Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2025 07:02 Benedikt S Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur að skoða þurfi styrki til rafbílakaupa í víðara samhengi en hvernig þeir hafa dreifst á milli tekjuhópa í samfélaginu. Vísir Hætta er á að hægist á orkuskiptum í samgöngum ef stjórnvöld reyna að beina styrkjum til rafbílakaupa í auknum mæli til tekjulægra og yngra fólks, að mati framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Yngra og tekjulægra fólk kaupi mun síður nýja bíla en þeir sem eru eldri og tekjuhærri. Úttekt umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins leiðir í ljós að styrkir til rafbílakaupa og virðisaukaskattsívilnanir áður hafi að stærstum hluta runnið til fólks í efstu tveimur tekjutíundunum í samfélaginu. Þá eru styrkþegarnir langflestir yfir miðjum aldri. Ráðuneytið segist vinna að endurskoðun styrkjanna, meðal annars til þess að stuðla að réttlátari orkuskiptum. Orkusjóður veitir styrki til kaupa á nýjum rafbílum og þar liggur hundurinn grafinn að mati Benedikts S. Benediktssonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Þeir sem hafi ráð á að kaupa sér nýja bíla séu almennt síðmiðaldra og eldra fólk. Sá hópur búi að jafnaði við lægri skuldastöðu en yngra fólk og lægri rekstrarkostnað í heimilishaldi. Þannig ráði hann frekar við að kaupa nýjan bíl en yngra fólk. Benedikt bendir á að meðalaldur þeirra sem kaupa sér nýja bíla fari hækkandi eða standi í stað nema þegar litið er til bensínbíla. Það skýrist af því að þeir bensínbílar sem enn eru í boði á markaðnum séu í lægsta verðflokki. Vandinn við að ætla sér að koma styrkjum til rafbílakaupa til þeirra sem eru yngri eða hafa úr minni fjármunum að spila sé sá að það séu ekki hópar sem kaupa nýja bíla heldur notaða bíla á endursölumarkaði. Ef dregið yrði úr styrkjum til þeirra efnameiri eða þeim frekar beint til kaupa á endursölumarkaði drægi úr framboði á nýjum bílum. „Tilfærsla á styrkjum til hópa í lægri tekjutíundum og yngra fólks mun því ekki skila losunarsamdrætti en gæti hins vegar dregið úr kaupum eldra fólks og fólks í efri hluta tekjutíundanna. Þar með mundi draga úr hraða orkuskipta, að minnsta kosti að sinni,“ segir Benedikt. Lækkar verð á notuðum rafbílum Styrkirnir úr Orkusjóði eru föst fjárhæð og þannig njóta þeir sem kaupa ódýrari rafbíla hlutfallslega hærri styrks en þeir sem kaupi dýrari bíla. Benedikt segir að þessi leið hafi verið farin til þess að stuðla að jafnræði með tilliti til efnahags einstaklinga. „Ef niðurstaðan er sú að tekjulægri og yngra fólk er þrátt fyrir það ekki að kaupa nýja rafbíla hlýtur það að helgast af því að það er ekki hópurinn sem kaupir nýja bíla,“ segir hann. Þótt rafbilastyrkir ríkisins renni að mestu í vasa þeirra tekjuhærri gagnast þeir einnig þeim tekjulægri með samkvæmt rökum Benedikts. Kaupendur nýrra bíla séu í raun þeir sem hafi mest áhrif á hraða orkuskipta og því óhjákvæmilegt að þeir stýri framboði á notuðum rafbílum. Þeir taki jafnframt á sig mestar afskriftir fjármuna sem þeir leggja til bílakaupanna. Benedikt nefnir að miðað sé við að verðmæti bifreiða rýrni um átján prósent á fyrsta ári en síðan tólf prósent eftir það. „Þannig að þó að þetta sé hópurinn sem er að fá styrkinn, þá er hann líka að taka á sig mestu verðmætaskerðinguna og þetta er hópurinn sem hefur ráð á því að gera það og skilar svo bílnum á endursölumarkað þar sem yngra fólkið kaupir hann,“ segir Benedikt. Styrkurinn til fyrstu kaupendanna ætti ennfremur að lækka verð rafbílanna á endursölumarkaði. „Þannig að það kemur í raun öllum eigendum í lífsferli bílsins til góða, að minnsta kosti þar til verðmæti hans er hætt að fyrnast þegar hann er orðinn mjög gamall.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Úttekt umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins leiðir í ljós að styrkir til rafbílakaupa og virðisaukaskattsívilnanir áður hafi að stærstum hluta runnið til fólks í efstu tveimur tekjutíundunum í samfélaginu. Þá eru styrkþegarnir langflestir yfir miðjum aldri. Ráðuneytið segist vinna að endurskoðun styrkjanna, meðal annars til þess að stuðla að réttlátari orkuskiptum. Orkusjóður veitir styrki til kaupa á nýjum rafbílum og þar liggur hundurinn grafinn að mati Benedikts S. Benediktssonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Þeir sem hafi ráð á að kaupa sér nýja bíla séu almennt síðmiðaldra og eldra fólk. Sá hópur búi að jafnaði við lægri skuldastöðu en yngra fólk og lægri rekstrarkostnað í heimilishaldi. Þannig ráði hann frekar við að kaupa nýjan bíl en yngra fólk. Benedikt bendir á að meðalaldur þeirra sem kaupa sér nýja bíla fari hækkandi eða standi í stað nema þegar litið er til bensínbíla. Það skýrist af því að þeir bensínbílar sem enn eru í boði á markaðnum séu í lægsta verðflokki. Vandinn við að ætla sér að koma styrkjum til rafbílakaupa til þeirra sem eru yngri eða hafa úr minni fjármunum að spila sé sá að það séu ekki hópar sem kaupa nýja bíla heldur notaða bíla á endursölumarkaði. Ef dregið yrði úr styrkjum til þeirra efnameiri eða þeim frekar beint til kaupa á endursölumarkaði drægi úr framboði á nýjum bílum. „Tilfærsla á styrkjum til hópa í lægri tekjutíundum og yngra fólks mun því ekki skila losunarsamdrætti en gæti hins vegar dregið úr kaupum eldra fólks og fólks í efri hluta tekjutíundanna. Þar með mundi draga úr hraða orkuskipta, að minnsta kosti að sinni,“ segir Benedikt. Lækkar verð á notuðum rafbílum Styrkirnir úr Orkusjóði eru föst fjárhæð og þannig njóta þeir sem kaupa ódýrari rafbíla hlutfallslega hærri styrks en þeir sem kaupi dýrari bíla. Benedikt segir að þessi leið hafi verið farin til þess að stuðla að jafnræði með tilliti til efnahags einstaklinga. „Ef niðurstaðan er sú að tekjulægri og yngra fólk er þrátt fyrir það ekki að kaupa nýja rafbíla hlýtur það að helgast af því að það er ekki hópurinn sem kaupir nýja bíla,“ segir hann. Þótt rafbilastyrkir ríkisins renni að mestu í vasa þeirra tekjuhærri gagnast þeir einnig þeim tekjulægri með samkvæmt rökum Benedikts. Kaupendur nýrra bíla séu í raun þeir sem hafi mest áhrif á hraða orkuskipta og því óhjákvæmilegt að þeir stýri framboði á notuðum rafbílum. Þeir taki jafnframt á sig mestar afskriftir fjármuna sem þeir leggja til bílakaupanna. Benedikt nefnir að miðað sé við að verðmæti bifreiða rýrni um átján prósent á fyrsta ári en síðan tólf prósent eftir það. „Þannig að þó að þetta sé hópurinn sem er að fá styrkinn, þá er hann líka að taka á sig mestu verðmætaskerðinguna og þetta er hópurinn sem hefur ráð á því að gera það og skilar svo bílnum á endursölumarkað þar sem yngra fólkið kaupir hann,“ segir Benedikt. Styrkurinn til fyrstu kaupendanna ætti ennfremur að lækka verð rafbílanna á endursölumarkaði. „Þannig að það kemur í raun öllum eigendum í lífsferli bílsins til góða, að minnsta kosti þar til verðmæti hans er hætt að fyrnast þegar hann er orðinn mjög gamall.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira