Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. apríl 2025 19:08 Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Fyrirhuguð komugjöld á ferðamenn eru út í hött í að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar í ljósi óvissutíma framundan. Blikur séu á lofti en hátt í fjörutíu prósent af tekjum ferðaþjónustunnar koma frá bandarískum ferðamönnum. Samtökin óttast að tollastríð leið til þess að Bandaríkjamenn haldi að sér höndum. Samkvæmt umfjöllun Financial Times hefur evrópskum ferðamönnum í Bandaríkjunum snarfækkað frá því að Donald Trump tók við embætti forseta. Mesti samdrátturinn hafi orðið hjá íslenskum ferðamönnum. Í frétt Financial Times er talið að fækkunina megi möguleg rekja til umdeildra aðgerða og ummæla Bandaríkjaforseta. Forstjóri Icelandair segir í samtali við fréttastofu að samdráttur sé vegna þess að páskahátíð hafi verið í mars í fyrra. Farþegatölur fyrir mars hafi aldrei verið hærri og bókunarstaðan betri en á sama tíma í fyrra hjá flugfélaginu. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar tekur undir orð Boga. „Íslendingar eru miklir páskaferðamenn og ég held að það sé helsta skýringin á þessu og ég held að það sé ekki hægt að rekja beint þetta til yfirtöku Trumps,“ segir Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við höfum hins vegar miklar áhyggjur af þessu í hina áttina. Það er mikil óvissa í raun alls staðar í heiminum.“ Um 38 prósent af tekjum ferðaþjónustunnar koma frá bandarískum ferðamönnum en Samtök ferðaþjónustunnar hafi miklar áhyggjur af því að yfirstandandi tollastríð muni leiða til þess að Bandaríkjamenn haldi að sér höndum. „Bandaríkjamenn hafa verið spurðir um ferðahegðun þeirra næstu misserinn og þar kemur fram að Það er mikil ferðavilji. Þeir ætla ferðast innanlands og ekki fara eins langt og það hefur auðvitað áhrif á okkur,“ segir Pétur. „Fólk bókar ferðir alltaf eitthvað fram í tímann. Þetta gerist ekki á einum degi að við sjáum þetta í tölunum hjá okkur. En það eru blikur á lofti.“ Pétur segir stefnu ríkisstjórnarinnar um að setja komugjöld á ferðamenn út í hött í ljósi óvissutíma framundan. „Það er náttúrulega algjörlega vonlaust núna að tala um það að auka álögur á greinina. Við erum í varnarbaráttu og þetta er ekki rétti tíminn.“ Ferðaþjónusta Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun Financial Times hefur evrópskum ferðamönnum í Bandaríkjunum snarfækkað frá því að Donald Trump tók við embætti forseta. Mesti samdrátturinn hafi orðið hjá íslenskum ferðamönnum. Í frétt Financial Times er talið að fækkunina megi möguleg rekja til umdeildra aðgerða og ummæla Bandaríkjaforseta. Forstjóri Icelandair segir í samtali við fréttastofu að samdráttur sé vegna þess að páskahátíð hafi verið í mars í fyrra. Farþegatölur fyrir mars hafi aldrei verið hærri og bókunarstaðan betri en á sama tíma í fyrra hjá flugfélaginu. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar tekur undir orð Boga. „Íslendingar eru miklir páskaferðamenn og ég held að það sé helsta skýringin á þessu og ég held að það sé ekki hægt að rekja beint þetta til yfirtöku Trumps,“ segir Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við höfum hins vegar miklar áhyggjur af þessu í hina áttina. Það er mikil óvissa í raun alls staðar í heiminum.“ Um 38 prósent af tekjum ferðaþjónustunnar koma frá bandarískum ferðamönnum en Samtök ferðaþjónustunnar hafi miklar áhyggjur af því að yfirstandandi tollastríð muni leiða til þess að Bandaríkjamenn haldi að sér höndum. „Bandaríkjamenn hafa verið spurðir um ferðahegðun þeirra næstu misserinn og þar kemur fram að Það er mikil ferðavilji. Þeir ætla ferðast innanlands og ekki fara eins langt og það hefur auðvitað áhrif á okkur,“ segir Pétur. „Fólk bókar ferðir alltaf eitthvað fram í tímann. Þetta gerist ekki á einum degi að við sjáum þetta í tölunum hjá okkur. En það eru blikur á lofti.“ Pétur segir stefnu ríkisstjórnarinnar um að setja komugjöld á ferðamenn út í hött í ljósi óvissutíma framundan. „Það er náttúrulega algjörlega vonlaust núna að tala um það að auka álögur á greinina. Við erum í varnarbaráttu og þetta er ekki rétti tíminn.“
Ferðaþjónusta Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira