Börn oft að leik þar sem slysið varð Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. apríl 2025 22:05 Hér má sjá hvernig bíllinn hafnaði við hliðið að garði Gróu. Aðsend Móðir kallar eftir því að Reykjavíkurborg grípi til ráðstafanna til að tryggja umferðaröryggi í íbúðargötu eftir að bíll valt með óútskýranlegum hætti fyrir utan heimili hennar. Börn séu oft að leik á sama stað. Atvikið átti sér stað upp úr klukkan sex í gærmorgun og var ökumaðurinn handtekinn í kjölfarið grunaður um akstur undir áhrifum. Tjón varð á tveimur bifreiðum í götunni en íbúi segir lukkulegt að enginn hafi verið á ferðinni. „Og svo sjáum að hér eru glerbrot úr rúðunni. Hérna sjáum við hvar börnin fara í gegn. Það eru um fjögur börn sem búa í þessu húsi,“ sagði Gróa Einarsdóttir sem lýsti vettvangi fyrir fréttastofu. Hægt er að sjá klippuna hér fyrir neðan: Gjarnan keyrt glannalega og af miklum hraða inn í götuna Alltof oft sé keyrt glannalega í þröngri götunni. Hún hafi lengi haft áhyggjur af umferðinni. „Mér var mjög brugðið. Því að ég hef haft áhyggjur af öryggi hérna í götunni mjög lengi. Hérna keyrir maður inn, beint af Snorrabraut þar sem er mikill hraði inn í íbúðarhverfi. Hér er svona lengja með görðum og hérna leika börnin sér úti. Þau fara beint úr görðunum, það er engin stétt á milli og inn í götuna.“ Kallar eftir því að gatan verði gerð að vistgötu Hún hvetur Reykjavíkurborg til að grípa til ráðstafana til að tryggja öryggi í götunni og tekur fram að hún hafi áður vakið athygli á málinu. „Ég væri náttúrulega bara til í að þau myndu loka götunni hérna strax að Snorrabraut. Þetta væri bara svo fín gata til þess að vera vistgata og koma inn hinum megin. Þá væri maður náttúrulega að koma inn á miklu minni hraða. Maður ímyndar sér bara ef þetta slys hefði ekki gerst klukkan sex um morguninn heldur aðeins seinna, þá hefðu börn geta verið að fara á milli garðanna og lent í mjög alvarlegu slysi.“ Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira
Atvikið átti sér stað upp úr klukkan sex í gærmorgun og var ökumaðurinn handtekinn í kjölfarið grunaður um akstur undir áhrifum. Tjón varð á tveimur bifreiðum í götunni en íbúi segir lukkulegt að enginn hafi verið á ferðinni. „Og svo sjáum að hér eru glerbrot úr rúðunni. Hérna sjáum við hvar börnin fara í gegn. Það eru um fjögur börn sem búa í þessu húsi,“ sagði Gróa Einarsdóttir sem lýsti vettvangi fyrir fréttastofu. Hægt er að sjá klippuna hér fyrir neðan: Gjarnan keyrt glannalega og af miklum hraða inn í götuna Alltof oft sé keyrt glannalega í þröngri götunni. Hún hafi lengi haft áhyggjur af umferðinni. „Mér var mjög brugðið. Því að ég hef haft áhyggjur af öryggi hérna í götunni mjög lengi. Hérna keyrir maður inn, beint af Snorrabraut þar sem er mikill hraði inn í íbúðarhverfi. Hér er svona lengja með görðum og hérna leika börnin sér úti. Þau fara beint úr görðunum, það er engin stétt á milli og inn í götuna.“ Kallar eftir því að gatan verði gerð að vistgötu Hún hvetur Reykjavíkurborg til að grípa til ráðstafana til að tryggja öryggi í götunni og tekur fram að hún hafi áður vakið athygli á málinu. „Ég væri náttúrulega bara til í að þau myndu loka götunni hérna strax að Snorrabraut. Þetta væri bara svo fín gata til þess að vera vistgata og koma inn hinum megin. Þá væri maður náttúrulega að koma inn á miklu minni hraða. Maður ímyndar sér bara ef þetta slys hefði ekki gerst klukkan sex um morguninn heldur aðeins seinna, þá hefðu börn geta verið að fara á milli garðanna og lent í mjög alvarlegu slysi.“
Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira