Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar 8. apríl 2025 11:31 Það er skrýtið að vera uppi á þessum tímum. Tuttugustu og fyrstu öldinni – sem virðist á margan hátt vera óöld. Nei, ég bý ekki á Gasa, í Úkraínu né Suður-Súdan. Ég bý bara á „friðsama Íslandi“ sem lítur helst ekki í áttina að hörmungum heimsins – varla einu sinni í eigin barm þar sem fólk er þó að tærast upp úr innri vanlíðan. Til hvers ættum við svo sem að horfa út í heim? Það er hvort eð er ekkert sem við getum gert, nema kannski að leggja meira fé í vopnaskak hugsanlega vinveittra þjóða sem kannski vilja verja okkur ef allt fer uppíloft hér í Norður-Atlantshafi. Erum við ekki upplýstasta kynslóð allra tíma? Hvernig væri þá að nýta það sem við vitum? Við vitum að regluverk er nauðsynlegt til að halda utan um flesta þætti mannlegra samskipta. Með lögum skal land byggja – þið vitið. Svo vitum við líka að í viðbót við sjálf lögin þarf að vera hægt að skera úr um hvort lög séu brotin eða réttur brotinn á einhverjum. En það er heldur ekki nóg, við þurfum nefnilega að geta fylgt þessu eftir. Þessar þrjár stoðir samfélagsgerðarinnar; lög, dómskerfi og framkvæmdavald, hafa reynst ómissandi til að samfélag gangi vel fyrir sig og borgararnir búi við öryggi. Í ár verða 80 ár frá stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem einmitt urðu til í því augnamiði að „bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, að staðfesta að nýju trú á grundvallarréttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða“, svo gripið sé niður í upphafsorð Sáttmála hinna Sameinuðu þjóða https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/sattmali-sth/ Sé horft á Sameinuðu þjóðirnar í dag, þá innibera þær 193 aðildarríki, þ.e. öll almennt viðurkennd sjálfstæð ríki í heiminum, að Vatíkaninu undanskildu. Þær ættu því að hafa nægan þunga til að gera það sem þeim var ætlað að gera. En hvað vantar? Auðvitað blasir við að mikið vantar upp á viljann en við verðum líka að horfast í augu við að bygging þessa friðarskjóls var aldrei full kláruð. Þarna höfum við ýmis ágæt lög, og dómstóla að einhverju marki en framkvæmdavaldið vantar að mestu. Fyrir vikið erum við að þessu leytinu á Sturlungaöld, grúppum okkur saman í lið og vígbúumst. Það eru sannarlega fornaldarvinnubrögð. Ég legg til að mannkynið gefi Sameinuðu þjóðunum þá gjöf á áttræðisafmælinu að halda loks áfram með bygginguna og koma henni í einhvers konar fokhelt stand. Íslendingar mega nú draga úr slíðrinu hið margrómaða sverð orðsins og berjast fyrir friði með raunhæfa sýn á hvernig stillt er til friðar og hvernig friði skuli viðhaldið. Hitt er svo satt og rétt, að ekkert kerfi getur endanlega tryggt okkur farsæld. Farsældin er lífræn og sprottin úr jarðvegi mannsandans. Þess háttar ræktunarstarf væri efni í aðrar hugleiðingar en svo mikið er víst að við þurfum heimsfrið sem skjólgarð fyrir velsæld mannkyns. Höfundur er friðarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er skrýtið að vera uppi á þessum tímum. Tuttugustu og fyrstu öldinni – sem virðist á margan hátt vera óöld. Nei, ég bý ekki á Gasa, í Úkraínu né Suður-Súdan. Ég bý bara á „friðsama Íslandi“ sem lítur helst ekki í áttina að hörmungum heimsins – varla einu sinni í eigin barm þar sem fólk er þó að tærast upp úr innri vanlíðan. Til hvers ættum við svo sem að horfa út í heim? Það er hvort eð er ekkert sem við getum gert, nema kannski að leggja meira fé í vopnaskak hugsanlega vinveittra þjóða sem kannski vilja verja okkur ef allt fer uppíloft hér í Norður-Atlantshafi. Erum við ekki upplýstasta kynslóð allra tíma? Hvernig væri þá að nýta það sem við vitum? Við vitum að regluverk er nauðsynlegt til að halda utan um flesta þætti mannlegra samskipta. Með lögum skal land byggja – þið vitið. Svo vitum við líka að í viðbót við sjálf lögin þarf að vera hægt að skera úr um hvort lög séu brotin eða réttur brotinn á einhverjum. En það er heldur ekki nóg, við þurfum nefnilega að geta fylgt þessu eftir. Þessar þrjár stoðir samfélagsgerðarinnar; lög, dómskerfi og framkvæmdavald, hafa reynst ómissandi til að samfélag gangi vel fyrir sig og borgararnir búi við öryggi. Í ár verða 80 ár frá stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem einmitt urðu til í því augnamiði að „bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, að staðfesta að nýju trú á grundvallarréttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða“, svo gripið sé niður í upphafsorð Sáttmála hinna Sameinuðu þjóða https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/sattmali-sth/ Sé horft á Sameinuðu þjóðirnar í dag, þá innibera þær 193 aðildarríki, þ.e. öll almennt viðurkennd sjálfstæð ríki í heiminum, að Vatíkaninu undanskildu. Þær ættu því að hafa nægan þunga til að gera það sem þeim var ætlað að gera. En hvað vantar? Auðvitað blasir við að mikið vantar upp á viljann en við verðum líka að horfast í augu við að bygging þessa friðarskjóls var aldrei full kláruð. Þarna höfum við ýmis ágæt lög, og dómstóla að einhverju marki en framkvæmdavaldið vantar að mestu. Fyrir vikið erum við að þessu leytinu á Sturlungaöld, grúppum okkur saman í lið og vígbúumst. Það eru sannarlega fornaldarvinnubrögð. Ég legg til að mannkynið gefi Sameinuðu þjóðunum þá gjöf á áttræðisafmælinu að halda loks áfram með bygginguna og koma henni í einhvers konar fokhelt stand. Íslendingar mega nú draga úr slíðrinu hið margrómaða sverð orðsins og berjast fyrir friði með raunhæfa sýn á hvernig stillt er til friðar og hvernig friði skuli viðhaldið. Hitt er svo satt og rétt, að ekkert kerfi getur endanlega tryggt okkur farsæld. Farsældin er lífræn og sprottin úr jarðvegi mannsandans. Þess háttar ræktunarstarf væri efni í aðrar hugleiðingar en svo mikið er víst að við þurfum heimsfrið sem skjólgarð fyrir velsæld mannkyns. Höfundur er friðarsinni.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun