úr hennar skúffu. Hún segir að það þurfi að kanna þarfirnar, leita að úrræðum og finna út úr þessu bara svona einhvern veginn. Fá svör að finna um framhaldið á þeim bæ sem sagt. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir yfirlýstar áhyggjur fagfólks og skjólstæðinga óþarfar vegna þess að ríkisstjórnin sé að vinna í nýjum úrræðum. Kannski hefði verið skynsamlegt að bíða með að loka úrræðinu þar til nýtt væri tilbúið. En það virðist ekki hafa þótt mikilvægt. Báðar segja þær að VIRK muni taka við hluta af þjónustu Janusar. Slit á þjónustusamningi milli VIRK og Janusar er ástæða lokunarinnar. Framkvæmdastjóri VIRK sagði sjálf í viðtali við Kastljós að þjónusta Janusar geti ekki fallið undir þeirra starfsemi og þess vegna hafi samningnum verið slitið. Fagaðilar hafa bent á það að á meðan VIRK er starfsendurhæfingarsjóður sé Janus lífsbjargandi úrræði og geðendurhæfing, þessu tvennu sé tæpast hægt að líkja saman. Þá segja skjólstæðingar Janusar sem hafa reynslu af endurhæfingu VIRK úrræði þeirra ekki duga til og utanumhaldið þar ónægt til að skila árangri. VIRK er því augljóslega ekki lausnin. Sorgleg vinnubrögð og vanvirðing fyrir málaflokknum Ummæli ráðherra ríkisstjórnarinnar um lokunina bera það með sér að þær viti raunar lítið um það hvað það er sem Janus gerir. Nema það sé virkilega meining þeirra að geðheilbrigðismál séu ekki heilbrigðismál og þær geti ekki gert greinarmun á mismunandi tegundum endurhæfingar. Ég vona að Reykjalundi verði ekki sópað undir VIRK næst. Þetta þekkingarleysi þarf svosem ekki að koma á óvart enda hefur enginn ráðherra eða stjórnarþingmaður þegið boð um að kynna sér starfsemi Janusar á vettvangi. Er áhuginn á geðheilbrigði ungs fólks virkilega svona lítill þegar öllu er á botninn hvolft? Og það þrátt fyrir fögur fyrirheit. Telji þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar sig borna hér röngum sökum um áhuga- og þekkingaleysi þá hvet ég þau til þess að sanna það. Sýnið í verki að þið hafið ekki séð geðheilbrigði ungs fólks sem flott slagorð í kosningabaráttu, kynnið ykkur starfsemi Janusar og snúið svo þessari ákvörðun við. Lokun Janusar væri stórt skref aftur á bak fyrir geðheilbrigðismál á Íslandi - og það verður ungt fólk í viðkvæmri stöðu sem mun líða fyrir það. Höfundur er formaður velferðarnefndar Sambands ungra Framsóknarmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Fyrsta stóra skrefið í plani ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hvað varðar geðheilbrigði ungs fólks hefur verið tekið - að loka einstöku úrræði fyrir ungt fólk með fjölþættan vanda. Janus-endurhæfing hefur í 25 ár verið ómetanlegt skjól fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára sem glímir við andleg veikindi og félagslegan vanda. Þetta er ekki bara eitt úrræði af mörgum heldur það eina sinnar tegundar á landinu. Þar fá þau sem hafa dottið úr skóla og vinnu vegna veikinda á borð við kvíða, þunglyndi, einhverfu eða vegna áfalla stuðning frá fagteymi með geðlækni. Þjónustan er veitt á einum stað, án þess að einstaklingurinn þurfi að hlaupa milli kerfa og stofnana í leit að nauðsynlegri aðstoð. Markmið Janusar er ekki bara að halda fólki gangandi heldur að byggja upp færni og sjálfstraust svo fólk geti snúið aftur í nám, vinnu eða bara daglegt líf af aukinni lífsgleði. Vitandi að ef eitthvað kemur upp á er teymið alltaf til staðar til þess að grípa viðkomandi strax. Sé árið 2023 tekið sem dæmi um framlag Janusar, þá voru 86 einstaklingar í starfsendurhæfingu þar það árið og hvorki meira né minna en 68% þeirra sneru aftur til vinnu, náms eða í virka atvinnuleit - þrátt fyrir þung geðræn vandamál. Samkvæmt mælitækinu Heilsutengd lífsgæði hækkuðu lífsgæði 80% þeirra sem útskrifuðust. Ríflega 2800 manns hafa þegar skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að loka ekki Janus-endurhæfingu. Geðlæknafélagið, Píeta, Þroskahjálp, Einhverfusamtökin og Geðhjálp hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau krefjast aðgerða í þágu þessa unga fólks og lýsa yfir miklum áhyggjum vegna þessarar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar. Kannski, mögulega, eitthvað, einhverntíman Þessi áform kunna að skjóta skökku við fyrir þau sem fylgdust vel með kosningabaráttunni og kynntu sér sáttmála ríkisstjórnarinnar. Í kosningabaráttunni sló Viðreisn sig til riddara og ætlaði heldur betur að taka til hendinni í geðheilbrigðismálum og í stjórnarsáttmálanum segir að sérstök áhersla verði lögð á að efla geðheilbrigðisþjónustu og styðja fjölbreytt rekstrarform. Það tók þau rétt rúma 100 daga að svíkja það. Ef fram fer sem horfir lokar Janus-endurhæfing 1. júní á þessu ári. Og hvað tekur við? Tæpast hefur ríkisstjórnin ákveðið að loka úrræði fyrir svo viðkvæman hóp án skýrra áætlana um hvað tekur við - eða hvað? Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af því úr hvaða skúffu ríkissjóðs peningarnir fyrir úrræðinu koma, allavega alls ekki úr hennar skúffu. Hún segir að það þurfi að kanna þarfirnar, leita að úrræðum og finna út úr þessu bara svona einhvern veginn. Fá svör að finna um framhaldið á þeim bæ sem sagt. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir yfirlýstar áhyggjur fagfólks og skjólstæðinga óþarfar vegna þess að ríkisstjórnin sé að vinna í nýjum úrræðum. Kannski hefði verið skynsamlegt að bíða með að loka úrræðinu þar til nýtt væri tilbúið. En það virðist ekki hafa þótt mikilvægt. Báðar segja þær að VIRK muni taka við hluta af þjónustu Janusar. Slit á þjónustusamningi milli VIRK og Janusar er ástæða lokunarinnar. Framkvæmdastjóri VIRK sagði sjálf í viðtali við Kastljós að þjónusta Janusar geti ekki fallið undir þeirra starfsemi og þess vegna hafi samningnum verið slitið. Fagaðilar hafa bent á það að á meðan VIRK er starfsendurhæfingarsjóður sé Janus lífsbjargandi úrræði og geðendurhæfing, þessu tvennu sé tæpast hægt að líkja saman. Þá segja skjólstæðingar Janusar sem hafa reynslu af endurhæfingu VIRK úrræði þeirra ekki duga til og utanumhaldið þar ónægt til að skila árangri. VIRK er því augljóslega ekki lausnin. Sorgleg vinnubrögð og vanvirðing fyrir málaflokknum Ummæli ráðherra ríkisstjórnarinnar um lokunina bera það með sér að þær viti raunar lítið um það hvað það er sem Janus gerir. Nema það sé virkilega meining þeirra að geðheilbrigðismál séu ekki heilbrigðismál og þær geti ekki gert greinarmun á mismunandi tegundum endurhæfingar. Ég vona að Reykjalundi verði ekki sópað undir VIRK næst. Þetta þekkingarleysi þarf svosem ekki að koma á óvart enda hefur enginn ráðherra eða stjórnarþingmaður þegið boð um að kynna sér starfsemi Janusar á vettvangi. Er áhuginn á geðheilbrigði ungs fólks virkilega svona lítill þegar öllu er á botninn hvolft? Og það þrátt fyrir fögur fyrirheit. Telji þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar sig borna hér röngum sökum um áhuga- og þekkingaleysi þá hvet ég þau til þess að sanna það. Sýnið í verki að þið hafið ekki séð geðheilbrigði ungs fólks sem flott slagorð í kosningabaráttu, kynnið ykkur starfsemi Janusar og snúið svo þessari ákvörðun við. Lokun Janusar væri stórt skref aftur á bak fyrir geðheilbrigðismál á Íslandi - og það verður ungt fólk í viðkvæmri stöðu sem mun líða fyrir það. Höfundur er formaður velferðarnefndar Sambands ungra Framsóknarmanna
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar