Fátt rökrétt við lækkanirnar Árni Sæberg skrifar 7. apríl 2025 12:32 Snorri Jakobsson fylgist vel með þróun hlutabréfamarkaða. Vísir/Arnar Hlutabréfagreinandi segir ljóst að verðlækkanir á hlutabréfum hér á landi megi rekja til þess að fjárfestar leitast nú við að flýja áhættu og selja hlutabréf sem bera mikla áhættu. Lítil rök séu á bak við lækkanir, til að mynda á íslenskum arðgreiðslufélögum sem enga tengingu hafa við Bandaríkjamarkað. Hlutabréfaverð hefur farið hríðlækkandi víðast hvar í heiminum undanfarna daga, eftir að Donald Trump tilkynnti um hækkun allra innflutningstolla í Bandaríkjunum. Úrvalsvísitalan lækkaði hressilega Markaðurinn hér á landi hefur ekki farið varhluta af ástandinu en þegar Kauphöllin opnaði í morgun hafði úrvalsvísitalan lækkað um rúmlega fimm prósent. Markaðurinn hefur þú að einhverju leyti rétt úr kútnum eftir því sem liðið hefur á daginn. Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital, segir í samtali við fréttastofu að skýringin sé helst sú að fjárfestar séu að flýja áhættu og draga úr áhættusækni í stöðum sínum, með því að selja hlutabréf sem bera mikla áhættu. Erfitt að segja til um framhaldið Snorri segir óskaplega erfitt að spá fyrir um framhaldið á alþjóðamörkuðum. Það hafi ekki verið mikið tilefni til bjartsýni eftir að Trump var kosinn Bandaríkjaforseti, í ljósi þeirra kosningaloforða sem hann hafði gefið. „Það var nokkuð ljóst að það var frekar tilefni til þess að vera varfærinn. Hvað muni gerast? Það er auðvitað það sem gerist alltaf þegar menn eru að fara úr mjög skuldsettum stöðum og draga úr áhættu, þá lækka félög þar sem lítil rök liggja að baki lækkun.“ Það sjáist nú þegar. Gengi bréfa íslenskra arðgreiðslufélaga, sem lítil sem engin tengsl hafi við Bandaríkjamarkað, hafi lækkað mjög hraustlega. Þó að áhrif tollastefni Trumps hafi engin áhrif á þau. „Þetta er mikið til hræðsluviðbragð. Það er fátt rökrétt við mikið af þessum lækkunum. Alveg eins og það var fátt rökrétt við það að vera mjög áhættusækinn í kjölfar þess að Trump vann.“ Kauphöllin Efnahagsmál Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Markaðir í Evrópu hafa tekið mikla dýfu við opnun í morgun. Vísitalan í þýsku kauphöllinni lækkuðu um 10 prósent við opnun í morgun en sú lækkun hefur þó eitthvað gengið til baka. 7. apríl 2025 08:48 Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Markaðir í Asíu tóku mikla dýfu við opnun í morgun og ekkert lát er á lækkunum á hlutabréfaverði frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti fyrirætlanir sínar um miklar tollaálögur sem hann hyggst leggja á öll ríki. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um heil 6,5 prósent í morgun. 7. apríl 2025 06:49 Minni fjárfestar flýja óvissu og um 600 milljarða markaðsvirði þurrkast út Þegar litið er til helstu hlutabréfamarkaða beggja vegna Atlantshafsins þá hefur aðeins Nasdaq-vísitalan í Bandaríkjunum, sem inniheldur stærstu tæknifyrirtækin, lækkað meira í virði fá áramótum en íslenska Úrvalsvísitalan. Markaðir hafa verið í frjálsi falli vegna óvissunnar eftir Trump boðaði umfangsmikla tolla á viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna og á þessu ári hafa liðlega sex hundrað milljarðar af markaðsvirði félaga á Aðallista Kauphallarinnar þurrkast út, en verðlækkun síðustu daga er meðal annars drifin áfram af veðköllum og sölu smærri fjárfesta. 5. apríl 2025 14:03 Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. 4. apríl 2025 09:31 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Hlutabréfaverð hefur farið hríðlækkandi víðast hvar í heiminum undanfarna daga, eftir að Donald Trump tilkynnti um hækkun allra innflutningstolla í Bandaríkjunum. Úrvalsvísitalan lækkaði hressilega Markaðurinn hér á landi hefur ekki farið varhluta af ástandinu en þegar Kauphöllin opnaði í morgun hafði úrvalsvísitalan lækkað um rúmlega fimm prósent. Markaðurinn hefur þú að einhverju leyti rétt úr kútnum eftir því sem liðið hefur á daginn. Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital, segir í samtali við fréttastofu að skýringin sé helst sú að fjárfestar séu að flýja áhættu og draga úr áhættusækni í stöðum sínum, með því að selja hlutabréf sem bera mikla áhættu. Erfitt að segja til um framhaldið Snorri segir óskaplega erfitt að spá fyrir um framhaldið á alþjóðamörkuðum. Það hafi ekki verið mikið tilefni til bjartsýni eftir að Trump var kosinn Bandaríkjaforseti, í ljósi þeirra kosningaloforða sem hann hafði gefið. „Það var nokkuð ljóst að það var frekar tilefni til þess að vera varfærinn. Hvað muni gerast? Það er auðvitað það sem gerist alltaf þegar menn eru að fara úr mjög skuldsettum stöðum og draga úr áhættu, þá lækka félög þar sem lítil rök liggja að baki lækkun.“ Það sjáist nú þegar. Gengi bréfa íslenskra arðgreiðslufélaga, sem lítil sem engin tengsl hafi við Bandaríkjamarkað, hafi lækkað mjög hraustlega. Þó að áhrif tollastefni Trumps hafi engin áhrif á þau. „Þetta er mikið til hræðsluviðbragð. Það er fátt rökrétt við mikið af þessum lækkunum. Alveg eins og það var fátt rökrétt við það að vera mjög áhættusækinn í kjölfar þess að Trump vann.“
Kauphöllin Efnahagsmál Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Markaðir í Evrópu hafa tekið mikla dýfu við opnun í morgun. Vísitalan í þýsku kauphöllinni lækkuðu um 10 prósent við opnun í morgun en sú lækkun hefur þó eitthvað gengið til baka. 7. apríl 2025 08:48 Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Markaðir í Asíu tóku mikla dýfu við opnun í morgun og ekkert lát er á lækkunum á hlutabréfaverði frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti fyrirætlanir sínar um miklar tollaálögur sem hann hyggst leggja á öll ríki. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um heil 6,5 prósent í morgun. 7. apríl 2025 06:49 Minni fjárfestar flýja óvissu og um 600 milljarða markaðsvirði þurrkast út Þegar litið er til helstu hlutabréfamarkaða beggja vegna Atlantshafsins þá hefur aðeins Nasdaq-vísitalan í Bandaríkjunum, sem inniheldur stærstu tæknifyrirtækin, lækkað meira í virði fá áramótum en íslenska Úrvalsvísitalan. Markaðir hafa verið í frjálsi falli vegna óvissunnar eftir Trump boðaði umfangsmikla tolla á viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna og á þessu ári hafa liðlega sex hundrað milljarðar af markaðsvirði félaga á Aðallista Kauphallarinnar þurrkast út, en verðlækkun síðustu daga er meðal annars drifin áfram af veðköllum og sölu smærri fjárfesta. 5. apríl 2025 14:03 Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. 4. apríl 2025 09:31 Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Markaðir í Evrópu hafa tekið mikla dýfu við opnun í morgun. Vísitalan í þýsku kauphöllinni lækkuðu um 10 prósent við opnun í morgun en sú lækkun hefur þó eitthvað gengið til baka. 7. apríl 2025 08:48
Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Markaðir í Asíu tóku mikla dýfu við opnun í morgun og ekkert lát er á lækkunum á hlutabréfaverði frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti fyrirætlanir sínar um miklar tollaálögur sem hann hyggst leggja á öll ríki. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um heil 6,5 prósent í morgun. 7. apríl 2025 06:49
Minni fjárfestar flýja óvissu og um 600 milljarða markaðsvirði þurrkast út Þegar litið er til helstu hlutabréfamarkaða beggja vegna Atlantshafsins þá hefur aðeins Nasdaq-vísitalan í Bandaríkjunum, sem inniheldur stærstu tæknifyrirtækin, lækkað meira í virði fá áramótum en íslenska Úrvalsvísitalan. Markaðir hafa verið í frjálsi falli vegna óvissunnar eftir Trump boðaði umfangsmikla tolla á viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna og á þessu ári hafa liðlega sex hundrað milljarðar af markaðsvirði félaga á Aðallista Kauphallarinnar þurrkast út, en verðlækkun síðustu daga er meðal annars drifin áfram af veðköllum og sölu smærri fjárfesta. 5. apríl 2025 14:03
Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum. 4. apríl 2025 09:31