Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. apríl 2025 12:01 Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir réttar- og öryggisgeðþjónustunar. vísir/vilhelm Yfirlæknir réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítalans segir fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans vera löngu tímabæra. Óvíst sé hvort að fjölgunin muni nægja enda fari hópur þeirra sem þurfi að vista sístækkandi. Unnið er að fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans úr átta í sextán. Samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu er búið að tryggja fjármagn í fjármálaáætlun 2026 til 2030 vegna þessa en ekki liggur fyrir hvenær nýju rýmin verða tekin í gagnið. Um er að ræða rými fyrir einstaklinga sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum og þurfa því að sæta sérstökum öryggisráðstöfunum. Verið ljóst í um fjögur ár Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítalans, segir fjölgunina löngu tímabæra. „Á öryggisdeildinni eru þeir sem eru sviptir sjálfræði og þurfa þess vegna á aðstoð vegna geðræns sjúkdóms en á réttargeðdeildinni eru þeir sem hafa verið dæmdir en hafa í raun og veru sama vanda. Við höfum haft þarna tvær deildir með átta rýmum og þetta er eiginlega sprungið, það má segja það. Bæði fólksfjölgun og meiri vandi í þjóðfélaginu. Þannig að ég er bara kampakátur að þetta verði gert.“ Hann segir þann hóp sem þurfi að vista á öryggisgeðdeild fara sístækkandi. Það eigi rætur sínar að rekja til aukinnar neyslu fíkniefna í samfélaginu. „Þetta hefur verið ljóst núna í þrjú, fjögur ár, að við þurfum meiri úrræði. Því þetta er fjölþættari vandi en var og það er meiri neysla. Fólk gleymir því þegar það er verið að tala um fíkniefni að langtíma fíkniefnanotkun, leiðir þig í flestum tilfellum til geðrofssjúkdóma sem leiðir til þess að fólk geri slæma hluti.“ „Þetta er ekki nóg“ Óljóst sé hvort tvöföldun rýma muni nægja. „Við erum með þrefalt færri svona öryggis- og réttpláss en nágrannaþjóðirnar. Þannig svarið miðað við hinar þjóðirnar; Þetta er ekki nóg. En við erum þakklát að fá þó þetta, því það munar um öll pláss.“ Hann vonast til að nýju rýmin verði opnuð sem fyrst en ekki liggur fyrir hvort fjölga þurfi starfsfólki á deildinni. „Við fáum betri aðstöðu sem breytir svo miklu um hagræðingu og hvernig vinnuafl nýtist. Inn í gömlu deild verður hönnuð nýtískuleg deild. Staðsetningin á Kleppi er líka góð, því hún er ekki alveg inn í miðborginni heldur meira þar sem eru græn svæði. Þegar við náum fólki úr bráðageðrofi getum við byrjað endurhæfingu. Við erum með góða íþróttaaðastöðu og fólk getur farið í göngutúra án þess að vera ónáða.“ Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Unnið er að fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans úr átta í sextán. Samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu er búið að tryggja fjármagn í fjármálaáætlun 2026 til 2030 vegna þessa en ekki liggur fyrir hvenær nýju rýmin verða tekin í gagnið. Um er að ræða rými fyrir einstaklinga sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum og þurfa því að sæta sérstökum öryggisráðstöfunum. Verið ljóst í um fjögur ár Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir réttar- og öryggisgeðþjónustu Landspítalans, segir fjölgunina löngu tímabæra. „Á öryggisdeildinni eru þeir sem eru sviptir sjálfræði og þurfa þess vegna á aðstoð vegna geðræns sjúkdóms en á réttargeðdeildinni eru þeir sem hafa verið dæmdir en hafa í raun og veru sama vanda. Við höfum haft þarna tvær deildir með átta rýmum og þetta er eiginlega sprungið, það má segja það. Bæði fólksfjölgun og meiri vandi í þjóðfélaginu. Þannig að ég er bara kampakátur að þetta verði gert.“ Hann segir þann hóp sem þurfi að vista á öryggisgeðdeild fara sístækkandi. Það eigi rætur sínar að rekja til aukinnar neyslu fíkniefna í samfélaginu. „Þetta hefur verið ljóst núna í þrjú, fjögur ár, að við þurfum meiri úrræði. Því þetta er fjölþættari vandi en var og það er meiri neysla. Fólk gleymir því þegar það er verið að tala um fíkniefni að langtíma fíkniefnanotkun, leiðir þig í flestum tilfellum til geðrofssjúkdóma sem leiðir til þess að fólk geri slæma hluti.“ „Þetta er ekki nóg“ Óljóst sé hvort tvöföldun rýma muni nægja. „Við erum með þrefalt færri svona öryggis- og réttpláss en nágrannaþjóðirnar. Þannig svarið miðað við hinar þjóðirnar; Þetta er ekki nóg. En við erum þakklát að fá þó þetta, því það munar um öll pláss.“ Hann vonast til að nýju rýmin verði opnuð sem fyrst en ekki liggur fyrir hvort fjölga þurfi starfsfólki á deildinni. „Við fáum betri aðstöðu sem breytir svo miklu um hagræðingu og hvernig vinnuafl nýtist. Inn í gömlu deild verður hönnuð nýtískuleg deild. Staðsetningin á Kleppi er líka góð, því hún er ekki alveg inn í miðborginni heldur meira þar sem eru græn svæði. Þegar við náum fólki úr bráðageðrofi getum við byrjað endurhæfingu. Við erum með góða íþróttaaðastöðu og fólk getur farið í göngutúra án þess að vera ónáða.“
Geðheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira