Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sindri Sverrisson skrifar 10. apríl 2025 14:31 Elísabet Gunnarsdóttir með trommukjuðana á lofti eftir sigurinn frábæra gegn Englandi í fyrrakvöld. Getty/Peter De Voecht „Hún barði trommuna í spað!“ sagði Janice Cayman, leikjahæsta landsliðskona Belgíu frá upphafi, um þjálfarann sinn Elísabetu Gunnarsdóttur eftir sigurfögnuðinn mikla á þriðjudagskvöld. Eftir að hafa mátt þola þrjú erfið töp í fyrstu leikjum sínum sem landsliðsþjálfari Belgíu, þar á meðal grátlegt 3-2 tap gegn heimsmeisturum Spánar, gerði Elísabet sér lítið fyrir og stýrði Belgum til 3-2 sigurs gegn sjálfum Evrópumeisturum Englands á þriðjudaginn. Hún fær lof í belgískum miðlum eftir þennan magnaða sigur og eins frá leikmönnum sínum, nú þegar Belgía á enn möguleika á að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Eftir sigurinn stal Elísabet svo senunni á Den Dreef leikvanginum í Leuven þegar hún stóð fyrir víkingaklappi með leikmönnum og stuðningsmönnum, og barði sjálf trommuna af myndarbrag eins og sýnt var frá á Instagram-síðu belgíska landsliðsins. View this post on Instagram A post shared by Belgian Red Flames (@belgianredflames) Í frétt belgíska miðilsins Sporza segir að Elísabet geti virst frekar köld og lokuð en „í raun og veru er hún mjög ástríðufull,“ segir fyrrnefnd Cayman. „Elísabet sá um að undirbúa okkur hundrað prósent með ræðunum sínum. Hún fékk ekki auðvelda byrjun en ég er virkilega heilluð. Hún er með sterkan persónuleika, mikla reynslu og kemur með eitthvað nýtt fyrir okkur. Við getum allar lært af henni,“ sagði Cayman. Aline Zeler, stjóri hjá OH Leuven og fyrrverandi landsliðskona, tekur í sama streng. „Hún leyfir nýjum leikmönnum að spreyta sig og gefur sér tíma til að kynnast öllum efnilegu leikmönnunum sem Belgía á,“ segir Zeler og bætir við: „Hún er öguð en kann líka að hafa gaman. Hún er í mjög góðu sambandi við stuðningsmenn. Miðað við samtöl mín við leikmenn þá sé ég að hún hefur haft mjög jákvæð áhrif á hópinn.“ „Þetta var mjög gaman og ég nýt þess að sjá leikmenn mína brosa,“ sagði Elísabet sjálf við Sporza. „Við lögðum hart að okkur til að uppskera svona. Á lokakaflanum sýndum við sterkt hugarfar eftir tapið gegn Spáni. Ég er glöð yfir að við skyldum ná að klára dæmið í þetta sinn,“ sagði Elísabet. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
Eftir að hafa mátt þola þrjú erfið töp í fyrstu leikjum sínum sem landsliðsþjálfari Belgíu, þar á meðal grátlegt 3-2 tap gegn heimsmeisturum Spánar, gerði Elísabet sér lítið fyrir og stýrði Belgum til 3-2 sigurs gegn sjálfum Evrópumeisturum Englands á þriðjudaginn. Hún fær lof í belgískum miðlum eftir þennan magnaða sigur og eins frá leikmönnum sínum, nú þegar Belgía á enn möguleika á að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Eftir sigurinn stal Elísabet svo senunni á Den Dreef leikvanginum í Leuven þegar hún stóð fyrir víkingaklappi með leikmönnum og stuðningsmönnum, og barði sjálf trommuna af myndarbrag eins og sýnt var frá á Instagram-síðu belgíska landsliðsins. View this post on Instagram A post shared by Belgian Red Flames (@belgianredflames) Í frétt belgíska miðilsins Sporza segir að Elísabet geti virst frekar köld og lokuð en „í raun og veru er hún mjög ástríðufull,“ segir fyrrnefnd Cayman. „Elísabet sá um að undirbúa okkur hundrað prósent með ræðunum sínum. Hún fékk ekki auðvelda byrjun en ég er virkilega heilluð. Hún er með sterkan persónuleika, mikla reynslu og kemur með eitthvað nýtt fyrir okkur. Við getum allar lært af henni,“ sagði Cayman. Aline Zeler, stjóri hjá OH Leuven og fyrrverandi landsliðskona, tekur í sama streng. „Hún leyfir nýjum leikmönnum að spreyta sig og gefur sér tíma til að kynnast öllum efnilegu leikmönnunum sem Belgía á,“ segir Zeler og bætir við: „Hún er öguð en kann líka að hafa gaman. Hún er í mjög góðu sambandi við stuðningsmenn. Miðað við samtöl mín við leikmenn þá sé ég að hún hefur haft mjög jákvæð áhrif á hópinn.“ „Þetta var mjög gaman og ég nýt þess að sjá leikmenn mína brosa,“ sagði Elísabet sjálf við Sporza. „Við lögðum hart að okkur til að uppskera svona. Á lokakaflanum sýndum við sterkt hugarfar eftir tapið gegn Spáni. Ég er glöð yfir að við skyldum ná að klára dæmið í þetta sinn,“ sagði Elísabet.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira