Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar 8. apríl 2025 08:00 Það eru ekki sérlega mörg ár síðan ég bókstaflega sá rautt þegar fólk var að dásama rafíþróttir. Ég gat ekki með nokkrum móti skilið að það að spila tölvuleiki gæti átt neitt sameiginlegt með íþróttum. Á þessum tíma rak ég Hjólakraft, ungmennastarf í hjólreiðum sem hafði það að markmiði útvega börnum og unglingum, sem jafnan voru ekki að finna sig í hefðbundnu skólastarfi, vettvang til að finna sína köllun í gegnum hjólreiðar. Mér fannst litla barnið mitt, Hjólakraftur, efla lýðheilsu barna og ungmenna en viðraði óspart að það væri óheilbrigt að æfa rafíþróttir. Nokkru síðar fékk ég smá kynningu á rafíþróttum og ég áttaði mig á því að það að æfa rafíþróttir er bara alls ekki það að sitja inni í loftlausu herbergi, þambandi orkudrykki að spila einhverja skotleiki. Bara hreint ekki! Það er margt sem til dæmis Hjólakraftur og rafíþróttafélögin eiga sameiginlegt. Fyrst má kannski nefna að þetta snýst um samfélag - það að tilheyra. Líklega er það ein dýrmætasta tilfinning sem við getum fundið. Margir sem æfa rafíþróttir hafa ekki fundið sig í öðrum íþróttum og því er mikilvægt að finna félagsskap sem tekur vel á móti fólki. Í öðru lagi má nefna það, sem ég hafði engan veginn séð fyrir mér, að þeir sem æfa rafíþróttir þurfa að fara út í hreyfingu á æfingum!! Hverjum hefði dottið það í hug?? Það er magnað að heyra að krakkar séu að fara á rafíþróttaæfingu en þurfi að klæða sig eftir veðri og að þau séu með harðsperrur eftir æfingu. Það finnst mér eiginlega alveg geggjað. Í þriðja lagi, og það skiptir líka miklu máli, þá hafa rafíþróttafélögin lagt gríðarlega áherslu á næringu iðkenda. Þau vilja að iðkendur hugi að næringunni og séu ekki að ofnota orkudrykki og jafnvel helst ekki að nota þá. Allir þessir hlutir sem ég hef talið hér upp hafa fengið mig til þess að hrífast frekar af því samfélagi sem rafíþróttasamfélagið er og losað mig undan þeim fordómum sem ég var heldur betur fullur af. Ég bókstaflega hataði rafíþróttir! Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag munum við í Framsókn leggja fram eftirfarandi tillögu: Lagt er til að borgarstjórn skipi stýrihóp um rafíþróttir í Reykjavík sem hafi það verkefni að móta stefnu Reykjavíkurborgar í rafíþróttum. Greinargerð með tillögunni: Á undanförnum árum hafa rafíþróttir rutt sér til rúms á Íslandi sem ný íþróttahreyfing. Sú hreyfing hefur, líkt og aðrar íþróttahreyfingar, það að markmiði að stuðla að betri heilsu og andlegri líðan barna. Með þessum áherslum hafa rafíþróttafélög hér á landi náð að laða til sín um 3500 iðkendur á grunnskólaaldri um allt land. Fulltrúar félaga sem starfrækja rafíþróttadeildir hafa bent á að það sé afar jákvætt að flestir þessara iðkenda séu börn sem hafa sýnt lítinn áhuga á þátttöku í öðru hefðbundnu íþróttastarfi. Rafíþróttir virki því fyrir fjölda barna sem ekki hafa fundið sig í öðru skipulögðu íþróttastarfi og þannig stuðli rafíþróttir að bættri lýðheilsu barna sem íþróttahreyfingin hefur hingað til ekki náð til. Tvö íþróttafélög starfrækja rafíþróttadeildir, Fylkir og Ármann, og KR starfrækti rafíþróttadeild um tíma en hætti þeim rekstri vegna þess að frekari fjárstuðnings var þörf. Það er mat borgarfulltrúa Framsóknarflokksins að jafnræði eigi að ríkja á milli íþróttagreina þegar kemur að stuðningi borgarinnar við íþróttir barna. Þess vegna er brýnt að Reykjavíkurborg taki málið föstum tökum og móti stefnu í málefnum rafíþrótta. Styðjum við rafíþróttir Við í Framsókn vonum að borgarfulltrúar átti sig á mikilvægi þess að rafíþróttum sé gert jafn hátt undir höfði og öðrum íþróttagreinum. Það er amk engin augljós ástæða til þess að Reykjavíkurborg marki sér ekki stefnu varðandi þessa grein, enda stendur Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir því að keppt er í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Daníelsson Rafíþróttir Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru ekki sérlega mörg ár síðan ég bókstaflega sá rautt þegar fólk var að dásama rafíþróttir. Ég gat ekki með nokkrum móti skilið að það að spila tölvuleiki gæti átt neitt sameiginlegt með íþróttum. Á þessum tíma rak ég Hjólakraft, ungmennastarf í hjólreiðum sem hafði það að markmiði útvega börnum og unglingum, sem jafnan voru ekki að finna sig í hefðbundnu skólastarfi, vettvang til að finna sína köllun í gegnum hjólreiðar. Mér fannst litla barnið mitt, Hjólakraftur, efla lýðheilsu barna og ungmenna en viðraði óspart að það væri óheilbrigt að æfa rafíþróttir. Nokkru síðar fékk ég smá kynningu á rafíþróttum og ég áttaði mig á því að það að æfa rafíþróttir er bara alls ekki það að sitja inni í loftlausu herbergi, þambandi orkudrykki að spila einhverja skotleiki. Bara hreint ekki! Það er margt sem til dæmis Hjólakraftur og rafíþróttafélögin eiga sameiginlegt. Fyrst má kannski nefna að þetta snýst um samfélag - það að tilheyra. Líklega er það ein dýrmætasta tilfinning sem við getum fundið. Margir sem æfa rafíþróttir hafa ekki fundið sig í öðrum íþróttum og því er mikilvægt að finna félagsskap sem tekur vel á móti fólki. Í öðru lagi má nefna það, sem ég hafði engan veginn séð fyrir mér, að þeir sem æfa rafíþróttir þurfa að fara út í hreyfingu á æfingum!! Hverjum hefði dottið það í hug?? Það er magnað að heyra að krakkar séu að fara á rafíþróttaæfingu en þurfi að klæða sig eftir veðri og að þau séu með harðsperrur eftir æfingu. Það finnst mér eiginlega alveg geggjað. Í þriðja lagi, og það skiptir líka miklu máli, þá hafa rafíþróttafélögin lagt gríðarlega áherslu á næringu iðkenda. Þau vilja að iðkendur hugi að næringunni og séu ekki að ofnota orkudrykki og jafnvel helst ekki að nota þá. Allir þessir hlutir sem ég hef talið hér upp hafa fengið mig til þess að hrífast frekar af því samfélagi sem rafíþróttasamfélagið er og losað mig undan þeim fordómum sem ég var heldur betur fullur af. Ég bókstaflega hataði rafíþróttir! Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag munum við í Framsókn leggja fram eftirfarandi tillögu: Lagt er til að borgarstjórn skipi stýrihóp um rafíþróttir í Reykjavík sem hafi það verkefni að móta stefnu Reykjavíkurborgar í rafíþróttum. Greinargerð með tillögunni: Á undanförnum árum hafa rafíþróttir rutt sér til rúms á Íslandi sem ný íþróttahreyfing. Sú hreyfing hefur, líkt og aðrar íþróttahreyfingar, það að markmiði að stuðla að betri heilsu og andlegri líðan barna. Með þessum áherslum hafa rafíþróttafélög hér á landi náð að laða til sín um 3500 iðkendur á grunnskólaaldri um allt land. Fulltrúar félaga sem starfrækja rafíþróttadeildir hafa bent á að það sé afar jákvætt að flestir þessara iðkenda séu börn sem hafa sýnt lítinn áhuga á þátttöku í öðru hefðbundnu íþróttastarfi. Rafíþróttir virki því fyrir fjölda barna sem ekki hafa fundið sig í öðru skipulögðu íþróttastarfi og þannig stuðli rafíþróttir að bættri lýðheilsu barna sem íþróttahreyfingin hefur hingað til ekki náð til. Tvö íþróttafélög starfrækja rafíþróttadeildir, Fylkir og Ármann, og KR starfrækti rafíþróttadeild um tíma en hætti þeim rekstri vegna þess að frekari fjárstuðnings var þörf. Það er mat borgarfulltrúa Framsóknarflokksins að jafnræði eigi að ríkja á milli íþróttagreina þegar kemur að stuðningi borgarinnar við íþróttir barna. Þess vegna er brýnt að Reykjavíkurborg taki málið föstum tökum og móti stefnu í málefnum rafíþrótta. Styðjum við rafíþróttir Við í Framsókn vonum að borgarfulltrúar átti sig á mikilvægi þess að rafíþróttum sé gert jafn hátt undir höfði og öðrum íþróttagreinum. Það er amk engin augljós ástæða til þess að Reykjavíkurborg marki sér ekki stefnu varðandi þessa grein, enda stendur Íþróttabandalag Reykjavíkur fyrir því að keppt er í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Framsóknar.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun