Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. apríl 2025 07:30 „Viðskiptahindranir skapa ekki verðmæti og þó að það sé freistandi fyrir ríki að bregðast við tollum með tollum, er mikil hætta á að slík viðbrögð bitni harðast á neytendum heima fyrir.“ Með þessum orðum lauk grein eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkiráðherra og formann Viðreisnar, sem birtist á Vísi í gær. Taka má fyllilega undir þau orð og um leið er ástæða til þess að velta því fyrir sér hvers vegna hún og flokkur hennar vilji þá að Ísland verði hluti tollabandalags. Fleira er reyndar í þessum sama dúr. Viðreisn hefur á liðnum árum ítrekað og réttilega gagnrýnt of mikið umfang hins opinbera hér á landi. Hins vegar vill flokkurinn á sama tíma ganga í Evrópusambandið sem gerði meðal annars athugasemd við það í tengslum við misheppnaða umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í sambandið á sínum tíma að stjórnsýslan hér væri of lítil til þess að ráða við þær skuldbindingar sem fylgdu veru innan þess. Tollabandalög, eins og Evrópusambandið, eru í eðli sínu andstæðan við frjáls milliríkjaviðskipti enda snúast þau einkum um að verja framleiðslu innan þeirra fyrir ytri samkeppni. Þannig er sambandið í raun náskyldur ættingi íslenzka landbúnaðarkerfisins sem Viðreisn hefur oft gagnrýnt. Fyrir utan það að verndarhyggja Evrópusambandsins nær ekki einungis til landbúnaðarvara. Það fer fyrir vikið afar illa saman að tala bæði fyrir frjálsum viðskiptum og inngöngu í sambandið. Fram kemur enn fremur grein í Þorgerðar að óskynsamlegt sé að mæta tollahækkunum með frekari tollahækkunum eins og gert hafi verið í aðdraganda heimskreppunnar á sínum tíma og einungis gert slæmt ástand miklu verra. Vitnar hún í brezka hagfræðingurinn Joan Robinson sem af því tilefni benti á að slíkt væri álíka skynsamlegt og að fylla eigin hafnir af grjóti vegna þess að strandir viðskiptaríkja væru grýttar. Það bitnaði verst á þeim ríkjum sem beittu tollum. Forystumenn Evrópusambandsins hafa lýst því yfir að þeir ætli að svara tollum stjórnvalda í Bandaríkjunum með eigin tollum. Væri Ísland innan sambandsins þyrftum við að taka þátt í þeim viðbrögðum. Viðbrögðum sem Þorgerður telur réttilega óskynsamleg. Við hefðum ekkert val í þeim efnum. Til þess að taka slíkar ákvarðanir þarf ekki einróma samþykki ríkja sambandsins í ráðherraráði þess og vægi Íslands í þeim efnum tæki mið af íbúafjölda landsins. Vegna þess að við erum ekki innan Evrópusambandsins getum við tekið sjáfstæðar ákvarðanir í þessum efnum út frá okkar hagsmunum og aðstæðum. Vonandi eru skrif Þorgerðar til marks um það að íslenzk stjórnvöld hafi ekki í hyggju að taka þátt í gagnaðgerðum sambandsins og hækka tolla á Bandaríkin. Það væri það versta sem Ísland gæti gert og myndi fyrst og fremst bitna á okkur sjálfum. Við höfum valdið til þess að forðast það sem sjálfstæð og fullvalda þjóð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Skattar og tollar Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
„Viðskiptahindranir skapa ekki verðmæti og þó að það sé freistandi fyrir ríki að bregðast við tollum með tollum, er mikil hætta á að slík viðbrögð bitni harðast á neytendum heima fyrir.“ Með þessum orðum lauk grein eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkiráðherra og formann Viðreisnar, sem birtist á Vísi í gær. Taka má fyllilega undir þau orð og um leið er ástæða til þess að velta því fyrir sér hvers vegna hún og flokkur hennar vilji þá að Ísland verði hluti tollabandalags. Fleira er reyndar í þessum sama dúr. Viðreisn hefur á liðnum árum ítrekað og réttilega gagnrýnt of mikið umfang hins opinbera hér á landi. Hins vegar vill flokkurinn á sama tíma ganga í Evrópusambandið sem gerði meðal annars athugasemd við það í tengslum við misheppnaða umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í sambandið á sínum tíma að stjórnsýslan hér væri of lítil til þess að ráða við þær skuldbindingar sem fylgdu veru innan þess. Tollabandalög, eins og Evrópusambandið, eru í eðli sínu andstæðan við frjáls milliríkjaviðskipti enda snúast þau einkum um að verja framleiðslu innan þeirra fyrir ytri samkeppni. Þannig er sambandið í raun náskyldur ættingi íslenzka landbúnaðarkerfisins sem Viðreisn hefur oft gagnrýnt. Fyrir utan það að verndarhyggja Evrópusambandsins nær ekki einungis til landbúnaðarvara. Það fer fyrir vikið afar illa saman að tala bæði fyrir frjálsum viðskiptum og inngöngu í sambandið. Fram kemur enn fremur grein í Þorgerðar að óskynsamlegt sé að mæta tollahækkunum með frekari tollahækkunum eins og gert hafi verið í aðdraganda heimskreppunnar á sínum tíma og einungis gert slæmt ástand miklu verra. Vitnar hún í brezka hagfræðingurinn Joan Robinson sem af því tilefni benti á að slíkt væri álíka skynsamlegt og að fylla eigin hafnir af grjóti vegna þess að strandir viðskiptaríkja væru grýttar. Það bitnaði verst á þeim ríkjum sem beittu tollum. Forystumenn Evrópusambandsins hafa lýst því yfir að þeir ætli að svara tollum stjórnvalda í Bandaríkjunum með eigin tollum. Væri Ísland innan sambandsins þyrftum við að taka þátt í þeim viðbrögðum. Viðbrögðum sem Þorgerður telur réttilega óskynsamleg. Við hefðum ekkert val í þeim efnum. Til þess að taka slíkar ákvarðanir þarf ekki einróma samþykki ríkja sambandsins í ráðherraráði þess og vægi Íslands í þeim efnum tæki mið af íbúafjölda landsins. Vegna þess að við erum ekki innan Evrópusambandsins getum við tekið sjáfstæðar ákvarðanir í þessum efnum út frá okkar hagsmunum og aðstæðum. Vonandi eru skrif Þorgerðar til marks um það að íslenzk stjórnvöld hafi ekki í hyggju að taka þátt í gagnaðgerðum sambandsins og hækka tolla á Bandaríkin. Það væri það versta sem Ísland gæti gert og myndi fyrst og fremst bitna á okkur sjálfum. Við höfum valdið til þess að forðast það sem sjálfstæð og fullvalda þjóð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun