Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. apríl 2025 19:08 Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Fyrirhuguð komugjöld á ferðamenn eru út í hött í að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar í ljósi óvissutíma framundan. Blikur séu á lofti en hátt í fjörutíu prósent af tekjum ferðaþjónustunnar koma frá bandarískum ferðamönnum. Samtökin óttast að tollastríð leið til þess að Bandaríkjamenn haldi að sér höndum. Samkvæmt umfjöllun Financial Times hefur evrópskum ferðamönnum í Bandaríkjunum snarfækkað frá því að Donald Trump tók við embætti forseta. Mesti samdrátturinn hafi orðið hjá íslenskum ferðamönnum. Í frétt Financial Times er talið að fækkunina megi möguleg rekja til umdeildra aðgerða og ummæla Bandaríkjaforseta. Forstjóri Icelandair segir í samtali við fréttastofu að samdráttur sé vegna þess að páskahátíð hafi verið í mars í fyrra. Farþegatölur fyrir mars hafi aldrei verið hærri og bókunarstaðan betri en á sama tíma í fyrra hjá flugfélaginu. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar tekur undir orð Boga. „Íslendingar eru miklir páskaferðamenn og ég held að það sé helsta skýringin á þessu og ég held að það sé ekki hægt að rekja beint þetta til yfirtöku Trumps,“ segir Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við höfum hins vegar miklar áhyggjur af þessu í hina áttina. Það er mikil óvissa í raun alls staðar í heiminum.“ Um 38 prósent af tekjum ferðaþjónustunnar koma frá bandarískum ferðamönnum en Samtök ferðaþjónustunnar hafi miklar áhyggjur af því að yfirstandandi tollastríð muni leiða til þess að Bandaríkjamenn haldi að sér höndum. „Bandaríkjamenn hafa verið spurðir um ferðahegðun þeirra næstu misserinn og þar kemur fram að Það er mikil ferðavilji. Þeir ætla ferðast innanlands og ekki fara eins langt og það hefur auðvitað áhrif á okkur,“ segir Pétur. „Fólk bókar ferðir alltaf eitthvað fram í tímann. Þetta gerist ekki á einum degi að við sjáum þetta í tölunum hjá okkur. En það eru blikur á lofti.“ Pétur segir stefnu ríkisstjórnarinnar um að setja komugjöld á ferðamenn út í hött í ljósi óvissutíma framundan. „Það er náttúrulega algjörlega vonlaust núna að tala um það að auka álögur á greinina. Við erum í varnarbaráttu og þetta er ekki rétti tíminn.“ Ferðaþjónusta Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun Financial Times hefur evrópskum ferðamönnum í Bandaríkjunum snarfækkað frá því að Donald Trump tók við embætti forseta. Mesti samdrátturinn hafi orðið hjá íslenskum ferðamönnum. Í frétt Financial Times er talið að fækkunina megi möguleg rekja til umdeildra aðgerða og ummæla Bandaríkjaforseta. Forstjóri Icelandair segir í samtali við fréttastofu að samdráttur sé vegna þess að páskahátíð hafi verið í mars í fyrra. Farþegatölur fyrir mars hafi aldrei verið hærri og bókunarstaðan betri en á sama tíma í fyrra hjá flugfélaginu. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar tekur undir orð Boga. „Íslendingar eru miklir páskaferðamenn og ég held að það sé helsta skýringin á þessu og ég held að það sé ekki hægt að rekja beint þetta til yfirtöku Trumps,“ segir Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við höfum hins vegar miklar áhyggjur af þessu í hina áttina. Það er mikil óvissa í raun alls staðar í heiminum.“ Um 38 prósent af tekjum ferðaþjónustunnar koma frá bandarískum ferðamönnum en Samtök ferðaþjónustunnar hafi miklar áhyggjur af því að yfirstandandi tollastríð muni leiða til þess að Bandaríkjamenn haldi að sér höndum. „Bandaríkjamenn hafa verið spurðir um ferðahegðun þeirra næstu misserinn og þar kemur fram að Það er mikil ferðavilji. Þeir ætla ferðast innanlands og ekki fara eins langt og það hefur auðvitað áhrif á okkur,“ segir Pétur. „Fólk bókar ferðir alltaf eitthvað fram í tímann. Þetta gerist ekki á einum degi að við sjáum þetta í tölunum hjá okkur. En það eru blikur á lofti.“ Pétur segir stefnu ríkisstjórnarinnar um að setja komugjöld á ferðamenn út í hött í ljósi óvissutíma framundan. „Það er náttúrulega algjörlega vonlaust núna að tala um það að auka álögur á greinina. Við erum í varnarbaráttu og þetta er ekki rétti tíminn.“
Ferðaþjónusta Bandaríkin Skattar og tollar Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira