Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. apríl 2025 10:04 Þyrla Ratcliffe flaug daglega til og frá Egilsstaðaflugvelli í síðustu viku með vistir handa fjallgönguhópi við Kverkfjöll. Vísir/Jóhann K/Sigurjón Daglegar ferðir svartrar þyrlu, sem breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe á, til og frá Egilsstöðum vöktu athygli Héraðsbúa í síðust viku. Á daginn kom að þyrlan hafði verið að ferja vistir fyrir Ratcliffe og félaga í fjallaferð á Austurlandi. Austurfrétt greindu fyrst frá máli svörtu þyrlunnar sem hefur verið notuð til ferða milli Egilsstaðaflugvallar og Vopnafjarðar. Tvær einkaþotur merktar Ineos, félagi Ratcliffe, lentu fyrir austan á miðvikudag og hefur þyrlan síðan verið daglega á ferðinni, að því er fram kemur hjá Austurfrétt. Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers-verkefnisins, sagði við Austurfrétt að þyrlan hafi undanfarna daga verið að aðstoða hóp á vegum Ratcliffe í fjallaferð í kringum Kverkfjöll og Laugarfell. Þyrlan hafi verið notuð til að ferja vistir og vera til taks fyrir hópinn. Fólkið heldur aftur af landi brott í dag Laxveiði, jarðarkaup og fótbolti Ratcliffe stofnaði Six Rivers-verkefnið árið 2019 en markmið þess er að vernda villta Atlantshafslaxinn og sporna við fækkun hans. Verkefnið heldur utan um gögn um laxinn, stendur fyrir uppbyggingu í tengslum við laxveiði og skipuleggur fluguveiðiferðir. Ratcliffe hefur verið stórtækur í jarðarkaupum fyrir Austan. Í gegnum fyrirtæki sitt Sólarsali ehf. á Ratcliffe 29 jarðir við og í kringum Vopnafjörð. Það gerir hann að fjórða stærsta landeiganda Íslands. Samkvæmt fréttaskýringu Rúv um jarðarkaup Ratcliffe frá 2019 eru jarðir í hans eign þó nokkuð fleiri, eða 39 talsins. Hann lýsti því svo yfir 2021 að hann hygðist ekki kaupa fleiri jarðir og ætlaði að einbeita sér að verndun laxastofnsins þaðan af. Sennilega á nýjasta eign hans, Manchester United, hug hans allan þessa dagana. Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Jarðakaup útlendinga Fréttir af flugi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Austurfrétt greindu fyrst frá máli svörtu þyrlunnar sem hefur verið notuð til ferða milli Egilsstaðaflugvallar og Vopnafjarðar. Tvær einkaþotur merktar Ineos, félagi Ratcliffe, lentu fyrir austan á miðvikudag og hefur þyrlan síðan verið daglega á ferðinni, að því er fram kemur hjá Austurfrétt. Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers-verkefnisins, sagði við Austurfrétt að þyrlan hafi undanfarna daga verið að aðstoða hóp á vegum Ratcliffe í fjallaferð í kringum Kverkfjöll og Laugarfell. Þyrlan hafi verið notuð til að ferja vistir og vera til taks fyrir hópinn. Fólkið heldur aftur af landi brott í dag Laxveiði, jarðarkaup og fótbolti Ratcliffe stofnaði Six Rivers-verkefnið árið 2019 en markmið þess er að vernda villta Atlantshafslaxinn og sporna við fækkun hans. Verkefnið heldur utan um gögn um laxinn, stendur fyrir uppbyggingu í tengslum við laxveiði og skipuleggur fluguveiðiferðir. Ratcliffe hefur verið stórtækur í jarðarkaupum fyrir Austan. Í gegnum fyrirtæki sitt Sólarsali ehf. á Ratcliffe 29 jarðir við og í kringum Vopnafjörð. Það gerir hann að fjórða stærsta landeiganda Íslands. Samkvæmt fréttaskýringu Rúv um jarðarkaup Ratcliffe frá 2019 eru jarðir í hans eign þó nokkuð fleiri, eða 39 talsins. Hann lýsti því svo yfir 2021 að hann hygðist ekki kaupa fleiri jarðir og ætlaði að einbeita sér að verndun laxastofnsins þaðan af. Sennilega á nýjasta eign hans, Manchester United, hug hans allan þessa dagana.
Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Jarðakaup útlendinga Fréttir af flugi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira