Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 7. apríl 2025 18:05 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra og Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins ræddu fjármálaáætlunina í kvöldfréttum. Vísir/Anton Brink Þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu út á Alþingi síðdegis þegar Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra fór í ræðustól til að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030. Þeir sögðust ekki treysta sér til þess að eiga umræður um áætlunina. Fyrri umræðu um fjármálaáætlunarinnar var frestað og málið tekið af dagskrá þingsins eftir fund þingflokksformanna með forseta Alþingis á fimmtudaginn. Þar voru miklar athugasemdir gerðar við fyrirkomulag fjármálaáætlunarinnar og skort á gögnum. Í upptöku á vef Alþingis má meðal annars sjá Sigurð Inga Jóhannsson þingmann Framsóknar og fyrrverandi fjármálaráðherra standa upp og yfirgefa þingsalinn meðan Inga gekk að ræðustólnum klukkan 16:54. Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 ræddi uppákomuna við fjármálaráðherra og þingmann Miðflokksins í kvöldfréttum. Áhyggjur sagðar á rökum reistar „Það má segja að áhyggjur okkar á fimmtudaginn hafi verið á rökum reistar. Við tókum okkur helgina í að reyna að glöggva okkur á því hvort það væri hægt að eiga samtal við fagráðherra á grundvelli þess plaggs sem nú liggur fyrir,“ segir Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins. Að því loknu, auk samtals við fjármálaráðherra við upphaf umræðunnar í dag, hafi blasað við að ekki væri hægt að ræða það frekar. „Það er einfaldlega það mikið af gögnum sem eru ekki birt með fjármálaáætluninni núna, sem voru birt á netinu í fyrra og í prentuðu eintaki árin þar á undan, sem eru grundvöllur þeirrar umræðu sem við eigum við fagráðherrana um þeirra málefnasvið. Og þegar búið er að kippa því úr sambandi, þá er um lítið að tala. Því miður.“ Ósammála um innihald áætlunarinnar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að í fjármálaáætlun sé ekki gert ráð fyrir að umræddar upplýsingar komi fram. Svo hafi heldur ekki verið í fyrra. „Í fjármálaáætlun er ekki gert ráð fyrir að þessar upplýsingar komi fram, og gerðu það ekki í fyrra. Þannig að það var raunverulega búið að gera þessa breytingu á framsetningu fjármálaáætlunarinnar. Hún er niður á málefnasviðin og er þá eins og hún var í fyrra. Þingskjalið er að mestu óbreytt. Hér eru auðvitað nýjar áherslur, áherslur um jafnvægi í rekstri ríkisins og aðhald, sem koma glögglega fram í þessu tvö hundruð síðna skjali.“ Bergþór skýtur þá inn í og segist þurfa að leiðrétta Daða „einu sinni enn“. „En í plagginu í fyrra stendur beinlínis: Töflu um markmið og mælikvarða má skoða á vefnum fjarlög.is, ásamt stefnumótun um málefnasvið og málefnaflokka þess í heild. Þetta stendur við hvert einasta málefnasvið í öllu plagginu. Þannig að allar þessar upplýsingar voru aðgengilegar í fyrra og eru það ekki núna.“ Daði segir þá ekki sammála um hvernig málinu vindur fram. „Eins og ég sagði, það er alveg skýrt hvað á að vera í þessari áætlun og allt sem á að vera í henni er í henni.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Fyrri umræðu um fjármálaáætlunarinnar var frestað og málið tekið af dagskrá þingsins eftir fund þingflokksformanna með forseta Alþingis á fimmtudaginn. Þar voru miklar athugasemdir gerðar við fyrirkomulag fjármálaáætlunarinnar og skort á gögnum. Í upptöku á vef Alþingis má meðal annars sjá Sigurð Inga Jóhannsson þingmann Framsóknar og fyrrverandi fjármálaráðherra standa upp og yfirgefa þingsalinn meðan Inga gekk að ræðustólnum klukkan 16:54. Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 ræddi uppákomuna við fjármálaráðherra og þingmann Miðflokksins í kvöldfréttum. Áhyggjur sagðar á rökum reistar „Það má segja að áhyggjur okkar á fimmtudaginn hafi verið á rökum reistar. Við tókum okkur helgina í að reyna að glöggva okkur á því hvort það væri hægt að eiga samtal við fagráðherra á grundvelli þess plaggs sem nú liggur fyrir,“ segir Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins. Að því loknu, auk samtals við fjármálaráðherra við upphaf umræðunnar í dag, hafi blasað við að ekki væri hægt að ræða það frekar. „Það er einfaldlega það mikið af gögnum sem eru ekki birt með fjármálaáætluninni núna, sem voru birt á netinu í fyrra og í prentuðu eintaki árin þar á undan, sem eru grundvöllur þeirrar umræðu sem við eigum við fagráðherrana um þeirra málefnasvið. Og þegar búið er að kippa því úr sambandi, þá er um lítið að tala. Því miður.“ Ósammála um innihald áætlunarinnar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að í fjármálaáætlun sé ekki gert ráð fyrir að umræddar upplýsingar komi fram. Svo hafi heldur ekki verið í fyrra. „Í fjármálaáætlun er ekki gert ráð fyrir að þessar upplýsingar komi fram, og gerðu það ekki í fyrra. Þannig að það var raunverulega búið að gera þessa breytingu á framsetningu fjármálaáætlunarinnar. Hún er niður á málefnasviðin og er þá eins og hún var í fyrra. Þingskjalið er að mestu óbreytt. Hér eru auðvitað nýjar áherslur, áherslur um jafnvægi í rekstri ríkisins og aðhald, sem koma glögglega fram í þessu tvö hundruð síðna skjali.“ Bergþór skýtur þá inn í og segist þurfa að leiðrétta Daða „einu sinni enn“. „En í plagginu í fyrra stendur beinlínis: Töflu um markmið og mælikvarða má skoða á vefnum fjarlög.is, ásamt stefnumótun um málefnasvið og málefnaflokka þess í heild. Þetta stendur við hvert einasta málefnasvið í öllu plagginu. Þannig að allar þessar upplýsingar voru aðgengilegar í fyrra og eru það ekki núna.“ Daði segir þá ekki sammála um hvernig málinu vindur fram. „Eins og ég sagði, það er alveg skýrt hvað á að vera í þessari áætlun og allt sem á að vera í henni er í henni.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira