Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar 6. apríl 2025 08:31 Markmið Lánasjóðs námsmanna, sem nú ber nafnið Menntasjóður Námsmanna var frá upphafi skýrt: að tryggja öllum sömu réttindi til menntunar. Hugmyndin var einföld en öflug – að börn verkafólks og efnaminni fjölskyldna hefðu sömu tækifæri til háskólanáms og þau sem búa við betri aðstæður. En nú, mörgum áratugum síðar, stendur kerfið frammi fyrir áskorunum. Færri námsmenn nýta sér stuðning sjóðsins og núverandi fyrirkomulag námslána þjónar ekki lengur öllum hópum – sérstaklega ekki þeim sem mest þurfa á því að halda. Það er áhyggjuefni, Menntasjóður námsmanna verður að vera félagslegur jöfnunarsjóður og skapa raunverulega möguleika fyrir ungt fólk til að helga sig námi. Í síðustu viku lagði ég því fram frumvarp á Alþingi sem er fyrsta skrefið í að snúa þessari þróun við. Meðal helstu breytinga er að núverandi fyrirkomulag niðurfellingar námslána – þar sem allt að 30% höfuðstóls er fellt niður við námslok verður gert sveigjanlegra. Í stað þess geta námsmenn, sem uppfylla skilyrði um námsframvindu, fengið allt að 20% niðurfellingu að lokinni hverri námsönn og 10% til viðbótar við námslok, ljúki þeir námi innan tilskilinna tímamarka. Þetta fyrirkomulag eykur sveigjanleika og gerir námsstyrki aðgengilegri fyrir fleiri. Það eykur líkurnar á að námsmenn fái raunverulega lækkun á höfuðstól lánsins og hvetur áfram til áfangasigra í námi, ekki einungis að lokatakmarkinu. Ég legg jafnframt til breytingar á vaxtaviðmiðum sjóðsins, þar sem í stað þess að miða við vexti eins mánaðar hverju sinni, verður stuðst við meðaltal vaxta síðustu þriggja ára. Með því minnkum við sveiflur og gerum greiðslubyrði námslána fyrirsjáanlegri – sérstaklega á tímum óvissu og hárra vaxta. Að auki verður heimildin til að greiða af einu láni í einu rýmkuð þannig að í stað þess að hún nái aðeins til tekjutengdra afborgana H-lána, sem urðu til eftir gildistöku Menntasjóðslaganna, nái hún jafnframt til jafngreiðslulána í þessum lánaflokki. Þá er óbreytt að heimildin nær til lánaflokka samkvæmt eldri lögum. Sagan undanfarin fimm ár hefur kennt okkur mikilvæga lexíu: þegar verðbólga og stýrivaxtahækkanir skekja efnahaginn, versnar staða námsmanna hratt. Þessi reynsla kallar á viðbrögð – en líka á umræðu um hvert við viljum stefna með stuðningskerfi fyrir námsmenn. Næstu mánuðir verða nýttir til frekari umbóta og heildarendurskoðunar á sjóðnum, einnig þarf að líta til úthlutunarreglna sjóðsins og breytinga sem gera þarf á þeim samhliða. Við höfum umtalsverða reynslu og greiningar í höndunum og von mín er að þessari endurskoðun ljúki á næsta þingvetri – og að við getum sameinast um kerfi sem virkar fyrir alla námsmenn. Höfundur er menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Námslán Háskólar Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Markmið Lánasjóðs námsmanna, sem nú ber nafnið Menntasjóður Námsmanna var frá upphafi skýrt: að tryggja öllum sömu réttindi til menntunar. Hugmyndin var einföld en öflug – að börn verkafólks og efnaminni fjölskyldna hefðu sömu tækifæri til háskólanáms og þau sem búa við betri aðstæður. En nú, mörgum áratugum síðar, stendur kerfið frammi fyrir áskorunum. Færri námsmenn nýta sér stuðning sjóðsins og núverandi fyrirkomulag námslána þjónar ekki lengur öllum hópum – sérstaklega ekki þeim sem mest þurfa á því að halda. Það er áhyggjuefni, Menntasjóður námsmanna verður að vera félagslegur jöfnunarsjóður og skapa raunverulega möguleika fyrir ungt fólk til að helga sig námi. Í síðustu viku lagði ég því fram frumvarp á Alþingi sem er fyrsta skrefið í að snúa þessari þróun við. Meðal helstu breytinga er að núverandi fyrirkomulag niðurfellingar námslána – þar sem allt að 30% höfuðstóls er fellt niður við námslok verður gert sveigjanlegra. Í stað þess geta námsmenn, sem uppfylla skilyrði um námsframvindu, fengið allt að 20% niðurfellingu að lokinni hverri námsönn og 10% til viðbótar við námslok, ljúki þeir námi innan tilskilinna tímamarka. Þetta fyrirkomulag eykur sveigjanleika og gerir námsstyrki aðgengilegri fyrir fleiri. Það eykur líkurnar á að námsmenn fái raunverulega lækkun á höfuðstól lánsins og hvetur áfram til áfangasigra í námi, ekki einungis að lokatakmarkinu. Ég legg jafnframt til breytingar á vaxtaviðmiðum sjóðsins, þar sem í stað þess að miða við vexti eins mánaðar hverju sinni, verður stuðst við meðaltal vaxta síðustu þriggja ára. Með því minnkum við sveiflur og gerum greiðslubyrði námslána fyrirsjáanlegri – sérstaklega á tímum óvissu og hárra vaxta. Að auki verður heimildin til að greiða af einu láni í einu rýmkuð þannig að í stað þess að hún nái aðeins til tekjutengdra afborgana H-lána, sem urðu til eftir gildistöku Menntasjóðslaganna, nái hún jafnframt til jafngreiðslulána í þessum lánaflokki. Þá er óbreytt að heimildin nær til lánaflokka samkvæmt eldri lögum. Sagan undanfarin fimm ár hefur kennt okkur mikilvæga lexíu: þegar verðbólga og stýrivaxtahækkanir skekja efnahaginn, versnar staða námsmanna hratt. Þessi reynsla kallar á viðbrögð – en líka á umræðu um hvert við viljum stefna með stuðningskerfi fyrir námsmenn. Næstu mánuðir verða nýttir til frekari umbóta og heildarendurskoðunar á sjóðnum, einnig þarf að líta til úthlutunarreglna sjóðsins og breytinga sem gera þarf á þeim samhliða. Við höfum umtalsverða reynslu og greiningar í höndunum og von mín er að þessari endurskoðun ljúki á næsta þingvetri – og að við getum sameinast um kerfi sem virkar fyrir alla námsmenn. Höfundur er menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun